Ekki lengur ríkisfangslaus: "Við erum frjáls ferða okkar" Hrund Þórsdóttir skrifar 20. desember 2013 20:00 Haustið 2008 komu átta konur úr Al Waleed flóttamannabúðunum í Írak til Íslands með börn sín og settust að á Akranesi. Ayda Abdallah er ein þeirra. „Ég er mjög glöð að vera á Íslandi. Börnin mín geta farið í skóla að læra og það er ekki stríð hérna,“ segir hún. Með henni komu tvö börn, Ahmad og Aseel, en elstu dóttur hennar, sem þá var 17 ára gömul, var ekki hleypt til Íslands þar sem hún var gift. Hún missti fyrsta barn sitt, enda heilbrigðisþjónusta ekki upp á marga fiska í flóttamannabúðunum, en síðar fékk hún hæli í Bandaríkjunum og býr þar ásamt eiginmanni og tveimur börnum. Fjölskyldan hér hefur ekki hitt hana í öll þessi ár og hefur aldrei séð börnin hennar tvö, því ekki er hægt að ferðast til Bandaríkjanna með flóttamannavegabréf. Nú í vikunni fengu 19 flóttamenn íslenskt ríkisfang, en Ayda var ekki í þeim hópi og þar með ekki Aseel heldur. Ástæðan var að Ayda féll á íslenskuprófi, en það var vegna veikinda sem hún glímir við. Með breytingartillögu allsherjar- og menntamálanefndar í gær var Aydu ásamt fjórum öðrum konum bætt á listann svo ríkisfang og vegabréf eru í höfn. „Við fögnuðum mikið, ég og mamma. Nú getum við séð systur mína; við höfum ekki séð hana í fimm ár og höfum bara talað saman í gegnum tölvu,“ segir Aseel og Ayda tekur undir. „Við getum loksins farið að heimsækja dóttur mína í Bandaríkjunum. Við erum frjáls ferða okkar og getum farið að hitta ættingja og aðra sem við höfum ekki getað hitt hingað til.“ Fjölskyldan er þó ekki búin að skipuleggja ferð til Bandaríkjanna. „Ekki ennþá, við erum bara að bíða eftir vegabréfi. Þau sem gefa út vegabréf eru í jólafríi svo við bíðum bara og sjáum hvað gerist,“ segir Ahmad. Þrátt fyrir aðeins nokkurra ára veru á Íslandi gengum þeim systkinum vel í skóla og á sunnudaginn útskrifast Ahmad úr Fjölbrautarskóla Vesturlands. Og ertu búinn að skipuleggja framhaldið? „Já, ég ætla kannski að vinna á næstu önn en er ekki búinn að fá vinnu. Ég er að leita. Ég stefni svo á háskólanám í haust en er ekki alveg búinn að ákveða hvað ég ætla að læra,“ segir hann. Þeim finnst Ísland kalt en kunna vel við sig hér. „Ísland er frábrugðið Írak. Það er ekki eins mikið fólk og ekki verið að sprengja hérna eins og þar,“ segir Aseel. „Nú getum við börnin mín verið hérna. Við höfum ekki haft ríkisborgararétt en nú getum við sagt við fólk að við séum Íslendingar,“ segir Ayda að lokum. Mest lesið „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Innlent Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast Innlent Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent Gular viðvaranir taka gildi Veður Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Innlent Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent Fleiri fréttir Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Söfnun fyrir Kjartan gengur vel Komu auga á strandaða ferðamenn við Heklu Hvetja fólk til að plokka flugeldarusl á nýársdag Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Víðir hefur nú loks tíma fyrir Lunch United Samfélagsmiðlabann án fræðslu stoðar lítið Samfélagsmiðlabann nýtur mikils stuðnings og flugeldasalan í fullum gangi Hægt að gefa hundum róandi og lyf til að gleyma um áramót Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna 70 prósent landsmanna hlynnt banni Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Tvö handtekin fyrir þjófnað og þrír fyrir sölu og dreifingu Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Sjá meira
Haustið 2008 komu átta konur úr Al Waleed flóttamannabúðunum í Írak til Íslands með börn sín og settust að á Akranesi. Ayda Abdallah er ein þeirra. „Ég er mjög glöð að vera á Íslandi. Börnin mín geta farið í skóla að læra og það er ekki stríð hérna,“ segir hún. Með henni komu tvö börn, Ahmad og Aseel, en elstu dóttur hennar, sem þá var 17 ára gömul, var ekki hleypt til Íslands þar sem hún var gift. Hún missti fyrsta barn sitt, enda heilbrigðisþjónusta ekki upp á marga fiska í flóttamannabúðunum, en síðar fékk hún hæli í Bandaríkjunum og býr þar ásamt eiginmanni og tveimur börnum. Fjölskyldan hér hefur ekki hitt hana í öll þessi ár og hefur aldrei séð börnin hennar tvö, því ekki er hægt að ferðast til Bandaríkjanna með flóttamannavegabréf. Nú í vikunni fengu 19 flóttamenn íslenskt ríkisfang, en Ayda var ekki í þeim hópi og þar með ekki Aseel heldur. Ástæðan var að Ayda féll á íslenskuprófi, en það var vegna veikinda sem hún glímir við. Með breytingartillögu allsherjar- og menntamálanefndar í gær var Aydu ásamt fjórum öðrum konum bætt á listann svo ríkisfang og vegabréf eru í höfn. „Við fögnuðum mikið, ég og mamma. Nú getum við séð systur mína; við höfum ekki séð hana í fimm ár og höfum bara talað saman í gegnum tölvu,“ segir Aseel og Ayda tekur undir. „Við getum loksins farið að heimsækja dóttur mína í Bandaríkjunum. Við erum frjáls ferða okkar og getum farið að hitta ættingja og aðra sem við höfum ekki getað hitt hingað til.“ Fjölskyldan er þó ekki búin að skipuleggja ferð til Bandaríkjanna. „Ekki ennþá, við erum bara að bíða eftir vegabréfi. Þau sem gefa út vegabréf eru í jólafríi svo við bíðum bara og sjáum hvað gerist,“ segir Ahmad. Þrátt fyrir aðeins nokkurra ára veru á Íslandi gengum þeim systkinum vel í skóla og á sunnudaginn útskrifast Ahmad úr Fjölbrautarskóla Vesturlands. Og ertu búinn að skipuleggja framhaldið? „Já, ég ætla kannski að vinna á næstu önn en er ekki búinn að fá vinnu. Ég er að leita. Ég stefni svo á háskólanám í haust en er ekki alveg búinn að ákveða hvað ég ætla að læra,“ segir hann. Þeim finnst Ísland kalt en kunna vel við sig hér. „Ísland er frábrugðið Írak. Það er ekki eins mikið fólk og ekki verið að sprengja hérna eins og þar,“ segir Aseel. „Nú getum við börnin mín verið hérna. Við höfum ekki haft ríkisborgararétt en nú getum við sagt við fólk að við séum Íslendingar,“ segir Ayda að lokum.
Mest lesið „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Innlent Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast Innlent Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent Gular viðvaranir taka gildi Veður Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Innlent Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent Fleiri fréttir Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Söfnun fyrir Kjartan gengur vel Komu auga á strandaða ferðamenn við Heklu Hvetja fólk til að plokka flugeldarusl á nýársdag Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Víðir hefur nú loks tíma fyrir Lunch United Samfélagsmiðlabann án fræðslu stoðar lítið Samfélagsmiðlabann nýtur mikils stuðnings og flugeldasalan í fullum gangi Hægt að gefa hundum róandi og lyf til að gleyma um áramót Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna 70 prósent landsmanna hlynnt banni Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Tvö handtekin fyrir þjófnað og þrír fyrir sölu og dreifingu Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Sjá meira
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent