Þeir Ingimundur Ingimundarson og Ægir Hrafn Jónsson fóru á kostum er Fram gerði sér lítið fyrir og vann Íslandsmeistara FH á útivelli, 28-23, í fyrstu umferð N1-deildar karla í gær.
Ingimundur sneri aftur í íslenska boltann í gær eftir nokkurra ára dvöl í atvinnumennsku og Ægir Hrafn kom til liðsins frá Gróttu fyrir tímabilið.
Sigurður Eggertsson kom einnig til Fram frá Gróttu í sumar og hann var markahæstur þeirra bláklæddu í gær með átta mörk.
Valgarður Gíslason, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, var á vellinum og tók þessar myndir.

