Innlent

Matthías um ESB: Hjartað segir nei en heilinn já

Matthías Johannessen, fyrrum ritstjóri Morgunblaðsins.
Matthías Johannessen, fyrrum ritstjóri Morgunblaðsins.

Matthías Johannessen, rithöfundur og fyrrum ritstjóri Morgunblaðsins, segist ekki hafa gert upp hug sinn varðandi hugsanlega aðild Íslands að Evrópusambandinu. Það muni hann gera fyrir landsfund Sjálfstæðisflokksins sem fer fram í lok janúar.

,,Hjarta mitt segir nei, heilinn já. Ég ætla að sjá til, hvort hefur betur," segir Matthías á heimasíðu sinni. ,,En áhyggjur af þessu eru litlar, því hér mun þróun ráða hvað sem okkur líður. En mér stendur ógn af regluveldi."

Hingað til hefur Matthías verið talinn til andstæðinga aðildar Íslands að Evrópusambandinu líkt og fyrrverandi samstarfsfélagi hans við ritstjórn Morgunblaðsins, Styrmir Gunnarsson.

Skrif Matthíasar um Evrópusambandið er hægt að lesa hér í 11. lið.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×