Þróunarsamvinna Íslendinga Ólafur Karvel Pálsson skrifar 20. desember 2013 06:00 Þann 21. mars 2013 samþykkti Alþingi Íslendinga, með öllum atkvæðum nema einu, ályktun um alþjóðlega þróunarsamvinnu Íslands 2013-2016. Í upphafsorðum þessarar ályktunar segir m.a.: „Markmið Íslendinga með alþjóðlegri þróunarsamvinnu sé að leggja íslensk lóð á vogarskálar baráttunnar gegn fátækt og fyrir bættum lífskjörum í fátækustu hlutum heims. Með virkri þátttöku á þessu sviði leitist Ísland við að uppfylla pólitískar og siðferðislegar skyldur sínar sem ábyrg þjóð í samfélagi þjóðanna. Alþjóðleg þróunarsamvinna sé ein af meginstoðum íslenskrar utanríkisstefnu. Slegið er föstu að barátta gegn fátækt, félagslegu ranglæti, misskiptingu lífsgæða og hungri í heiminum sé áfram þungamiðja í stefnu Íslands á sviði alþjóðlegrar þróunarsamvinnu. Jafnframt verði lögð rík áhersla á mannréttindi, jafnrétti kynjanna, réttindi barna, frið og öryggi. Íslensk þróunarsamvinna endurspegli þannig þau gildi sem íslenskt samfélag stendur fyrir, virðingu fyrir lýðræði og mannréttindum, fjölbreytni mannlífs, umburðarlyndi, réttlæti og samstöðu. Í ljósi þessa verði lögð áhersla á.” Í aðdraganda jólahátíðar samþykkti Alþingi mikinn niðurskurð fjárveitinga til þróunarsamvinnu 2014. Í stað þeirra 4.332. milljóna króna sem ályktun Alþingis frá því í mars 2013 gerði ráð fyrir, samþykkti meirihluti þingmanna að framlag til þróunarsamvinnu verði 3.544 milljónir króna, sem er lækkun um 788 milljónir. Þar af verði framlag til Þróunarsamvinnustofnunar ekki 1.982 milljónir króna, eins og fyrirhugað var, heldur 1.593 milljónir króna, sem er lækkun um 389 milljónir.Mikið fé Þetta er mikið fé, sérstaklega í Afríku þar sem unnt er að framkvæma mun meira fyrir tiltekna upphæð en í vestrænum ríkjum. Þessi niðurskurður mun því leiða til þess að margvísleg verkefni í heilsugæslu og til menntunar ungmenna eða til drykkjarvatnsöflunar og jarðhitaverkefna, ná ekki fram að ganga, þrátt fyrir loforð íslenskra stjórnvalda í þessum efnum. Hvernig má það vera að jafn auðug þjóð og Íslendingar, með landsframleiðslu upp á 42 þúsund USD á mann, telur óhjákvæmilegt að skera svo harkalega niður stuðning sinn við þjóð eins og Malaví, sem er með landsframleiðslu upp á um 400 USD á mann, eða um 1% af landsframleiðslu Íslendinga? Hefur orðið annað hrun? Hafa orðið stórkostlegar náttúruhamfarir, t.d. gos í Kötlu, sem lagt hafa landið í auðn? Nei, slíku er víst ekki til að dreifa. Hvað með alþingismenn, sem áttu lokaákvörðunina í þessu máli? Hafa þeir alveg gleymt einróma samþykkt Alþingis frá síðasta vetri? Eða hafa nýkjörnir alþingismenn að stórum hluta allt aðra sýn í málefnum þróunarsamvinnu en forverar þeirra á þingi? Fróðlegt væri að heyra meira frá þeim sjálfum um þetta mál. Ef þessi afgreiðsla Alþingis á málefnum þróunarsamvinnu er til marks um það sem koma skal, þá virðast ekki efni til að vænta mikils af nýkjörnum alþingismönnum í málum eins og „baráttu gegn fátækt, félagslegu ranglæti, misskiptingu lífsgæða og hungri í heiminum.” Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Skoðun Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Sjá meira
Þann 21. mars 2013 samþykkti Alþingi Íslendinga, með öllum atkvæðum nema einu, ályktun um alþjóðlega þróunarsamvinnu Íslands 2013-2016. Í upphafsorðum þessarar ályktunar segir m.a.: „Markmið Íslendinga með alþjóðlegri þróunarsamvinnu sé að leggja íslensk lóð á vogarskálar baráttunnar gegn fátækt og fyrir bættum lífskjörum í fátækustu hlutum heims. Með virkri þátttöku á þessu sviði leitist Ísland við að uppfylla pólitískar og siðferðislegar skyldur sínar sem ábyrg þjóð í samfélagi þjóðanna. Alþjóðleg þróunarsamvinna sé ein af meginstoðum íslenskrar utanríkisstefnu. Slegið er föstu að barátta gegn fátækt, félagslegu ranglæti, misskiptingu lífsgæða og hungri í heiminum sé áfram þungamiðja í stefnu Íslands á sviði alþjóðlegrar þróunarsamvinnu. Jafnframt verði lögð rík áhersla á mannréttindi, jafnrétti kynjanna, réttindi barna, frið og öryggi. Íslensk þróunarsamvinna endurspegli þannig þau gildi sem íslenskt samfélag stendur fyrir, virðingu fyrir lýðræði og mannréttindum, fjölbreytni mannlífs, umburðarlyndi, réttlæti og samstöðu. Í ljósi þessa verði lögð áhersla á.” Í aðdraganda jólahátíðar samþykkti Alþingi mikinn niðurskurð fjárveitinga til þróunarsamvinnu 2014. Í stað þeirra 4.332. milljóna króna sem ályktun Alþingis frá því í mars 2013 gerði ráð fyrir, samþykkti meirihluti þingmanna að framlag til þróunarsamvinnu verði 3.544 milljónir króna, sem er lækkun um 788 milljónir. Þar af verði framlag til Þróunarsamvinnustofnunar ekki 1.982 milljónir króna, eins og fyrirhugað var, heldur 1.593 milljónir króna, sem er lækkun um 389 milljónir.Mikið fé Þetta er mikið fé, sérstaklega í Afríku þar sem unnt er að framkvæma mun meira fyrir tiltekna upphæð en í vestrænum ríkjum. Þessi niðurskurður mun því leiða til þess að margvísleg verkefni í heilsugæslu og til menntunar ungmenna eða til drykkjarvatnsöflunar og jarðhitaverkefna, ná ekki fram að ganga, þrátt fyrir loforð íslenskra stjórnvalda í þessum efnum. Hvernig má það vera að jafn auðug þjóð og Íslendingar, með landsframleiðslu upp á 42 þúsund USD á mann, telur óhjákvæmilegt að skera svo harkalega niður stuðning sinn við þjóð eins og Malaví, sem er með landsframleiðslu upp á um 400 USD á mann, eða um 1% af landsframleiðslu Íslendinga? Hefur orðið annað hrun? Hafa orðið stórkostlegar náttúruhamfarir, t.d. gos í Kötlu, sem lagt hafa landið í auðn? Nei, slíku er víst ekki til að dreifa. Hvað með alþingismenn, sem áttu lokaákvörðunina í þessu máli? Hafa þeir alveg gleymt einróma samþykkt Alþingis frá síðasta vetri? Eða hafa nýkjörnir alþingismenn að stórum hluta allt aðra sýn í málefnum þróunarsamvinnu en forverar þeirra á þingi? Fróðlegt væri að heyra meira frá þeim sjálfum um þetta mál. Ef þessi afgreiðsla Alþingis á málefnum þróunarsamvinnu er til marks um það sem koma skal, þá virðast ekki efni til að vænta mikils af nýkjörnum alþingismönnum í málum eins og „baráttu gegn fátækt, félagslegu ranglæti, misskiptingu lífsgæða og hungri í heiminum.”
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar