Enski boltinn

Útilokað að halda HM 2022 í Katar að vetri til

Stefán Árni Pálsson skrifar
Völlur í Katar
Völlur í Katar mYnd / getty images
Richard Scudamore, hæstráðandi í ensku úrvalsdeildinni, vill meina að það sé alveg útilokað halda heimsmeistaramótið í knattspyrnu árið 2022 að vetri til en mótið fer fram í Katar.

Hitinn er gríðarlegur í Katar á sumrin og verður erfitt fyrir leikmenn að leika við þær aðstæður.

„Þeir hafa nú þegar ákveðið sig að halda mótið um sumar, það er erfitt að breyta því núna,“ sagði Scudamore við Sky Sports.

„Ef aðstæður verða ómögulegar á meðan mótið á að fara fram verður FIFA að grípa til aðgerða, ekki við í ensku deildinni. Þeir verða þá einfaldlega að færa mótið á annan stað, það er ekki hægt að ætlast til þess að við breytum fyrirkomulagi deildarkeppninnar.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×