Gerir Ólafía atlögu að fyrsta risatitlinum? Kristinn Páll Teitsson skrifar 31. maí 2018 07:30 Ólafía Þórunn Kristinsdóttir er mætt til Alabama. vísir/Getty Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, atvinnukylfingur úr GR, hefur leik í dag á Opna bandaríska meistaramótinu í golfi en hún hefur þá tekið þátt í öllum fimm risamótunum í golfi. Er þetta annað árið í röð sem við Íslendingar eigum kylfing á þessu risamóti en Valdís Þóra Jónsdóttir, GL, var meðal þátttakenda í fyrra en missti af niðurskurðinum. Þetta er í fimmta sinn sem Ólafía leikur á risamóti í golfi en besti árangur hennar er 48. sæti á Evian-meistaramótinu í Frakklandi. Leikið er á Shoal Creek vellinum í Alabama en það er mikil bleyta á vellinum. Í samtali við Golfsambandið sagði Ólafía að blautur og kaldur vetur hefði reynst vellinum erfiður, eitthvað sem íslenskir kylfingar ættu að kannast við. „Við gátum ekki klárað æfingarhringinn á mánudaginn vegna úrkomu og þrumuveðurs, það má ekki vera úti á vellinum í slíkum aðstæðum,“ sagði Ólafía við Golfsambandið. „Það lítur út fyrir að það verði blautt í þessari viku en það munu allir leika við þessar aðstæður og ég get ekki leyft þessu að hafa áhrif á mig. Ég ætla ekki að eyða orku í að hafa áhyggjur af hlutum sem ég get ekki breytt.“ Ólafía segist spennt að spreyta sig á þessu risamóti en verðlaunaféð hljóðar upp á fimm milljónir dollara eða um hálfan milljarð króna. „Lykilatriðið er að stjórna væntingunum til þess að njóta upplifunarinnar, ég fer út á völl án þess að hugsa of mikið um hlutina og seta um leið of mikla pressu á sjálfa mig.“ Golf Mest lesið Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Frakkland - Ísland | Hita upp gegn Evrópumeisturunum Handbolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Man. United - Brighton | Tækifæri til að lýsa upp myrkrið í Manchester Enski boltinn Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Fleiri fréttir Kylfingur tók áhættuna og upplifði versta golfdag lífsins McIlroy miður sín yfir ummælum áhorfenda um dóttur hans Efnilegur kylfingur meðal þeirra sem létust í brunanum í Sviss Vilja fá fimmtugan Tiger á gamlingjatúrinn Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Hættur aðeins þrítugur Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Sjá meira
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, atvinnukylfingur úr GR, hefur leik í dag á Opna bandaríska meistaramótinu í golfi en hún hefur þá tekið þátt í öllum fimm risamótunum í golfi. Er þetta annað árið í röð sem við Íslendingar eigum kylfing á þessu risamóti en Valdís Þóra Jónsdóttir, GL, var meðal þátttakenda í fyrra en missti af niðurskurðinum. Þetta er í fimmta sinn sem Ólafía leikur á risamóti í golfi en besti árangur hennar er 48. sæti á Evian-meistaramótinu í Frakklandi. Leikið er á Shoal Creek vellinum í Alabama en það er mikil bleyta á vellinum. Í samtali við Golfsambandið sagði Ólafía að blautur og kaldur vetur hefði reynst vellinum erfiður, eitthvað sem íslenskir kylfingar ættu að kannast við. „Við gátum ekki klárað æfingarhringinn á mánudaginn vegna úrkomu og þrumuveðurs, það má ekki vera úti á vellinum í slíkum aðstæðum,“ sagði Ólafía við Golfsambandið. „Það lítur út fyrir að það verði blautt í þessari viku en það munu allir leika við þessar aðstæður og ég get ekki leyft þessu að hafa áhrif á mig. Ég ætla ekki að eyða orku í að hafa áhyggjur af hlutum sem ég get ekki breytt.“ Ólafía segist spennt að spreyta sig á þessu risamóti en verðlaunaféð hljóðar upp á fimm milljónir dollara eða um hálfan milljarð króna. „Lykilatriðið er að stjórna væntingunum til þess að njóta upplifunarinnar, ég fer út á völl án þess að hugsa of mikið um hlutina og seta um leið of mikla pressu á sjálfa mig.“
Golf Mest lesið Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Frakkland - Ísland | Hita upp gegn Evrópumeisturunum Handbolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Man. United - Brighton | Tækifæri til að lýsa upp myrkrið í Manchester Enski boltinn Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Fleiri fréttir Kylfingur tók áhættuna og upplifði versta golfdag lífsins McIlroy miður sín yfir ummælum áhorfenda um dóttur hans Efnilegur kylfingur meðal þeirra sem létust í brunanum í Sviss Vilja fá fimmtugan Tiger á gamlingjatúrinn Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Hættur aðeins þrítugur Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Sjá meira