Hvernig má fást við áhyggjur af kórónaveirunni? Sóley Dröfn Davíðsdóttir og Hulda Jónsdóttir Tölgyes skrifar 5. mars 2020 12:00 Kórónaveiran COVID-19 hefur notið mikillar athygli fjölmiðla að undanförnu og vel um það fjallað hvernig varast beri smit. Minna hefur þó verið um það rætt hvernig fást megi við áhyggjurnar og kvíðann sem umfjölluninni getur fylgt. Því hafa hér að neðan verið tekin saman nokkur ráð til að bæta úr þessu. Fylgdu leiðbeiningum Landslæknis í hvívetna, og láttu það duga í bili. Óhóflegar öryggisráðstafanir eins og að loka sig af svo mánuðum skiptir, forðast alfarið samskipti við fólk eða sótthreinsa hendur endalaust geta ýtt undir kvíðann. Ef þú hagar þér eins og stórfelld hætta sé á ferðinni mun heilinn ræsa kvíðaviðbragðið í það óendalega. Kvíðaviðbragðið er í sjálfu sér ekki hættulegt en óþægilegt. Þá getur einangrun ýtt undir þunglyndi. Haltu þínu striki; gerðu það sem þér þykir ánægjulegt, mikilvægt og þarft; hugaðu áfram að hreyfingu, næringu, svefni og félagslífi. Hugsaðu með þér að þú sért að gera það sem þú getur og að áhyggjur af málefninu séu ekki til bóta. Taktu eftir því þegar áhyggjur láta á sér kræla og dreifðu huganum. Gott er að taka sér eitthvað krefjandi fyrir hendur eða sinna áhugamáli þar sem þú gleymir þér, til dæmis að ráða krossgátur, fara í tölvuleiki, sinna handavinnu, eiga skemmtileg samtöl, afla þér þekkingar um áhugavert málefni (annað en COVID-19). Minntu þig á að óvissunni sem lífinu fylgir verður seint eytt, og það væri ekkert betra að vita alltaf hvernig allt fer. Þá kæmi heldur ekkert á óvart og væri heldur óspennandi líf! Þú þolir líklega óvissu á öðrum sviðum, ferðast áhyggjulaus á milli staða þótt eitt og annað geti komið upp á þar líka. Æfðu þig í að þola við í óvissunni á þessu sviði með því að segja við þig „svo fer sem fer“ þegar áhyggjur láta á sér kræla. Forðastu að lesa þér endalaust til um COVID-19 en fylgstu með fréttum líkt og þú gerir venjulega. Hafðu hugfast að fjölmiðlar eiga það til að fjalla mikið um mögulegar ógnir og hamfarir á kostnað þess sem vel gengur. Heili okkar er líka þannig úr garði gerður að hann leitar uppi mögulegar hættur og það á líka við um fréttir. Minntu þig á að með harkalegum viðbrögðum yfirvalda og fjölmiðla er verið að standa vörð um efnahagslega hagsmuni okkar, ekki síður en heilsufarslega. Ef ofangreind ráð duga ekki til að draga úr óhóflegum kvíða, hvetjum við þig til að leita þér aðstoðar. Vel má ná tökum á vanlíðan vegna þessa málefnis sem og öðrum og er minnt á að unnt er að fá viðtöl sums staðar í gegnum fjarbúnað, ef þú treystir þér ekki til að fara út úr húsi. Höfundar eru sálfræðingar við Kvíðameðferðarstöðina. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Hulda Jónsdóttir Tölgyes Sóley Dröfn Davíðsdóttir Mest lesið Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Sjá meira
Kórónaveiran COVID-19 hefur notið mikillar athygli fjölmiðla að undanförnu og vel um það fjallað hvernig varast beri smit. Minna hefur þó verið um það rætt hvernig fást megi við áhyggjurnar og kvíðann sem umfjölluninni getur fylgt. Því hafa hér að neðan verið tekin saman nokkur ráð til að bæta úr þessu. Fylgdu leiðbeiningum Landslæknis í hvívetna, og láttu það duga í bili. Óhóflegar öryggisráðstafanir eins og að loka sig af svo mánuðum skiptir, forðast alfarið samskipti við fólk eða sótthreinsa hendur endalaust geta ýtt undir kvíðann. Ef þú hagar þér eins og stórfelld hætta sé á ferðinni mun heilinn ræsa kvíðaviðbragðið í það óendalega. Kvíðaviðbragðið er í sjálfu sér ekki hættulegt en óþægilegt. Þá getur einangrun ýtt undir þunglyndi. Haltu þínu striki; gerðu það sem þér þykir ánægjulegt, mikilvægt og þarft; hugaðu áfram að hreyfingu, næringu, svefni og félagslífi. Hugsaðu með þér að þú sért að gera það sem þú getur og að áhyggjur af málefninu séu ekki til bóta. Taktu eftir því þegar áhyggjur láta á sér kræla og dreifðu huganum. Gott er að taka sér eitthvað krefjandi fyrir hendur eða sinna áhugamáli þar sem þú gleymir þér, til dæmis að ráða krossgátur, fara í tölvuleiki, sinna handavinnu, eiga skemmtileg samtöl, afla þér þekkingar um áhugavert málefni (annað en COVID-19). Minntu þig á að óvissunni sem lífinu fylgir verður seint eytt, og það væri ekkert betra að vita alltaf hvernig allt fer. Þá kæmi heldur ekkert á óvart og væri heldur óspennandi líf! Þú þolir líklega óvissu á öðrum sviðum, ferðast áhyggjulaus á milli staða þótt eitt og annað geti komið upp á þar líka. Æfðu þig í að þola við í óvissunni á þessu sviði með því að segja við þig „svo fer sem fer“ þegar áhyggjur láta á sér kræla. Forðastu að lesa þér endalaust til um COVID-19 en fylgstu með fréttum líkt og þú gerir venjulega. Hafðu hugfast að fjölmiðlar eiga það til að fjalla mikið um mögulegar ógnir og hamfarir á kostnað þess sem vel gengur. Heili okkar er líka þannig úr garði gerður að hann leitar uppi mögulegar hættur og það á líka við um fréttir. Minntu þig á að með harkalegum viðbrögðum yfirvalda og fjölmiðla er verið að standa vörð um efnahagslega hagsmuni okkar, ekki síður en heilsufarslega. Ef ofangreind ráð duga ekki til að draga úr óhóflegum kvíða, hvetjum við þig til að leita þér aðstoðar. Vel má ná tökum á vanlíðan vegna þessa málefnis sem og öðrum og er minnt á að unnt er að fá viðtöl sums staðar í gegnum fjarbúnað, ef þú treystir þér ekki til að fara út úr húsi. Höfundar eru sálfræðingar við Kvíðameðferðarstöðina.
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun