Innlent

Verðlaun afhent

Fræðslu- og hvatningarverkefninu Hjólað í vinnuna er nú formlega lokið og voru þeim sem stóðu sig best afhent verðlaun í Fjölskyldu- og Húsdýragarðinum í gær við hátíðlega athöfn. Alls tóku yfir 5.000 þátttakendur frá 254 vinnustöðum þátt og hjóluðu yfir 170 þúsund kílómetra á þeim tæpu tveim vikum sem átakið stóð yfir. Verðlaun voru afhent fyrir fjölda daga og kílómetra í flokkum eftir fjölda starfsmanna á vinnustað. Hlutfallslega hjóluðu starfsmenn Marksins flesta kílómetra, nær 200 hver. Starfsmenn Heilbrigðisstofnunarinnar á Siglufirði hjóluðu suður til að taka við verðlaunum fyrir næstflesta daga í flokki vinnustaða með 150 til 399 starfsmenn.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×