Vara við ofhitnun á húsnæðismarkaði Hörður Ægisson skrifar 1. febrúar 2017 09:00 Ekkert lát verður á miklum verðhækkunum á húsnæðismarkaði á næstu árum samkvæmt nýrri spá greiningardeildar Arion banka en hún gerir ráð fyrir 14 prósenta hækkun íbúðaverðs á þessu ári, 9,7 prósent 2018 og 7,5 prósent árið 2019. Það er því útlit fyrir að íbúðamarkaðurinn hitni enn meira gangi spá bankans eftir en nú þegar glittir í gul ljós á sumum svæðum, meðal annars miðsvæðis í Reykjavík, þar sem verð hefur hækkað sérlega mikið að undanförnu. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu greiningardeildar Arion banka um íbúðamarkaðinn sem var kynnt á fundi bankans í gær. Í niðurstöðum skýrslunnar segir að miðað við spána séu líkur á því að húsnæðisverð hækki talsvert umfram flestar undirliggjandi hagstærðir á borð við kaupmátt og ráðstöfunartekjur. „Til lengri tíma er því ástæða til að vara við ofhitnun á markaðnum.“ Húsnæðisverð hefur hækkað sífellt hraðar síðustu mánuði og nam árshækkunin á höfuðborgarsvæðinu í desember 15%. Í skýrslunni er bent á að önnur svæði hafi tekið við sér og þannig hefur húsnæðisverð utan höfuðborgarsvæðisins hækkað um 20 prósent síðustu tólf mánuði. Sú hækkun er að mestu leyti drifin áfram af mikilli hækkun húsnæðisverðs í nágrannasveitarfélögum höfuðborgarsvæðisins. Hagstætt efnahagsástand, fólksfjölgun, kaupmáttaraukning og gott aðgengi að fjármögnun eru á meðal helstu ástæðna þess að húsnæðisverð hefur hækkað mikið upp á síðkastið – og mun líklega gera áfram. Verðhækkunin skýrist einnig af því að of lítið hefur verið byggt síðustu ár og áætlanir hafa ekki staðist. Í skýrslu greiningardeildarinnar segir að byggja þurfi að lágmarki 8 þúsund íbúðir á næstu þremur árum til að halda í við fólksfjölgun og er þá ekki tekið fyllilega tillit til uppsafnaðrar þarfar. Samkvæmt spá bankans er ólíklegt að sá fjöldi náist. Fréttin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál. Mest lesið Daði Már kennir olíufélögunum um Viðskipti innlent Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Miklar hækkanir í lágvöruverðsverslunum í byrjun árs Neytendur Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Viðskipti innlent Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Viðskipti innlent Ísland eins og stefnumótasíða í sjávarútvegi Atvinnulíf Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Sjá meira
Ekkert lát verður á miklum verðhækkunum á húsnæðismarkaði á næstu árum samkvæmt nýrri spá greiningardeildar Arion banka en hún gerir ráð fyrir 14 prósenta hækkun íbúðaverðs á þessu ári, 9,7 prósent 2018 og 7,5 prósent árið 2019. Það er því útlit fyrir að íbúðamarkaðurinn hitni enn meira gangi spá bankans eftir en nú þegar glittir í gul ljós á sumum svæðum, meðal annars miðsvæðis í Reykjavík, þar sem verð hefur hækkað sérlega mikið að undanförnu. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu greiningardeildar Arion banka um íbúðamarkaðinn sem var kynnt á fundi bankans í gær. Í niðurstöðum skýrslunnar segir að miðað við spána séu líkur á því að húsnæðisverð hækki talsvert umfram flestar undirliggjandi hagstærðir á borð við kaupmátt og ráðstöfunartekjur. „Til lengri tíma er því ástæða til að vara við ofhitnun á markaðnum.“ Húsnæðisverð hefur hækkað sífellt hraðar síðustu mánuði og nam árshækkunin á höfuðborgarsvæðinu í desember 15%. Í skýrslunni er bent á að önnur svæði hafi tekið við sér og þannig hefur húsnæðisverð utan höfuðborgarsvæðisins hækkað um 20 prósent síðustu tólf mánuði. Sú hækkun er að mestu leyti drifin áfram af mikilli hækkun húsnæðisverðs í nágrannasveitarfélögum höfuðborgarsvæðisins. Hagstætt efnahagsástand, fólksfjölgun, kaupmáttaraukning og gott aðgengi að fjármögnun eru á meðal helstu ástæðna þess að húsnæðisverð hefur hækkað mikið upp á síðkastið – og mun líklega gera áfram. Verðhækkunin skýrist einnig af því að of lítið hefur verið byggt síðustu ár og áætlanir hafa ekki staðist. Í skýrslu greiningardeildarinnar segir að byggja þurfi að lágmarki 8 þúsund íbúðir á næstu þremur árum til að halda í við fólksfjölgun og er þá ekki tekið fyllilega tillit til uppsafnaðrar þarfar. Samkvæmt spá bankans er ólíklegt að sá fjöldi náist. Fréttin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál.
Mest lesið Daði Már kennir olíufélögunum um Viðskipti innlent Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Miklar hækkanir í lágvöruverðsverslunum í byrjun árs Neytendur Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Viðskipti innlent Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Viðskipti innlent Ísland eins og stefnumótasíða í sjávarútvegi Atvinnulíf Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Sjá meira