Strákarnir okkar Gunnar Páll Leifsson skrifar 20. desember 2013 06:00 Nei, ég er ekki að tala um karlalandslið okkar í handbolta- eða fótbolta. Ég er að tala um strákana okkar sem eru í grunnskólum landsins. Og stelpurnar. Mikið hefur verið fjallað um útkomu PISA-könnunarinnar frá 2012 í fjölmiðlum. Sérstaklega eru miklar áhyggjur af strákunum okkar og lesskilningi þeirra. Frammistaða þeirra á lestrarprófinu var mun lakari en stelpnanna og veldur það mörgum áhyggjum. Enda viljum við börnunum okkar það besta og þegar við lesum svona greinar er ekki annað hægt en að hafa áhyggjur, er ekki svo? Að mínu mati hefur þessi umræða farið fram með fullmiklu offorsi. Víða er verið að ræða um breytingar á skólakerfinu eða námsefni, ábyrgð foreldra o.fl. Það er gott og blessað, en tel að það sé ástæða til að staldra aðeins við. Tölfræði getur verið mjög gagnleg en það þarf að fara varlega með hana, og túlka hana t.d. með hliðsjón af því sem er að gerast í kringum okkur. Erum við svona sérstök hvað þennan kynjamun varðar? Hefur fólk skoðað frammistöðu barnanna í löndunum í kringum okkur og víðar? Ég get ekki sagt að niðurstöðurnar hafi komið mér á óvart en mig grunar að hún gæti komið sumum á óvart. Skoðum aðeins samanburðinn við önnur lönd í kringum okkur.Ekki bundið við Ísland Í PISA-könnuninni árið 2000 skoruðu strákar 40 stigum minna en stelpur í lestrarprófinu (488 á móti 528). ÖLL hin löndin í OECD-ríkjunum sem tóku þátt í rannsókninni þá sýndu fram á marktækan og sambærilegan mun og fannst hér á landi. Meðaltal munar í frammistöðu þeirra landa (27 talsins) var 32 stig, stúlkum í hag. Sama gilti um hin 12 löndin sem tóku þátt í könnuninni þá en eru ekki OECD-ríki. Þessi munur er enn til staðar 12 árum seinna, í öllum OECD-ríkjunum 34, sem og hinum ríkjunum sem tóku þátt árið 2012 (31 talsins). Nú er munurinn að vísu meiri, bæði á Íslandi (51 stig) sem og annars staðar í OECD-löndunum (meðaltal 38 stig). Hvað það er sem veldur þessum mun milli mælinga er vandséð, en ljóst er að bæði þessi kynjamunur og að það sé enn meiri kynjamunur nú en árið 2000 er ekki bundið við Ísland. Stelpur hafa verið betri í lestri en strákar síðan PISA-mælingar hófust, og líklega talsvert lengur en það. Munurinn finnst í öllum hinum löndunum í könnunni og líklega í öllum heiminum. Það segir mér að þessi munur sé ekki tilkominn vegna menningarmunar eða kennslufræðilegra eiginleika. Líklegra þykir mér að það sé vegna kynjamunar í taugaþroska heilans. En það er önnur saga. Mér finnst við þurfa hafa þetta í huga áður en við förum að halda að strákarnir okkar séu svo mikið frábrugðnari strákum í öðrum ríkjum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson Skoðun Skoðun Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Sjá meira
Nei, ég er ekki að tala um karlalandslið okkar í handbolta- eða fótbolta. Ég er að tala um strákana okkar sem eru í grunnskólum landsins. Og stelpurnar. Mikið hefur verið fjallað um útkomu PISA-könnunarinnar frá 2012 í fjölmiðlum. Sérstaklega eru miklar áhyggjur af strákunum okkar og lesskilningi þeirra. Frammistaða þeirra á lestrarprófinu var mun lakari en stelpnanna og veldur það mörgum áhyggjum. Enda viljum við börnunum okkar það besta og þegar við lesum svona greinar er ekki annað hægt en að hafa áhyggjur, er ekki svo? Að mínu mati hefur þessi umræða farið fram með fullmiklu offorsi. Víða er verið að ræða um breytingar á skólakerfinu eða námsefni, ábyrgð foreldra o.fl. Það er gott og blessað, en tel að það sé ástæða til að staldra aðeins við. Tölfræði getur verið mjög gagnleg en það þarf að fara varlega með hana, og túlka hana t.d. með hliðsjón af því sem er að gerast í kringum okkur. Erum við svona sérstök hvað þennan kynjamun varðar? Hefur fólk skoðað frammistöðu barnanna í löndunum í kringum okkur og víðar? Ég get ekki sagt að niðurstöðurnar hafi komið mér á óvart en mig grunar að hún gæti komið sumum á óvart. Skoðum aðeins samanburðinn við önnur lönd í kringum okkur.Ekki bundið við Ísland Í PISA-könnuninni árið 2000 skoruðu strákar 40 stigum minna en stelpur í lestrarprófinu (488 á móti 528). ÖLL hin löndin í OECD-ríkjunum sem tóku þátt í rannsókninni þá sýndu fram á marktækan og sambærilegan mun og fannst hér á landi. Meðaltal munar í frammistöðu þeirra landa (27 talsins) var 32 stig, stúlkum í hag. Sama gilti um hin 12 löndin sem tóku þátt í könnuninni þá en eru ekki OECD-ríki. Þessi munur er enn til staðar 12 árum seinna, í öllum OECD-ríkjunum 34, sem og hinum ríkjunum sem tóku þátt árið 2012 (31 talsins). Nú er munurinn að vísu meiri, bæði á Íslandi (51 stig) sem og annars staðar í OECD-löndunum (meðaltal 38 stig). Hvað það er sem veldur þessum mun milli mælinga er vandséð, en ljóst er að bæði þessi kynjamunur og að það sé enn meiri kynjamunur nú en árið 2000 er ekki bundið við Ísland. Stelpur hafa verið betri í lestri en strákar síðan PISA-mælingar hófust, og líklega talsvert lengur en það. Munurinn finnst í öllum hinum löndunum í könnunni og líklega í öllum heiminum. Það segir mér að þessi munur sé ekki tilkominn vegna menningarmunar eða kennslufræðilegra eiginleika. Líklegra þykir mér að það sé vegna kynjamunar í taugaþroska heilans. En það er önnur saga. Mér finnst við þurfa hafa þetta í huga áður en við förum að halda að strákarnir okkar séu svo mikið frábrugðnari strákum í öðrum ríkjum.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar