Innlent

Örmagnaðist á Skarðsheiði

Þyrlan sótti manninn á Skarðsheiði á laugardagskvöldið en veður var slæmt á svæðinu, 15 metrar á sekúndu og skafrenningur.
Þyrlan sótti manninn á Skarðsheiði á laugardagskvöldið en veður var slæmt á svæðinu, 15 metrar á sekúndu og skafrenningur. Fréttablaðið/pjetur

Þyrla Landhelgisgæslunnar, TF-LIF, sótti göngumann á Skarðsheiði á laugardagskvöldið.

Maðurinn var á göngu ásamt félaga sínum og urðu þeir viðskila þegar annar þeirra var of þreyttur til að halda göngunni áfram. Félagi mannsins gerði þá björgunarsveitum viðvart. Upp úr klukkan níu um kvöldið barst Landhelgisgæslunni beiðni um aðstoð þyrlunnar við að flytja manninn undir læknishendur. Var hann þá orðinn örmagna og ekki mögulegt að bera hann niður af fjallinu.

Þyrlan lenti svo á Reykjavíkurflugvelli laust fyrir ellefu og var maðurinn fluttur með sjúkrabifreið á sjúkrahús til aðhlynningar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×