Opið bréf til Skóla- og frístundasviðs Halldóra Björk Þórarinsdóttir skrifar 26. janúar 2017 07:00 Nú hefur dagforeldrum fækkað verulega á liðnum misserum, úr ca. 212 í um 150 hjá Reykjavíkurborg. Ástæðuna má rekja að sumu leyti til þess að fæðingum hefur fækkað á síðastliðnum árum sem og að stefnuleysi hefur verið ríkjandi hjá borgaryfirvöldum varðandi vistun ungra barna á leikskóla. Hafa börn fengið pláss allt niður í 12 til 14 mánaða aldur þegar önnur hafa þurft að bíða til 2ja ára og rúmlega það. Barnið, félag dagforeldra í Reykjavík, hefur miklar áhyggjur af þessari þróun mála, og hefur ítrekað reynt að koma þessu á framfæri við Skóla- og frístundasvið við daufar undirtektir. Má þá sérstaklega nefna dæmi þess að tilkynning hafi verið send foreldrum barna hjá dagforeldrum og einnig dagforeldrum sjálfum sl. haust, um að um áramótin væri komið að innritun barna, sem fædd væru í mars/apríl árið 2015, á leikskóla. Fannst öllum, sem að þessum málum koma, loks gott framtak hjá borginni að gefa svona góðan fyrirvara því uppsagnarfrestur á plássum hjá dagforeldrum er einn mánuður eins og á flestöllum leikskólum. En þrátt fyrir að borgin hafi gefið út þessa yfirlýsingu stóðst hún ekki, öllum til mikils ama. Foreldrar ekki sáttir við að börn þeirra komist ekki inn á leikskóla og dagforeldrar búnir að lofa plássum þeirra barna sem hefðu átt að fá plássúthlutun hjá leikskóla.Reiðir foreldrar Hvað eigum við dagforeldrar að gera í svona aðstæðum? Er það ekki að hlusta, taka mark á borginni og vinna eftir þeirra orðum, sem við flest öll gerðum, og hvað kom út úr því? Við sitjum uppi með reiða foreldra sem ekki komast að hjá okkur þrátt fyrir fengin loforð um pláss vegna orða Skóla- og frístundasviðs. Hafa margir dagforeldrar séð sig knúna til að segja upp elstu börnunum í vistun hjá sér sem með réttu ættu að vera komnir inn á leikskóla til að rýma fyrir yngri börnum. En þá hafa þeir foreldrar verið að vonum mjög ósáttir. Er þetta ásættanlegt fyrir foreldra sem og dagforeldra? Margir segja að dagforeldrar eigi ekki að lofa plássum sem ekki eru formlega laus, en við sem sjálfstætt starfandi stétt verðum líka að hugsa um okkar hag. Eigum við ekki að geta tekið Skóla- og frístundasvið trúanlegt þegar það sendir frá sér yfirlýsingar? Einnig er það erfitt fyrir okkar starfsumhverfi að borgin getur kippt börnum inn á leikskólana allan ársins hring. Væri ekki betra fyrir alla aðila, þ.e. borgina, foreldra, leikskólastjóra sem og dagforeldra, að börn væru bara tekin inn 2svar á ári, t.d að hausti og um áramót. Þá myndi það varla vefjast fyrir neinum hvenær barnið þeirra væri líklegast til að komast inn á leikskóla. Ef það kæmist ekki inn að hausti myndi það eflaust komast inn um áramót. Þessi vinnustefna er ekki að hjálpa neinum í sínu atvinnuumhverfi. Með þessari stefnu borgaryfirvalda verður stór hópur dagforeldra atvinnulaus yfir sumarmánuðina þegar börnum er kippt frá þeim inn á leikskóla áður en sumarfrí hefjast. Svo má nefna að niðurgreiðslur höfðu ekki hækkað sl. tvö ár þegar hækkun kom um síðustu áramót upp á tæpar 1.200 kr. á hvert barn. Niðurgreiðslur vegna dagvistar barna eru mun lægri í Reykjavík en hjá nágrannasveitarfélögum. Er það áskorun frá okkur í Barninu, félagi dagforeldra í Reykjavík, að borgin komi til móts við foreldra um hækkanir á niðurgreiðslum svo að ekki sé svona mikill munur á mánaðargjaldi foreldra eftir því hvort börnin eru hjá dagforeldrum eða á leikskólum. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Víð Sýn Páll Ásgrímsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað er mikilvægara en frelsið til að velja eigin lífslok? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Sjá meira
Nú hefur dagforeldrum fækkað verulega á liðnum misserum, úr ca. 212 í um 150 hjá Reykjavíkurborg. Ástæðuna má rekja að sumu leyti til þess að fæðingum hefur fækkað á síðastliðnum árum sem og að stefnuleysi hefur verið ríkjandi hjá borgaryfirvöldum varðandi vistun ungra barna á leikskóla. Hafa börn fengið pláss allt niður í 12 til 14 mánaða aldur þegar önnur hafa þurft að bíða til 2ja ára og rúmlega það. Barnið, félag dagforeldra í Reykjavík, hefur miklar áhyggjur af þessari þróun mála, og hefur ítrekað reynt að koma þessu á framfæri við Skóla- og frístundasvið við daufar undirtektir. Má þá sérstaklega nefna dæmi þess að tilkynning hafi verið send foreldrum barna hjá dagforeldrum og einnig dagforeldrum sjálfum sl. haust, um að um áramótin væri komið að innritun barna, sem fædd væru í mars/apríl árið 2015, á leikskóla. Fannst öllum, sem að þessum málum koma, loks gott framtak hjá borginni að gefa svona góðan fyrirvara því uppsagnarfrestur á plássum hjá dagforeldrum er einn mánuður eins og á flestöllum leikskólum. En þrátt fyrir að borgin hafi gefið út þessa yfirlýsingu stóðst hún ekki, öllum til mikils ama. Foreldrar ekki sáttir við að börn þeirra komist ekki inn á leikskóla og dagforeldrar búnir að lofa plássum þeirra barna sem hefðu átt að fá plássúthlutun hjá leikskóla.Reiðir foreldrar Hvað eigum við dagforeldrar að gera í svona aðstæðum? Er það ekki að hlusta, taka mark á borginni og vinna eftir þeirra orðum, sem við flest öll gerðum, og hvað kom út úr því? Við sitjum uppi með reiða foreldra sem ekki komast að hjá okkur þrátt fyrir fengin loforð um pláss vegna orða Skóla- og frístundasviðs. Hafa margir dagforeldrar séð sig knúna til að segja upp elstu börnunum í vistun hjá sér sem með réttu ættu að vera komnir inn á leikskóla til að rýma fyrir yngri börnum. En þá hafa þeir foreldrar verið að vonum mjög ósáttir. Er þetta ásættanlegt fyrir foreldra sem og dagforeldra? Margir segja að dagforeldrar eigi ekki að lofa plássum sem ekki eru formlega laus, en við sem sjálfstætt starfandi stétt verðum líka að hugsa um okkar hag. Eigum við ekki að geta tekið Skóla- og frístundasvið trúanlegt þegar það sendir frá sér yfirlýsingar? Einnig er það erfitt fyrir okkar starfsumhverfi að borgin getur kippt börnum inn á leikskólana allan ársins hring. Væri ekki betra fyrir alla aðila, þ.e. borgina, foreldra, leikskólastjóra sem og dagforeldra, að börn væru bara tekin inn 2svar á ári, t.d að hausti og um áramót. Þá myndi það varla vefjast fyrir neinum hvenær barnið þeirra væri líklegast til að komast inn á leikskóla. Ef það kæmist ekki inn að hausti myndi það eflaust komast inn um áramót. Þessi vinnustefna er ekki að hjálpa neinum í sínu atvinnuumhverfi. Með þessari stefnu borgaryfirvalda verður stór hópur dagforeldra atvinnulaus yfir sumarmánuðina þegar börnum er kippt frá þeim inn á leikskóla áður en sumarfrí hefjast. Svo má nefna að niðurgreiðslur höfðu ekki hækkað sl. tvö ár þegar hækkun kom um síðustu áramót upp á tæpar 1.200 kr. á hvert barn. Niðurgreiðslur vegna dagvistar barna eru mun lægri í Reykjavík en hjá nágrannasveitarfélögum. Er það áskorun frá okkur í Barninu, félagi dagforeldra í Reykjavík, að borgin komi til móts við foreldra um hækkanir á niðurgreiðslum svo að ekki sé svona mikill munur á mánaðargjaldi foreldra eftir því hvort börnin eru hjá dagforeldrum eða á leikskólum. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar