Ruglið heldur áfram Friðrik Indriðason skrifar 10. júlí 2011 15:06 Héraðsdómur Reykjavíkur hefur komist að þeirri niðurstöðu að hægt sé að dæma blaðamann fyrir ummæli sem hann hefur eftir viðmælenda sínum innan gæsalappa. Viðmælandinn hefur þar að auki sagt að rétt sé eftir sér haft. Þessi dómur, ef hann stenst í Hæstarétti, er eins konar dauðadómur yfir mál- og tjáningarfrelsi á landinu og verulega íþyngjandi fyrir þá blaðamenn sem skrifa um viðkvæm málefni. Spurningin sem vaknar er hvort dómstólinn sé með þessu að senda einhver skilaboð út í þjóðfélagið eða hvort þetta sé geðþóttaákvörðun eins dómara. Hjálmar Jónsson formaður Blaðamannafélags Íslands hefur réttilega sagt að dómurinn sé fráleitur. „Hann sér ekki fyrir sér hvernig blaðamenn geti sinnt hlutverki sínu ef þeir mega ekki haft rétt eftir viðmælendum sínum," svo vitnað sé í viðtal við Hjálmar á ruv. Málið snýst um skrif Jóns Bjarka Magnússonar, blaðamanns á DV, þar sem hann hafði orðrétt eftir konu að barnsfaðir hennar, danskur að þjóðerni, hefði beitt börn þeirra ofbeldi. Þau tvö munu deila um forráðaréttinn yfir börnum sínum og hefur hinn danski faðir krafist þess að fá þau í sínar hendur. Ég held að dómarar landsins verði að átta sig strax á því út í hvaða forræði þeir eru komnir með þessum undarlega dómi. Hægt er að nefna nokkur hugsanleg dæmi um að almenningi þessa lands stafi beinlíns hætta af dóminum. Einfalt dæmi væri að blaðamaður hefði eftir áhyggjufullri móður að henni litist ekkert á að „perri" væri fluttir í blokkina hennar. Perrinn ætti auðvelt með að fá 1,2 milljónir greiddar úr vasa viðkomandi blaðamannsins og skiptir þá engu máli hvort hann væri áður margdæmdur í samræmi við viðurnefnið. Blaðamennska er ekki velborguð vinna fyrir þá sem eru „á gólfinu" á ritstjórnum landsins. Skilaboðin sem Héraðsdómur Reykjavíkur er að senda þessu fólki með niðurstöðu sinni í málinu gegn Jóni Bjarka eru einföld. Ekki ræða við fólk og birta það sem það segir ef það getur kostað þig gjaldþrot. Og það skiptir dóminn engu máli hversu mikilvægar þær upplýsingar eru fyrir almenning. Lagatæknin segir honum annað og sannara. Höfundur er blaðamaður á vísir.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur hefur komist að þeirri niðurstöðu að hægt sé að dæma blaðamann fyrir ummæli sem hann hefur eftir viðmælenda sínum innan gæsalappa. Viðmælandinn hefur þar að auki sagt að rétt sé eftir sér haft. Þessi dómur, ef hann stenst í Hæstarétti, er eins konar dauðadómur yfir mál- og tjáningarfrelsi á landinu og verulega íþyngjandi fyrir þá blaðamenn sem skrifa um viðkvæm málefni. Spurningin sem vaknar er hvort dómstólinn sé með þessu að senda einhver skilaboð út í þjóðfélagið eða hvort þetta sé geðþóttaákvörðun eins dómara. Hjálmar Jónsson formaður Blaðamannafélags Íslands hefur réttilega sagt að dómurinn sé fráleitur. „Hann sér ekki fyrir sér hvernig blaðamenn geti sinnt hlutverki sínu ef þeir mega ekki haft rétt eftir viðmælendum sínum," svo vitnað sé í viðtal við Hjálmar á ruv. Málið snýst um skrif Jóns Bjarka Magnússonar, blaðamanns á DV, þar sem hann hafði orðrétt eftir konu að barnsfaðir hennar, danskur að þjóðerni, hefði beitt börn þeirra ofbeldi. Þau tvö munu deila um forráðaréttinn yfir börnum sínum og hefur hinn danski faðir krafist þess að fá þau í sínar hendur. Ég held að dómarar landsins verði að átta sig strax á því út í hvaða forræði þeir eru komnir með þessum undarlega dómi. Hægt er að nefna nokkur hugsanleg dæmi um að almenningi þessa lands stafi beinlíns hætta af dóminum. Einfalt dæmi væri að blaðamaður hefði eftir áhyggjufullri móður að henni litist ekkert á að „perri" væri fluttir í blokkina hennar. Perrinn ætti auðvelt með að fá 1,2 milljónir greiddar úr vasa viðkomandi blaðamannsins og skiptir þá engu máli hvort hann væri áður margdæmdur í samræmi við viðurnefnið. Blaðamennska er ekki velborguð vinna fyrir þá sem eru „á gólfinu" á ritstjórnum landsins. Skilaboðin sem Héraðsdómur Reykjavíkur er að senda þessu fólki með niðurstöðu sinni í málinu gegn Jóni Bjarka eru einföld. Ekki ræða við fólk og birta það sem það segir ef það getur kostað þig gjaldþrot. Og það skiptir dóminn engu máli hversu mikilvægar þær upplýsingar eru fyrir almenning. Lagatæknin segir honum annað og sannara. Höfundur er blaðamaður á vísir.is
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar