Helsjúkur hæringur 13. desember 2008 06:00 Sýkingin sem komin er upp í íslenska sumargotssíldarstofninum eru alvarleg tíðindi. Þau verstu sem dunið hafa á þjóðinni þegar sjávarútvegur er annars vegar, síðan hin „snjalla" ríkisstjórn Íhalds og Samfylkingar ákvað að fara í þriðjungs skerðingu á þorskveiðum sumarið 2007. Það er dæmigert að ríkisstjórnin bregst við eins og hún er vön þegar vandi steðjar að. Með lamandi aðgerðaleysi og ákvarðanafælni. Skipulega var fylgst með tíðni sníkjudýrsins sem hrjáir síldina nú á árunum 1991 - 2000. Eftir það var því hætt. Sennilega vegna fjárskorts. Hinn ábyrgðarlausi Sjálfstæðisflokkur sem hefur borið ábyrgð á sjávarútvegsráðuneytinu og þar með Hafró, hefur aldrei tímt að setja nægt fé í hafrannsóknir. Sjálfstæðismennirnir sem hafa verið ráðherrar sjávarútvegsmála frá árinu 2000 eru dýralæknirinn Árni Mathiesen og Einar K. Guðfinnsson. Það er athyglivert að það var á vakt sjálfs dýralæknisins að Hafró hætti að fylgjast með tíðni sníkjudýrasmitsins í síldinni. Tíðni sýkingar var lág á þessum árum, eða að meðaltali ein af hverjum þúsund síldum í íslenska sumargotsstofninum. Hún var miklu hærri í norsk-íslensku síldinni, eða allt að 14 prósent árið 1998. Tveimur árum síðar var hætt að fylgjast með þessu þó vitað væri úr fjölda fræðirita að sníkjudýrið er mjög hættulegt verði það að faraldri. Nú er ljóst að faraldur er hafinn. Á helstu veiðisvæðum íslensku sumargotssíldarinnar er sýkingarhlutfallið allt að 30 til 40 prósent síldarinnar. Við Vestmannaeyjar og Reykjanes er hlutfallið allt að 60 til 70 prósent. Til viðbótar þessu þá hefur orðið vart við Ichthyophonus í ýsu í Faxaflóa. Ástandið er skuggalegt. Við getum ekki lengur veitt síldina til manneldis. Hún verður að fara í bræðslu til framleiðslu á fiskimjöli og lýsi, ef við ætlum að vinna úr henni verðmæti. Fyrir það fæst miklu minna fé en ef síldin hefði verið flökuð og fryst. Við þetta bætast svo fréttir af því að sníkjudýrasmit hafi fundist í ýsu í Faxaflóa. Það gerir málið enn verra. Hvaða áhrif getur svona sníkjudýrasmit haft á markaðsmál og sölu á ýsu erlendis? Lítið hefur verið aðhafst nema helst að senda út rannsóknaskip til að skoða málið. Niðurstöður þaðan liggja fyrir í þeim mæli að taka ber afstöðu. Eina rökrétta ákvörðunin er að stórauka síldveiðarnar. Það á að moka síldinni upp NÚNA og setja hana í bræðslu. Ekki síst af þeim svæðum þar sem tíðni smitsins er hæst. Þannig má bjarga verðmætum áður en síldin drepst og hverfur. Þannig yrðu teknir úr umferð fiskar sem gætu borið smit áfram innan síldarinnar. Einnig í aðra fiskistofna svo sem ýsu og flatfiska og þannig valdið ófyrirsjáanlegu tjóni. Hrygningarstofn síldarinnar er talinn vera um 650.000 tonn. Heildarkvótinn er 150.000 tonn. Sjávarútvegsráðherra á strax að auka aflaheimildir um 250.000 tonn hið minnsta. Þannig yrði stofninn grisjaður og líkur auknar á því að faraldurinn fjari út. Hátt verð fæst fyrir fiskimjöl og lýsi nú um stundir. Þjóðarbúið vantar sárlega gjaldeyri. Að hika er að tapa. Höfundur er fiskifræðingur og varaformaður Frjálslynda flokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson Skoðun Skoðun Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Sjá meira
Sýkingin sem komin er upp í íslenska sumargotssíldarstofninum eru alvarleg tíðindi. Þau verstu sem dunið hafa á þjóðinni þegar sjávarútvegur er annars vegar, síðan hin „snjalla" ríkisstjórn Íhalds og Samfylkingar ákvað að fara í þriðjungs skerðingu á þorskveiðum sumarið 2007. Það er dæmigert að ríkisstjórnin bregst við eins og hún er vön þegar vandi steðjar að. Með lamandi aðgerðaleysi og ákvarðanafælni. Skipulega var fylgst með tíðni sníkjudýrsins sem hrjáir síldina nú á árunum 1991 - 2000. Eftir það var því hætt. Sennilega vegna fjárskorts. Hinn ábyrgðarlausi Sjálfstæðisflokkur sem hefur borið ábyrgð á sjávarútvegsráðuneytinu og þar með Hafró, hefur aldrei tímt að setja nægt fé í hafrannsóknir. Sjálfstæðismennirnir sem hafa verið ráðherrar sjávarútvegsmála frá árinu 2000 eru dýralæknirinn Árni Mathiesen og Einar K. Guðfinnsson. Það er athyglivert að það var á vakt sjálfs dýralæknisins að Hafró hætti að fylgjast með tíðni sníkjudýrasmitsins í síldinni. Tíðni sýkingar var lág á þessum árum, eða að meðaltali ein af hverjum þúsund síldum í íslenska sumargotsstofninum. Hún var miklu hærri í norsk-íslensku síldinni, eða allt að 14 prósent árið 1998. Tveimur árum síðar var hætt að fylgjast með þessu þó vitað væri úr fjölda fræðirita að sníkjudýrið er mjög hættulegt verði það að faraldri. Nú er ljóst að faraldur er hafinn. Á helstu veiðisvæðum íslensku sumargotssíldarinnar er sýkingarhlutfallið allt að 30 til 40 prósent síldarinnar. Við Vestmannaeyjar og Reykjanes er hlutfallið allt að 60 til 70 prósent. Til viðbótar þessu þá hefur orðið vart við Ichthyophonus í ýsu í Faxaflóa. Ástandið er skuggalegt. Við getum ekki lengur veitt síldina til manneldis. Hún verður að fara í bræðslu til framleiðslu á fiskimjöli og lýsi, ef við ætlum að vinna úr henni verðmæti. Fyrir það fæst miklu minna fé en ef síldin hefði verið flökuð og fryst. Við þetta bætast svo fréttir af því að sníkjudýrasmit hafi fundist í ýsu í Faxaflóa. Það gerir málið enn verra. Hvaða áhrif getur svona sníkjudýrasmit haft á markaðsmál og sölu á ýsu erlendis? Lítið hefur verið aðhafst nema helst að senda út rannsóknaskip til að skoða málið. Niðurstöður þaðan liggja fyrir í þeim mæli að taka ber afstöðu. Eina rökrétta ákvörðunin er að stórauka síldveiðarnar. Það á að moka síldinni upp NÚNA og setja hana í bræðslu. Ekki síst af þeim svæðum þar sem tíðni smitsins er hæst. Þannig má bjarga verðmætum áður en síldin drepst og hverfur. Þannig yrðu teknir úr umferð fiskar sem gætu borið smit áfram innan síldarinnar. Einnig í aðra fiskistofna svo sem ýsu og flatfiska og þannig valdið ófyrirsjáanlegu tjóni. Hrygningarstofn síldarinnar er talinn vera um 650.000 tonn. Heildarkvótinn er 150.000 tonn. Sjávarútvegsráðherra á strax að auka aflaheimildir um 250.000 tonn hið minnsta. Þannig yrði stofninn grisjaður og líkur auknar á því að faraldurinn fjari út. Hátt verð fæst fyrir fiskimjöl og lýsi nú um stundir. Þjóðarbúið vantar sárlega gjaldeyri. Að hika er að tapa. Höfundur er fiskifræðingur og varaformaður Frjálslynda flokksins.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun