Ruglið heldur áfram Friðrik Indriðason skrifar 10. júlí 2011 15:06 Héraðsdómur Reykjavíkur hefur komist að þeirri niðurstöðu að hægt sé að dæma blaðamann fyrir ummæli sem hann hefur eftir viðmælenda sínum innan gæsalappa. Viðmælandinn hefur þar að auki sagt að rétt sé eftir sér haft. Þessi dómur, ef hann stenst í Hæstarétti, er eins konar dauðadómur yfir mál- og tjáningarfrelsi á landinu og verulega íþyngjandi fyrir þá blaðamenn sem skrifa um viðkvæm málefni. Spurningin sem vaknar er hvort dómstólinn sé með þessu að senda einhver skilaboð út í þjóðfélagið eða hvort þetta sé geðþóttaákvörðun eins dómara. Hjálmar Jónsson formaður Blaðamannafélags Íslands hefur réttilega sagt að dómurinn sé fráleitur. „Hann sér ekki fyrir sér hvernig blaðamenn geti sinnt hlutverki sínu ef þeir mega ekki haft rétt eftir viðmælendum sínum," svo vitnað sé í viðtal við Hjálmar á ruv. Málið snýst um skrif Jóns Bjarka Magnússonar, blaðamanns á DV, þar sem hann hafði orðrétt eftir konu að barnsfaðir hennar, danskur að þjóðerni, hefði beitt börn þeirra ofbeldi. Þau tvö munu deila um forráðaréttinn yfir börnum sínum og hefur hinn danski faðir krafist þess að fá þau í sínar hendur. Ég held að dómarar landsins verði að átta sig strax á því út í hvaða forræði þeir eru komnir með þessum undarlega dómi. Hægt er að nefna nokkur hugsanleg dæmi um að almenningi þessa lands stafi beinlíns hætta af dóminum. Einfalt dæmi væri að blaðamaður hefði eftir áhyggjufullri móður að henni litist ekkert á að „perri" væri fluttir í blokkina hennar. Perrinn ætti auðvelt með að fá 1,2 milljónir greiddar úr vasa viðkomandi blaðamannsins og skiptir þá engu máli hvort hann væri áður margdæmdur í samræmi við viðurnefnið. Blaðamennska er ekki velborguð vinna fyrir þá sem eru „á gólfinu" á ritstjórnum landsins. Skilaboðin sem Héraðsdómur Reykjavíkur er að senda þessu fólki með niðurstöðu sinni í málinu gegn Jóni Bjarka eru einföld. Ekki ræða við fólk og birta það sem það segir ef það getur kostað þig gjaldþrot. Og það skiptir dóminn engu máli hversu mikilvægar þær upplýsingar eru fyrir almenning. Lagatæknin segir honum annað og sannara. Höfundur er blaðamaður á vísir.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 23.8.2025 Halldór Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur hefur komist að þeirri niðurstöðu að hægt sé að dæma blaðamann fyrir ummæli sem hann hefur eftir viðmælenda sínum innan gæsalappa. Viðmælandinn hefur þar að auki sagt að rétt sé eftir sér haft. Þessi dómur, ef hann stenst í Hæstarétti, er eins konar dauðadómur yfir mál- og tjáningarfrelsi á landinu og verulega íþyngjandi fyrir þá blaðamenn sem skrifa um viðkvæm málefni. Spurningin sem vaknar er hvort dómstólinn sé með þessu að senda einhver skilaboð út í þjóðfélagið eða hvort þetta sé geðþóttaákvörðun eins dómara. Hjálmar Jónsson formaður Blaðamannafélags Íslands hefur réttilega sagt að dómurinn sé fráleitur. „Hann sér ekki fyrir sér hvernig blaðamenn geti sinnt hlutverki sínu ef þeir mega ekki haft rétt eftir viðmælendum sínum," svo vitnað sé í viðtal við Hjálmar á ruv. Málið snýst um skrif Jóns Bjarka Magnússonar, blaðamanns á DV, þar sem hann hafði orðrétt eftir konu að barnsfaðir hennar, danskur að þjóðerni, hefði beitt börn þeirra ofbeldi. Þau tvö munu deila um forráðaréttinn yfir börnum sínum og hefur hinn danski faðir krafist þess að fá þau í sínar hendur. Ég held að dómarar landsins verði að átta sig strax á því út í hvaða forræði þeir eru komnir með þessum undarlega dómi. Hægt er að nefna nokkur hugsanleg dæmi um að almenningi þessa lands stafi beinlíns hætta af dóminum. Einfalt dæmi væri að blaðamaður hefði eftir áhyggjufullri móður að henni litist ekkert á að „perri" væri fluttir í blokkina hennar. Perrinn ætti auðvelt með að fá 1,2 milljónir greiddar úr vasa viðkomandi blaðamannsins og skiptir þá engu máli hvort hann væri áður margdæmdur í samræmi við viðurnefnið. Blaðamennska er ekki velborguð vinna fyrir þá sem eru „á gólfinu" á ritstjórnum landsins. Skilaboðin sem Héraðsdómur Reykjavíkur er að senda þessu fólki með niðurstöðu sinni í málinu gegn Jóni Bjarka eru einföld. Ekki ræða við fólk og birta það sem það segir ef það getur kostað þig gjaldþrot. Og það skiptir dóminn engu máli hversu mikilvægar þær upplýsingar eru fyrir almenning. Lagatæknin segir honum annað og sannara. Höfundur er blaðamaður á vísir.is
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar