Handbolti

Arnór tekur við danska unglingalandsliðinu

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Arnór Atlason var í lykilhlutverki þegar Ísland vann til silfurverðlauna á Ólympíuleikunum 2008 og bronsverðlauna á EM tveimur árum síðar.
Arnór Atlason var í lykilhlutverki þegar Ísland vann til silfurverðlauna á Ólympíuleikunum 2008 og bronsverðlauna á EM tveimur árum síðar. vísir/getty

Arnór Atlason, fyrrverandi landsliðsmaður í handbolta, hefur verið ráðinn þjálfari danska karlalandsliðsins skipuðu leikmönnum átján ára og yngri.

Arnór skrifaði undir tveggja ára samning við danska handknattleikssambandið.

Undanfarin tvö ár hefur Arnór verið aðstoðarþjálfari Danmerkurmeistara Aalborg. Hann heldur því áfram samhliða því að þjálfa danska unglingalandsliðið.

Arnór lagði skóna á hilluna vorið 2018. Síðustu tvö ár ferilsins lék hann með Aalborg. 

Hann lék einnig með FCK Håndbold og AG København í Danmörku, Magdeburg og Flensburg í Þýskalandi, Saint-Raphaël í Frakklandi og KA á Íslandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×