Birgir Leifur Hafþórsson tryggði sér í morgun þátttökurétt á öðru stigi úrtökumótaraðarinnar fyrir Evrópumótaröðina í golfi.
Birgir Leifur lék á pari vallarins í dag og hafnaði í 23.-25. sæti mótsins á samtals tveimur höggum undir pari. 28 efstu kylfingarnir komast áfram og þegar þetta er skrifað eiga aðeins örfáir eftir að koma í hús.
Hann fékk tvo fugla í dag, einn tvöfaldan skolla og afganginn lék hann á pari. Mótið fór fram á Ítalíu en næsta stig úrtökumótaraðarinnar fer fram í nóvember.
Í næstu viku hefja þeir Ólafur Björn Loftsson og Ólafur Már Sigurðsson keppni á fyrsta stigi úrtökumótsins en keppnisvöllurinn er á Englandi.
Birgir Leifur komst áfram
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Mest lesið




Úlfarnir steinlágu gegn City
Enski boltinn

Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun
Enski boltinn

Markalaust á Villa Park
Enski boltinn


„Ég hélt að við værum komin lengra“
Enski boltinn

Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“
Enski boltinn
