Meira en 25 milljónir hafa dáðst á samanburðinum á troðslum Kobe og LeBron Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. febrúar 2020 14:00 Gegguð mynd af umræddri troðslu LeBron James. Getty/Andrew D. Bernstein Sama íþróttahöll, sama lið, sama karfa. Nítján ár á milli. Troðsla LeBron James í leik með Los Angeles Lakers á móti Houston Rockets á dögunum varð enn merkilegri þegar glöggir menn fundu gamla troðslu með Kobe Bryant. Kobe Bryant lést í þyrluslysi fyrir rúmum tveimur vikum síðan og síðan hefur bandaríska þjóðin og allur íþróttaheimurinn syrgt og heiðrað minningu þessa magnaða körfuboltamanns. LeBron James hefur sjálfur gert það margoft síðan, bæði í orðum og verki, en í þessum leik á móti Houston Rockets gerði hann það á mjög táknrænan hátt. Troðsla Kobe Bryant var frá leik Los Angeles Lakers í Staples Center 18. nóvember 2001 en liðið mætti þá Sacramento Kings. Í báðum troðslum vann Los Angeles Lakers liðið boltann og í báðum tilfellum fengu þeir Kobe Bryant og LeBron James beina leið upp að körfunni. Troðsla James var nákvæmlega eins og sú hjá Kobe eins og sjá má hér fyrir neðan. Same arena. Same basket. Same dunk. 19 years apart. pic.twitter.com/fj7HRmqv3c— Los Angeles Lakers (@Lakers) February 8, 2020 LeBron James sagðist þó ekki hafa farið inn í leikinn á móti Houston Rockets með það markmið að leika þessa troðslu eftir en viðurkenndi þó að hann hafi séð þessa Kobe Bryant troðslu mjög oft á sínum tuttugu ára ferli í NBA. „Ég tók ekki ákvörðun um hvað ég ætlaði að gera fyrr en í stökk upp. Ég stökk upp og þá skaut niður í huga minn hversu klikkað væri að gera alveg eins troðslu og Kobe,“ sagði LeBron James. „Okkar frábæra samfélagsmiðla lið setti þetta saman og ég hugsaði: Þetta er virkilega, virkilega gott hjá þeim,“ sagði James. Það hafa fleiri en 25 milljónir manna horft á myndbandið á Twitter-reikningi Los Angeles Lakers og það er því óhætt að segja að þetta samanburðarmyndband hafi slegið í gegn. “Kobe is in all of us right now.”@KingJames shares his thoughts on his identical dunk with Kobe Bryant. pic.twitter.com/KfB97eWX3q— Los Angeles Lakers (@Lakers) February 9, 2020 LeBron James rifjaði líka upp gamla körfuboltamynd í viðtölum eftir næsta leik á eftir þegar myndbandið var farið á flug á netmiðlum. „Hefur þú séð myndina „The 6th Man,“ spurði LeBron James og bætti við: „Kobe kom niður, fór inn í líkamann minn og gaf mér þessa troðslu í hraðaupphlaupinu,“ sagði LeBron James. Körfuboltamyndin „The 6th Man“ eða „Sjötti maðurinn“ er frá árinu 1997 og var með þá Marlon Wayans og Kadeem Hardison í aðalhlutverkum. Persóna Hardison, Antoine Tyler, deyr eftir að hafa fengið hjartaáfall í leik en snýr aftur til jarðar til þess að hjálpa bróður hans, Kenny Tyler, leikinn af Wayans og liði þeirra. NBA Mest lesið Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Enski boltinn Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Körfubolti Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Stórt tap á Ítalíu Körfubolti Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Ramsdale mættur til Newcastle Enski boltinn Fleiri fréttir Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Sjá meira
Sama íþróttahöll, sama lið, sama karfa. Nítján ár á milli. Troðsla LeBron James í leik með Los Angeles Lakers á móti Houston Rockets á dögunum varð enn merkilegri þegar glöggir menn fundu gamla troðslu með Kobe Bryant. Kobe Bryant lést í þyrluslysi fyrir rúmum tveimur vikum síðan og síðan hefur bandaríska þjóðin og allur íþróttaheimurinn syrgt og heiðrað minningu þessa magnaða körfuboltamanns. LeBron James hefur sjálfur gert það margoft síðan, bæði í orðum og verki, en í þessum leik á móti Houston Rockets gerði hann það á mjög táknrænan hátt. Troðsla Kobe Bryant var frá leik Los Angeles Lakers í Staples Center 18. nóvember 2001 en liðið mætti þá Sacramento Kings. Í báðum troðslum vann Los Angeles Lakers liðið boltann og í báðum tilfellum fengu þeir Kobe Bryant og LeBron James beina leið upp að körfunni. Troðsla James var nákvæmlega eins og sú hjá Kobe eins og sjá má hér fyrir neðan. Same arena. Same basket. Same dunk. 19 years apart. pic.twitter.com/fj7HRmqv3c— Los Angeles Lakers (@Lakers) February 8, 2020 LeBron James sagðist þó ekki hafa farið inn í leikinn á móti Houston Rockets með það markmið að leika þessa troðslu eftir en viðurkenndi þó að hann hafi séð þessa Kobe Bryant troðslu mjög oft á sínum tuttugu ára ferli í NBA. „Ég tók ekki ákvörðun um hvað ég ætlaði að gera fyrr en í stökk upp. Ég stökk upp og þá skaut niður í huga minn hversu klikkað væri að gera alveg eins troðslu og Kobe,“ sagði LeBron James. „Okkar frábæra samfélagsmiðla lið setti þetta saman og ég hugsaði: Þetta er virkilega, virkilega gott hjá þeim,“ sagði James. Það hafa fleiri en 25 milljónir manna horft á myndbandið á Twitter-reikningi Los Angeles Lakers og það er því óhætt að segja að þetta samanburðarmyndband hafi slegið í gegn. “Kobe is in all of us right now.”@KingJames shares his thoughts on his identical dunk with Kobe Bryant. pic.twitter.com/KfB97eWX3q— Los Angeles Lakers (@Lakers) February 9, 2020 LeBron James rifjaði líka upp gamla körfuboltamynd í viðtölum eftir næsta leik á eftir þegar myndbandið var farið á flug á netmiðlum. „Hefur þú séð myndina „The 6th Man,“ spurði LeBron James og bætti við: „Kobe kom niður, fór inn í líkamann minn og gaf mér þessa troðslu í hraðaupphlaupinu,“ sagði LeBron James. Körfuboltamyndin „The 6th Man“ eða „Sjötti maðurinn“ er frá árinu 1997 og var með þá Marlon Wayans og Kadeem Hardison í aðalhlutverkum. Persóna Hardison, Antoine Tyler, deyr eftir að hafa fengið hjartaáfall í leik en snýr aftur til jarðar til þess að hjálpa bróður hans, Kenny Tyler, leikinn af Wayans og liði þeirra.
NBA Mest lesið Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Enski boltinn Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Körfubolti Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Stórt tap á Ítalíu Körfubolti Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Ramsdale mættur til Newcastle Enski boltinn Fleiri fréttir Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Sjá meira