Uppröðun listans helsta hindrunin 13. október 2005 19:15 Skoðanamunur á því hvernig eigi að standa að vali fulltrúa á framboðslista R-listans fyrir borgarstjórnarkosningar að ári eru helsti þröskuldurinn í vegi þess að flokkarnir sem að listanum standa nái saman. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hafa engar alvarlegar deilur komið upp í málefnaumræðum flokkanna hingað til og virðist ljóst að ef upp úr samstarfi flokkanna slitnar, þá verður það vegna ágreinings um skipan listans. Samfylkingin hefur lagt fram tillögu í viðræðunum þess efnis að listinn verði valinn í opnu prófkjöri, þannig verði þess best gætt að borgabúar komi beint að því að velja fulltrúa sína í borgarstjórn. Fulltrúar Framsóknarflokks og Vinstri grænna hafa ekki hafnað þessum hugmyndum en flokkarnir eru þó efins um að galopið prófkjör sé rétta leiðin. Þeir vilja halda í jafnræðisreglu flokkanna sem stuðst hefur verið við frá upphafi; hver flokkur eigi minnst tvö örugg sæti á listanum en flokkunum eigi að vera í sjálfsvald sett hvernig þeir velja fulltrúa sína á listann. Jafnræðisreglan gengur reyndar út frá því að óháðir eigi tvö sæti á listanum en eftir því sem næst verður komist er vilji til þess innan raða Vinstri grænna og Framsóknarmanna að endurskoða þann þátt í skipan listans. Það byggist fyrst og fremst á því að upphaflega voru þessi sæti tekin frá vegna Ingibjargar Sólrúnar en nú sé ekki lengur sterkum einstaklingi sem henni til að dreifa í röðum óháðra. Val á borgarstjóraefni er einnig nokkuð sem flokkarnir eiga eftir að koma sér saman um og meðal annars hafa Vinstri grænir viðrað þá hugmynd að flokkurinn sem fær borgarstjórasætið í sinn hlut, fái aðeins tvö sæti á listanum, hinir flokkarnir fái þrjú hvor. Ólíklegt er þó talið að þessi hugmynd hljóti brautargengi, sérstaklega ekki innan Samfylkingarinnar, því ýmsir innan hennar vilja að flokkurinn njóti betur þeirrar sterku stöðu sem flokkurinn hefur í höfuðborginni eftir síðustu Alþingiskosningar. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Erlent Fleiri fréttir Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um varðandi samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Sjá meira
Skoðanamunur á því hvernig eigi að standa að vali fulltrúa á framboðslista R-listans fyrir borgarstjórnarkosningar að ári eru helsti þröskuldurinn í vegi þess að flokkarnir sem að listanum standa nái saman. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hafa engar alvarlegar deilur komið upp í málefnaumræðum flokkanna hingað til og virðist ljóst að ef upp úr samstarfi flokkanna slitnar, þá verður það vegna ágreinings um skipan listans. Samfylkingin hefur lagt fram tillögu í viðræðunum þess efnis að listinn verði valinn í opnu prófkjöri, þannig verði þess best gætt að borgabúar komi beint að því að velja fulltrúa sína í borgarstjórn. Fulltrúar Framsóknarflokks og Vinstri grænna hafa ekki hafnað þessum hugmyndum en flokkarnir eru þó efins um að galopið prófkjör sé rétta leiðin. Þeir vilja halda í jafnræðisreglu flokkanna sem stuðst hefur verið við frá upphafi; hver flokkur eigi minnst tvö örugg sæti á listanum en flokkunum eigi að vera í sjálfsvald sett hvernig þeir velja fulltrúa sína á listann. Jafnræðisreglan gengur reyndar út frá því að óháðir eigi tvö sæti á listanum en eftir því sem næst verður komist er vilji til þess innan raða Vinstri grænna og Framsóknarmanna að endurskoða þann þátt í skipan listans. Það byggist fyrst og fremst á því að upphaflega voru þessi sæti tekin frá vegna Ingibjargar Sólrúnar en nú sé ekki lengur sterkum einstaklingi sem henni til að dreifa í röðum óháðra. Val á borgarstjóraefni er einnig nokkuð sem flokkarnir eiga eftir að koma sér saman um og meðal annars hafa Vinstri grænir viðrað þá hugmynd að flokkurinn sem fær borgarstjórasætið í sinn hlut, fái aðeins tvö sæti á listanum, hinir flokkarnir fái þrjú hvor. Ólíklegt er þó talið að þessi hugmynd hljóti brautargengi, sérstaklega ekki innan Samfylkingarinnar, því ýmsir innan hennar vilja að flokkurinn njóti betur þeirrar sterku stöðu sem flokkurinn hefur í höfuðborginni eftir síðustu Alþingiskosningar.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Erlent Fleiri fréttir Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um varðandi samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Sjá meira