Smitvarin stefnumót og fjárfestafundir í sýndarveruleika Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar 11. maí 2020 16:00 Sá stórkostlegi tækniháskóli sem nú sér til þess að heimsbyggðin falli ekki í dróma er þeim kostum gæddur að vera sérstaklega hannaður til þess að koma í veg fyrir útbreiðslu smitsjúkdóma og í honum má hefja nám hvenær sem er. Hér að sjálfsögðu veri að vísa í hið alltumlykjandi og sísnjalla internet. Inngönguskilyrði í tækniháskólainternetsins eru jákvætt hugarfar og viljinn til að læra en stundum er erfitt að koma sér í þann gír. Undanfarin ár hefur það þótt eftirsóknarvert að fara erlendis nokkrum sinnum á ári til þess að fara á ráðstefnur. Það er mat margra að þetta sé talsverð tímasóun, mikið peningaplokk, sérstaklega fyrir fyrirtækin sem þurfa að borga brúsann og kannski ekki eins alltaf eins lærdómsríkt og menn vilja vera af að láta þegar hafaríið er búið og það þarf að réttlæta allan kostnaðinn. Nú er ég búin að fara á tvær fjarráðstefnur í hugbúnaðinum Hopin sem býður upp á marga skemmtilega möguleika. Það er alls ekki erfitt að læra á það. Ég myndi segja að ef þú getur fundið út úr því að senda tölvupóst og getur kúldrast um Facebook með sæmilega skammlausum hætti ættirðu að geta fundið út úr þessu. Þar geta fyrirtæki verið með bása til að kynna vörur sínar og þjónustu, stutta fundi bæði skipulagða og fyrirvaralausa, þar er aðal sviðið þar sem er bein útsending og opið spjallsvæði til að eiga samskipti við aðra ráðstefnugesti og frummælendur. Síðasti eiginleiki þessa forrits sem vert er að nefna er svo nokkurskonar stefnumótasvæði fyrir blind þriggja mínútna stefnumót við fólk hvaðan æfa að úr heiminum. Þetta eru kannski ekki rómantískustu stefnumót sem ég hef farið á en algjörlega laust við smithættu, gríðarlega skilvirk og mjög góð til þess að kynnast nýjum viðskiptavinum, samstarfsaðilum eða fjárfestum. Fyrir nokkrum dögum fór líka á mjög áhugaverða ráðstefnu í sýndarveruleika þar sem ég bjó til minn eiginn avatar og flutti kynningu fyrir fjárfestum. Þetta var tæknilega séð örlítið flóknara en Hopin en þó þannig að ef þú hefur hugrekki til þess að smella þér inn í sýndarveruleika er þetta álíka flókið og að senda bögglapóst til útlanda nema þú þarft ekki að fara á pósthúsið. Þú gerir þetta allt í sýndarveruleikanum. Á ráðstefnunni sáttu svo allir einnig heima hjá sér með sín sýndarveruleikagleraugu í sinni eigin sóttkví og fylgdust með því hvernig nýsköpunarfyrirtæki um allan heim ætla að nota sýndarveruleika, hugvit og tækni til þess að halda áfram að búa til verðmæti með nýsköpun sinni. Þessi kraftur sést líka ágætlega í tölum Facebook frá fyrsta ársfjórðungi 2020 þar sem tekjur fyrirtækisins sem ekki koma frá auglýsingum jukust um 80% milli ára og er aukningin fyrst og fremst vegna sölu á sýndarveruleikalausnum Oculus. Mikil aukning á sölu sýndarveruleikabúnaðar kemur vitaskuld til vegna þess að fólk er fast heima hjá sér en í sýndarveruleikanum getur þú spilað ótrúlega tölvuleiki, ferðast heimshorna á milli á svipstundu án þess að færast spönn frá rassi en líka verðast innávið í hugleiðslu með dásamlegum hughrifum sem sitja eftir þegar þú tekur sýndarveruleikagleraugun niður. Tíminn er núna og það er ekki eftir neinu að bíða. Opinn huga, hugrekki og viljastyrk er hægt að þjálfa eins og aðra góða eiginleika með hugleiðslu. Við þurfum ekki að hræðast nýjar leiðir og tæknilausnir eða láta það sitja á hakanum að bæta við okkur þekkingu og færni þó heimurinn hamist eins og hann gerir núna. Við höfum öll tækifærin í höndunum og eina sem þarf er vilji til þess að takast á við nýjar á við nýjar áskoranir. Höfundur er framkvæmdastjóri Flow. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristín Hrefna Halldórsdóttir Upplýsingatækni Mest lesið Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir Skoðun Listin að vera ósammála Huld Hafliðadóttir Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson Skoðun Skoðun Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með góðri menntun eru börn líklegri til að ná árangri Sigurður Sigurjónsson skrifar Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. skrifar Skoðun Komum í veg fyrir að áföll erfist á milli kynslóða Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Listin að vera ósammála Huld Hafliðadóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun „Refsipólitísk áhrif“ Alma Mjöll Ólafsdóttir skrifar Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Ný og góð veröld í Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Krónupíning foreldra er engin lausn Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Köld kveðja á kvennaári Stefanía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland fyrst Kjartan Magnússon skrifar Skoðun Gagnaver í leit að orku Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Varði Ísland ólíkt sumum öðrum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Sá stórkostlegi tækniháskóli sem nú sér til þess að heimsbyggðin falli ekki í dróma er þeim kostum gæddur að vera sérstaklega hannaður til þess að koma í veg fyrir útbreiðslu smitsjúkdóma og í honum má hefja nám hvenær sem er. Hér að sjálfsögðu veri að vísa í hið alltumlykjandi og sísnjalla internet. Inngönguskilyrði í tækniháskólainternetsins eru jákvætt hugarfar og viljinn til að læra en stundum er erfitt að koma sér í þann gír. Undanfarin ár hefur það þótt eftirsóknarvert að fara erlendis nokkrum sinnum á ári til þess að fara á ráðstefnur. Það er mat margra að þetta sé talsverð tímasóun, mikið peningaplokk, sérstaklega fyrir fyrirtækin sem þurfa að borga brúsann og kannski ekki eins alltaf eins lærdómsríkt og menn vilja vera af að láta þegar hafaríið er búið og það þarf að réttlæta allan kostnaðinn. Nú er ég búin að fara á tvær fjarráðstefnur í hugbúnaðinum Hopin sem býður upp á marga skemmtilega möguleika. Það er alls ekki erfitt að læra á það. Ég myndi segja að ef þú getur fundið út úr því að senda tölvupóst og getur kúldrast um Facebook með sæmilega skammlausum hætti ættirðu að geta fundið út úr þessu. Þar geta fyrirtæki verið með bása til að kynna vörur sínar og þjónustu, stutta fundi bæði skipulagða og fyrirvaralausa, þar er aðal sviðið þar sem er bein útsending og opið spjallsvæði til að eiga samskipti við aðra ráðstefnugesti og frummælendur. Síðasti eiginleiki þessa forrits sem vert er að nefna er svo nokkurskonar stefnumótasvæði fyrir blind þriggja mínútna stefnumót við fólk hvaðan æfa að úr heiminum. Þetta eru kannski ekki rómantískustu stefnumót sem ég hef farið á en algjörlega laust við smithættu, gríðarlega skilvirk og mjög góð til þess að kynnast nýjum viðskiptavinum, samstarfsaðilum eða fjárfestum. Fyrir nokkrum dögum fór líka á mjög áhugaverða ráðstefnu í sýndarveruleika þar sem ég bjó til minn eiginn avatar og flutti kynningu fyrir fjárfestum. Þetta var tæknilega séð örlítið flóknara en Hopin en þó þannig að ef þú hefur hugrekki til þess að smella þér inn í sýndarveruleika er þetta álíka flókið og að senda bögglapóst til útlanda nema þú þarft ekki að fara á pósthúsið. Þú gerir þetta allt í sýndarveruleikanum. Á ráðstefnunni sáttu svo allir einnig heima hjá sér með sín sýndarveruleikagleraugu í sinni eigin sóttkví og fylgdust með því hvernig nýsköpunarfyrirtæki um allan heim ætla að nota sýndarveruleika, hugvit og tækni til þess að halda áfram að búa til verðmæti með nýsköpun sinni. Þessi kraftur sést líka ágætlega í tölum Facebook frá fyrsta ársfjórðungi 2020 þar sem tekjur fyrirtækisins sem ekki koma frá auglýsingum jukust um 80% milli ára og er aukningin fyrst og fremst vegna sölu á sýndarveruleikalausnum Oculus. Mikil aukning á sölu sýndarveruleikabúnaðar kemur vitaskuld til vegna þess að fólk er fast heima hjá sér en í sýndarveruleikanum getur þú spilað ótrúlega tölvuleiki, ferðast heimshorna á milli á svipstundu án þess að færast spönn frá rassi en líka verðast innávið í hugleiðslu með dásamlegum hughrifum sem sitja eftir þegar þú tekur sýndarveruleikagleraugun niður. Tíminn er núna og það er ekki eftir neinu að bíða. Opinn huga, hugrekki og viljastyrk er hægt að þjálfa eins og aðra góða eiginleika með hugleiðslu. Við þurfum ekki að hræðast nýjar leiðir og tæknilausnir eða láta það sitja á hakanum að bæta við okkur þekkingu og færni þó heimurinn hamist eins og hann gerir núna. Við höfum öll tækifærin í höndunum og eina sem þarf er vilji til þess að takast á við nýjar á við nýjar áskoranir. Höfundur er framkvæmdastjóri Flow.
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar
Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar