Erlent

Hillary Clinton: Til hamingju með daginn Íslendingar - myndband

Hillary Clinton óskar Íslendingum til hamingju
Hillary Clinton óskar Íslendingum til hamingju
Hillary Clinton, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, óskar Íslendingum til hamingju með Þjóðhátíðardaginn á vef utanríkisráðuneytsins. „Til hamingju með Þjóðhátíðardaginn Ísland," segir hún.

Þar segir hún að á meðan Íslendingar fagna hátíðarhöldum um allt land myndu Bandaríkjamenn heiðra sögu okkar. Hún segir þjóðirnar tvær tengjast sterkum böndum. „Við erum bundin sterkum efnahagslegum-, menningarlegum- og fjölskyldutenglsum. Bandaríkin eru stolt af því að hafa verið fyrsta landið sem viðurkenndi Lýðveldið Ísland þann 17. júní 1944." Hún segist þakka fyrir það hversu gestrisnir Íslendingar hafa verið í gegnum árin, til dæmis hafi margir af sögulegum leiðtogafundum og alþjóðlegum ráðstefnum verið haldnar hér á landi.

Hún segir að þrátt fyrir efnahagsþrengingarnar geta Íslendingar verið vissir um vináttu og stuðning Bandaríkjanna og bandarísku þjóðarinnar.

Hægt er að sjá myndbandið á vef Utanríkisráðuneytisins hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×