Biðin setur ferðaþjónustuna á hausinn Hugrún Halldórsdóttir skrifar 10. júlí 2011 18:45 Algjört neyðarástand ríkir í ferðaþjónustunni vegna lokunar hringvegsins, en umferð verður ekki komið á fyrr en í fyrsta lagi eftir tvær vikur. Biðin setur greinina á hausinn segir framkvæmdastjóri Samtaka Ferðaþjónustunnar. Það mun taka Vegagerðina tvær til þrjár vikur að setja upp bráðabirgðabrú frá Vík austur yfir Mýrdalssand, en stefnt er að því að hefja byggingu hennar eftir helgi. Erna Hauksdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka Ferðaþjónustunnar, furðar sig á að stjórnvöld hafi ekki ráðist strax í verkið. „Ferðir um hringveginn eru stærsta söluvara ferðaþjónustunnar yfir háannartímann. Þarna eru þúsundir manns á ferðinni og allt stopp," segir Erna. Hún segir að fréttirnar af seinaganginum þegar hafa spurst út. „Það verður auðvitað bara til þess að menn fara að afbóka eftir helgi og það er nú þegar byrjað," segir hún. Hún segir áætlanir stjórnvalda um að opna leiðin eftir tvær til þrjár vikur fráleitar. Nauðsynlegt sé að flýta verkinu, annars stefni ferðaþjónustan hreinlega í gjaldþrot. „Það er ekki hægt að lifa þetta af, ef að þrjár helstu háannavikurnar í ferðaþjónustu munu að stórum hluta eyðileggjast." Ferðamenn geta valið Fjallabaksleiðina til að komast leiðar sinnar, en hún er þó ekki fær fólksbílum. Erna segir mjög stóran hluta ferðamanna vera á smábílum og að margar rútur séu ekki hannaðar fyrir þessa leið. Þá mun Fjallabaksleiðin aldrei geta annað þessari miklu umferð. Erna telur að stjórnvöld verði að leita til verktaka, treysti Vegagerðin sér ekki til að flýta framkvæmdunum. „Það mætti vera leið sem þarf að keyra mjög hægt. Það eru ýmsar lausnir til og það verður bara að leita til allra þeirra sem að mögulega treysta sér til að koma henni á," segir hún að lokum. Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Sjá meira
Algjört neyðarástand ríkir í ferðaþjónustunni vegna lokunar hringvegsins, en umferð verður ekki komið á fyrr en í fyrsta lagi eftir tvær vikur. Biðin setur greinina á hausinn segir framkvæmdastjóri Samtaka Ferðaþjónustunnar. Það mun taka Vegagerðina tvær til þrjár vikur að setja upp bráðabirgðabrú frá Vík austur yfir Mýrdalssand, en stefnt er að því að hefja byggingu hennar eftir helgi. Erna Hauksdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka Ferðaþjónustunnar, furðar sig á að stjórnvöld hafi ekki ráðist strax í verkið. „Ferðir um hringveginn eru stærsta söluvara ferðaþjónustunnar yfir háannartímann. Þarna eru þúsundir manns á ferðinni og allt stopp," segir Erna. Hún segir að fréttirnar af seinaganginum þegar hafa spurst út. „Það verður auðvitað bara til þess að menn fara að afbóka eftir helgi og það er nú þegar byrjað," segir hún. Hún segir áætlanir stjórnvalda um að opna leiðin eftir tvær til þrjár vikur fráleitar. Nauðsynlegt sé að flýta verkinu, annars stefni ferðaþjónustan hreinlega í gjaldþrot. „Það er ekki hægt að lifa þetta af, ef að þrjár helstu háannavikurnar í ferðaþjónustu munu að stórum hluta eyðileggjast." Ferðamenn geta valið Fjallabaksleiðina til að komast leiðar sinnar, en hún er þó ekki fær fólksbílum. Erna segir mjög stóran hluta ferðamanna vera á smábílum og að margar rútur séu ekki hannaðar fyrir þessa leið. Þá mun Fjallabaksleiðin aldrei geta annað þessari miklu umferð. Erna telur að stjórnvöld verði að leita til verktaka, treysti Vegagerðin sér ekki til að flýta framkvæmdunum. „Það mætti vera leið sem þarf að keyra mjög hægt. Það eru ýmsar lausnir til og það verður bara að leita til allra þeirra sem að mögulega treysta sér til að koma henni á," segir hún að lokum.
Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Sjá meira