Innlent

Lögreglumenn meta stöðuna

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Stjórn Landssambands lögreglumanna fundar núna með fulltrúum úr lögreglufélögum um allt land til þess að fara yfir stöðu mála í kjölfar niðurstöðu gerðardóms um kjör lögreglumanna.

Lögreglumenn um land allt hafa lýst yfir vonbrigðum sínum og jafnvel hneykslun vegna úrskurðar gerðardóms um kjör þeirra. Fjölmargir lögreglumenn hafa jafnframt sagt sig úr óeirðarhópum lögreglunnar. Loks hafa lögreglumenn ákveðið að standa ekki heiðursvörð við setningu Alþingis á laugardaginn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×