Eina vitið – Opið bréf til Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra Kári Stefánsson skrifar 6. júlí 2018 07:00 Bjarni, á þriðjudaginn birtist stuttur pistill á heimasíðu fjármálaráðuneytisins vegna fjölmiðlaumfjöllunar um kjör ljósmæðra. Pistillinn er í símskeytastíl og er greinilega ætlað að sýna okkur fram á að við Íslendingar gerum býsna vel við ljósmæður. Ég er feginn því að þú berð ábyrgð á honum en ekki ég. Þriðja málsgreinin í pistlinum bendir á að á síðasta áratug hafi stöðugildum ljósmæðra á Íslandi fjölgað um 33% en fæðingum fækkað um rúm 8%. Við eigum sjálfsagt að draga þá ályktun að afkastageta ljósmæðranna okkar hafi minnkað í einhvers konar hlutfalli við vaxandi frekju þeirra. Þetta bréf mitt til þín skrifaði ég vegna þess að þú ert drengur góður og ég er viss um að þér eru ekki kunnugar eftirfarandi staðreyndir, annars myndirðu ekki láta svona: Um miðja síðustu öld var ungbarnadauði á Íslandi með ólíkindum og einhver sá hæsti sem skráður hefur verið í mannkynssögunni eða 238 af hverjum þúsund börnum fæddum. Í dag er hann um það bil hundrað sinnum minni eða 2 af hverjum þúsund og er lægstur í heimi hér. Það er ólýsanlegur harmurinn foreldra þegar börn þeirra deyja og ekki síst þegar þau deyja ung. Afleiðingar harmsins eru margvíslegar og meðal annars þær að lífslíkur foreldranna minnka og þá sérstaklega mæðra. Þær lifa nokkrum árum skemur fyrir vikið. Sagnfræðingar og félagsfræðingar hafa sett fram þá kenningu að mæður á öldum áður hafi verndað sig fyrir afleiðingum mikils ungbarnadauða með því að tengjast ekki nýfæddum börnum sínum sterkum böndum. Rannsóknir okkar og annarra sýna fram á að þetta er rangt vegna þess að lífslíkur mæðra á þeim tíma sem ungbarnadauðinn var mestur í landinu minnkuðu við barnsmissi til jafns á við það sem gerist í dag. Móðurástin er ekki smíðuð í konuna. Það verður ekki við hana ráðið. Hún er meðfædd. Síðan er móðurástin eitt af mikilvægustu hreyfiöflum samfélags manna. Hún kemur börnum á legg. Hún býr til konur og menn til þess að taka við landinu. Prísinn sem móðirin borgar fyrir þessa ást sem býr til samfélög er hættan á harminum mikla ef hún missir barn sitt. Það er því skylda okkar sem samfélags að gera allt sem í okkar valdi stendur til þess að það gerist ekki. Þannig launum við móðurinni sem samfélag fyrir ástina sem bjó okkur til. Sú staðreynd að ungbarnadauði er minni á Íslandi en annars staðar bendir til þess að við séum að þessu leyti að standa í nokkuð góðum skilum við mæður. Þetta á meðal annars rætur sínar í því að ljósmæðurnar okkar skoða verðandi mæður, taka á móti börnum við fæðingu og hafa eftirlit með mæðrum og börnum að fæðingu lokinni. Þær þurftu ekki að komast upp úr riðli og lifa af útsláttarkeppni til þess að sanna fyrir okkur að þær séu heimsmeistarar. Í þeirra tilfelli gildir gamla slagorð Silla og Valda að af ávöxtunum skuluð þið þekkja þær. Börnin okkar lifa frekar en börn annarra þessa erfiðu ferð inn í harðan heim. Bjarni, þú hlýtur að hafa þetta allt í huga þegar þú metur framlag þeirra til íslensks samfélags. Staðreyndin er svo sú að á meðan stöðugildum ljósmæðra hjá ríkinu hefur fjölgað um 33% og fæðingum hefur fækkað um meira en 8% hafa viðfangsefni ljósmæðra orðið flóknari með ári hverju, konur eignast börn sín eldri, og þyngri, sem fylgir aukin tíðni meðgönguvandamála, og ýmislegt af því sem áður var á höndum lækna hefur flust yfir á þær. Bjarni, þú verður að gera þér grein fyrir því að þú vinnur ekki störukeppni við ljósmæður. Það eina sem hefur áunnist með tilraun þinni til þess er að hrekja stóran hóp þeirra í flugfreyjustörf og fleiri eru á leiðinni. Sú hætta er fyrir hendi að afleiðingin verði löskuð börn og aukinn ungbarnadauði. Ég veit fyrir víst að þú ert mér og öllum öðrum Íslendingum sammála um að slíkt sé óásættanlegt. Þess vegna ráðlegg ég þér að bjóða þeim betur, vegna þess að aðrar stéttir munu ekki nota þær sem fordæmi, til þess er framlag þeirra til velferðar í samfélagi okkar of sérstakt.Höfundur er forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Kári Stefánsson Kjaradeila ljósmæðra og ríkisins Kjaramál Mest lesið Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson Skoðun Skoðun Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Sjá meira
Bjarni, á þriðjudaginn birtist stuttur pistill á heimasíðu fjármálaráðuneytisins vegna fjölmiðlaumfjöllunar um kjör ljósmæðra. Pistillinn er í símskeytastíl og er greinilega ætlað að sýna okkur fram á að við Íslendingar gerum býsna vel við ljósmæður. Ég er feginn því að þú berð ábyrgð á honum en ekki ég. Þriðja málsgreinin í pistlinum bendir á að á síðasta áratug hafi stöðugildum ljósmæðra á Íslandi fjölgað um 33% en fæðingum fækkað um rúm 8%. Við eigum sjálfsagt að draga þá ályktun að afkastageta ljósmæðranna okkar hafi minnkað í einhvers konar hlutfalli við vaxandi frekju þeirra. Þetta bréf mitt til þín skrifaði ég vegna þess að þú ert drengur góður og ég er viss um að þér eru ekki kunnugar eftirfarandi staðreyndir, annars myndirðu ekki láta svona: Um miðja síðustu öld var ungbarnadauði á Íslandi með ólíkindum og einhver sá hæsti sem skráður hefur verið í mannkynssögunni eða 238 af hverjum þúsund börnum fæddum. Í dag er hann um það bil hundrað sinnum minni eða 2 af hverjum þúsund og er lægstur í heimi hér. Það er ólýsanlegur harmurinn foreldra þegar börn þeirra deyja og ekki síst þegar þau deyja ung. Afleiðingar harmsins eru margvíslegar og meðal annars þær að lífslíkur foreldranna minnka og þá sérstaklega mæðra. Þær lifa nokkrum árum skemur fyrir vikið. Sagnfræðingar og félagsfræðingar hafa sett fram þá kenningu að mæður á öldum áður hafi verndað sig fyrir afleiðingum mikils ungbarnadauða með því að tengjast ekki nýfæddum börnum sínum sterkum böndum. Rannsóknir okkar og annarra sýna fram á að þetta er rangt vegna þess að lífslíkur mæðra á þeim tíma sem ungbarnadauðinn var mestur í landinu minnkuðu við barnsmissi til jafns á við það sem gerist í dag. Móðurástin er ekki smíðuð í konuna. Það verður ekki við hana ráðið. Hún er meðfædd. Síðan er móðurástin eitt af mikilvægustu hreyfiöflum samfélags manna. Hún kemur börnum á legg. Hún býr til konur og menn til þess að taka við landinu. Prísinn sem móðirin borgar fyrir þessa ást sem býr til samfélög er hættan á harminum mikla ef hún missir barn sitt. Það er því skylda okkar sem samfélags að gera allt sem í okkar valdi stendur til þess að það gerist ekki. Þannig launum við móðurinni sem samfélag fyrir ástina sem bjó okkur til. Sú staðreynd að ungbarnadauði er minni á Íslandi en annars staðar bendir til þess að við séum að þessu leyti að standa í nokkuð góðum skilum við mæður. Þetta á meðal annars rætur sínar í því að ljósmæðurnar okkar skoða verðandi mæður, taka á móti börnum við fæðingu og hafa eftirlit með mæðrum og börnum að fæðingu lokinni. Þær þurftu ekki að komast upp úr riðli og lifa af útsláttarkeppni til þess að sanna fyrir okkur að þær séu heimsmeistarar. Í þeirra tilfelli gildir gamla slagorð Silla og Valda að af ávöxtunum skuluð þið þekkja þær. Börnin okkar lifa frekar en börn annarra þessa erfiðu ferð inn í harðan heim. Bjarni, þú hlýtur að hafa þetta allt í huga þegar þú metur framlag þeirra til íslensks samfélags. Staðreyndin er svo sú að á meðan stöðugildum ljósmæðra hjá ríkinu hefur fjölgað um 33% og fæðingum hefur fækkað um meira en 8% hafa viðfangsefni ljósmæðra orðið flóknari með ári hverju, konur eignast börn sín eldri, og þyngri, sem fylgir aukin tíðni meðgönguvandamála, og ýmislegt af því sem áður var á höndum lækna hefur flust yfir á þær. Bjarni, þú verður að gera þér grein fyrir því að þú vinnur ekki störukeppni við ljósmæður. Það eina sem hefur áunnist með tilraun þinni til þess er að hrekja stóran hóp þeirra í flugfreyjustörf og fleiri eru á leiðinni. Sú hætta er fyrir hendi að afleiðingin verði löskuð börn og aukinn ungbarnadauði. Ég veit fyrir víst að þú ert mér og öllum öðrum Íslendingum sammála um að slíkt sé óásættanlegt. Þess vegna ráðlegg ég þér að bjóða þeim betur, vegna þess að aðrar stéttir munu ekki nota þær sem fordæmi, til þess er framlag þeirra til velferðar í samfélagi okkar of sérstakt.Höfundur er forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun