Deilur um stóriðju innan R-lista 13. október 2005 19:15 Forstjóra Orkuveitu Reykjavíkur var á síðustu stundu meinað að skrifa undir viljayfirlýsingu um álver í Helguvík. Ástæðan er ágreiningur R-listaflokkanna um stóriðjuuppbyggingu. Á opinberri mynd sem send var til fjölmiðla af undirskrift samkomulags milli Norðuráls, Reykjanesbæjar og Hitaveitu Suðurnesja fyrir tíu dögum voru einnig fulltrúar Orkuveitu Reykjavíkur en þeir fengu ekki að skrifa undir, en í öllu undirbúningsferlinu hafði verið miðað við að Orkuveitan yrði með. Guðmundur Þóroddsson, forstjóri OR, segir að fyrirtækið hafi tekið þátt í því að undirbúa viljayfirlýsinguna. Þegar komið hafi að því að skrifa undir hafi málið í raun og veru ekki verið kynnt nema einu sinni í stjórn Orkuveitunnar og stjórnarformaður hennar hafi tjáð honum að það þyrfti að ræða málin aðeins betur. Orkuveitan væri í mörgum stórum framkvæmdum og stjórnarmenn vildu því ræða málið betur áður en skrifað yrði undir. Guðmundur segir að hann hafi ekki talið rétt að tefja viljayfirlýsingu Norðuráls og Suðurnesjamanna með því að Orkuveitan væri ekki tilbúin að skrifa undir. Heimildarmenn Stöðvar 2 segja að pólitískur ágreiningur innan R-listans, m.a. andstaða Vinstri - grænna við stóriðjuppbyggingu, hafi stöðvað málið. Guðmundur segir að hann hafi fengið þau skilaboð frá stjórnarformanni OR að menn vildu ræða málið betur og horfa á heildarmyndina í framkvæmdum og orkusölu hjá Orkuveitunni. Á meðan flokkarnir sem standa að R-listanum takast á um stóriðjupólitík eru þeir sem stýra daglegum rekstri í höfuðstöðvum Orkuveitunnar ekki í vafa. Þeir vilja taka þátt í því að virkja fyrir fleiri álver. Guðmundur segir að Orkuveitan hafi hvorki sagt sig frá orkuöflun fyrir álver í Helguvík né lýst því yfir að hún ætli ekki að vera með. Forsvarsmenn veitunnar hafi einfaldlega ekki viljað tefja málið á þessari stundu. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni Erlent Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira
Forstjóra Orkuveitu Reykjavíkur var á síðustu stundu meinað að skrifa undir viljayfirlýsingu um álver í Helguvík. Ástæðan er ágreiningur R-listaflokkanna um stóriðjuuppbyggingu. Á opinberri mynd sem send var til fjölmiðla af undirskrift samkomulags milli Norðuráls, Reykjanesbæjar og Hitaveitu Suðurnesja fyrir tíu dögum voru einnig fulltrúar Orkuveitu Reykjavíkur en þeir fengu ekki að skrifa undir, en í öllu undirbúningsferlinu hafði verið miðað við að Orkuveitan yrði með. Guðmundur Þóroddsson, forstjóri OR, segir að fyrirtækið hafi tekið þátt í því að undirbúa viljayfirlýsinguna. Þegar komið hafi að því að skrifa undir hafi málið í raun og veru ekki verið kynnt nema einu sinni í stjórn Orkuveitunnar og stjórnarformaður hennar hafi tjáð honum að það þyrfti að ræða málin aðeins betur. Orkuveitan væri í mörgum stórum framkvæmdum og stjórnarmenn vildu því ræða málið betur áður en skrifað yrði undir. Guðmundur segir að hann hafi ekki talið rétt að tefja viljayfirlýsingu Norðuráls og Suðurnesjamanna með því að Orkuveitan væri ekki tilbúin að skrifa undir. Heimildarmenn Stöðvar 2 segja að pólitískur ágreiningur innan R-listans, m.a. andstaða Vinstri - grænna við stóriðjuppbyggingu, hafi stöðvað málið. Guðmundur segir að hann hafi fengið þau skilaboð frá stjórnarformanni OR að menn vildu ræða málið betur og horfa á heildarmyndina í framkvæmdum og orkusölu hjá Orkuveitunni. Á meðan flokkarnir sem standa að R-listanum takast á um stóriðjupólitík eru þeir sem stýra daglegum rekstri í höfuðstöðvum Orkuveitunnar ekki í vafa. Þeir vilja taka þátt í því að virkja fyrir fleiri álver. Guðmundur segir að Orkuveitan hafi hvorki sagt sig frá orkuöflun fyrir álver í Helguvík né lýst því yfir að hún ætli ekki að vera með. Forsvarsmenn veitunnar hafi einfaldlega ekki viljað tefja málið á þessari stundu.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni Erlent Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira