Par með fatlað barn fast í íbúð á 7. hæð Hanna Ólafsdóttir skrifar 19. apríl 2013 07:00 Hjónin hafa leitað til Kópavogsbæjar ásamt því að reyna að finna íbúð á almennum leigumarkaði sem hentar þeirra þörfum, en án árangurs.Fréttablaðið/Valli „Við erum komin í hálfgerða pattstöðu. Við fáum ekki húsnæði og sjáum ekki fram á að finna neitt í náinni framtíð,“ segir Magnús Tindri Sigurðsson, tveggja barna faðir sem leitar að húsnæði sem hentar sérstökum aðstæðum fjölskyldunnar. Eldri sonur Magnúsar, þriggja ára drengur að nafni Xavier, er alveg hreyfihamlaður eftir að hafa verið nærri dáinn vöggudauða fjögurra mánaða gamall. Fjölskyldan býr nú í íbúð á sjöundu hæð í Engihjalla en eftir að yngra barnið kom í heiminn eru þau algjörlega háð því að vera tvö saman þegar fara skal með börnin út úr húsi. „Það er ekki hægt að koma þeim niður af sjöundu hæð einsamall án þess að skilja annan þeirra eftir þar sem mikill búnaður fylgir Xavi. Þetta var allt í lagi á meðan ég var í fæðingarorlofi en nú styttist í að ég byrja að vinna og við erum orðin mjög áhyggjufull.“ Magnús segist hafa sótt um húsnæði á vegum Kópavogsbæjar í fyrra þegar þau vissu að von var á öðru barni og einnig leitað að húsnæði á hinum almenna markaði. Þau hafi fengið þau svör frá bænum að þau væri efst á biðlista en lítið hafi þokast áfram og þau sjái ekki fram á að finna íbúð áður en hann hættir í fæðingarorlofi. Magnús segir ekki koma til greina að þau skilji annað barnið eftirlitslaust eftir, sérstaklega eftir að hafa næstum misst barn úr vöggudauða. „Það kemur ekki til greina að skilja annað barnið eitt eftir uppi á sjöundu hæð, sérstaklega ekki eftir okkar reynslu. Það tók ekki nema örfáar mínútur fyrir Xavi að snúa sér yfir á magann í vöggunni. Konan mín kom að honum nánast dánum og það er í raun ótrúlegt að hann hafi lifað þetta af.“ Magnús segir fjölskylduna ekki vera í aðstöðu til að kaupa sér húsnæði en mikil útgjöld hafa fylgt veikindum Xaviers. Til að mynda keypti fjölskyldan nýverið níu manna bíl til koma öllum búnaði fatlaða drengsins fyrir. Þrátt fyrir að búa í Kópavogi segir Magnús fjölskylduna vera opna fyrir að búa hvar sem er á höfuðborgarsvæðinu. „Við gerum ekki miklar kröfur, bara að hún sé fjögurra herbergja og á jarðhæð. Þannig að hægt sé að rúlla öðrum drengnum út og hinum strax á eftir.“ Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Fleiri fréttir Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Sjá meira
„Við erum komin í hálfgerða pattstöðu. Við fáum ekki húsnæði og sjáum ekki fram á að finna neitt í náinni framtíð,“ segir Magnús Tindri Sigurðsson, tveggja barna faðir sem leitar að húsnæði sem hentar sérstökum aðstæðum fjölskyldunnar. Eldri sonur Magnúsar, þriggja ára drengur að nafni Xavier, er alveg hreyfihamlaður eftir að hafa verið nærri dáinn vöggudauða fjögurra mánaða gamall. Fjölskyldan býr nú í íbúð á sjöundu hæð í Engihjalla en eftir að yngra barnið kom í heiminn eru þau algjörlega háð því að vera tvö saman þegar fara skal með börnin út úr húsi. „Það er ekki hægt að koma þeim niður af sjöundu hæð einsamall án þess að skilja annan þeirra eftir þar sem mikill búnaður fylgir Xavi. Þetta var allt í lagi á meðan ég var í fæðingarorlofi en nú styttist í að ég byrja að vinna og við erum orðin mjög áhyggjufull.“ Magnús segist hafa sótt um húsnæði á vegum Kópavogsbæjar í fyrra þegar þau vissu að von var á öðru barni og einnig leitað að húsnæði á hinum almenna markaði. Þau hafi fengið þau svör frá bænum að þau væri efst á biðlista en lítið hafi þokast áfram og þau sjái ekki fram á að finna íbúð áður en hann hættir í fæðingarorlofi. Magnús segir ekki koma til greina að þau skilji annað barnið eftirlitslaust eftir, sérstaklega eftir að hafa næstum misst barn úr vöggudauða. „Það kemur ekki til greina að skilja annað barnið eitt eftir uppi á sjöundu hæð, sérstaklega ekki eftir okkar reynslu. Það tók ekki nema örfáar mínútur fyrir Xavi að snúa sér yfir á magann í vöggunni. Konan mín kom að honum nánast dánum og það er í raun ótrúlegt að hann hafi lifað þetta af.“ Magnús segir fjölskylduna ekki vera í aðstöðu til að kaupa sér húsnæði en mikil útgjöld hafa fylgt veikindum Xaviers. Til að mynda keypti fjölskyldan nýverið níu manna bíl til koma öllum búnaði fatlaða drengsins fyrir. Þrátt fyrir að búa í Kópavogi segir Magnús fjölskylduna vera opna fyrir að búa hvar sem er á höfuðborgarsvæðinu. „Við gerum ekki miklar kröfur, bara að hún sé fjögurra herbergja og á jarðhæð. Þannig að hægt sé að rúlla öðrum drengnum út og hinum strax á eftir.“
Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Fleiri fréttir Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Sjá meira