Gagnrýnandi Trump úr röðum repúblikana boðar mótframboð Kjartan Kjartansson skrifar 16. mars 2018 15:49 Þegar Flake tilkynnti að hann sæktist ekki eftir endurkjöri í október sagðist hann ekki vilja vera samsekur Trump. Vísir/AFP Jeff Flake, öldungadeildarþingmaður Repúblikanaflokksins, sem hefur verið gagnrýninn á framferði Donalds Trump Bandaríkjaforseta, segir að flokkssystkini sín verði að stöðva Trump. Hann muni jafnvel bjóða sig fram gegn Trump fyrir forsetakosningarnar árið 2020 ef enginn annar gerir það. Ummælin lét Flake falla á viðburði í New Hampshire-ríki í dag en þar er búist við því að forval repúblikana fyrir forsetakosningarnar árið 2020 hefjist. Hann hefur verið einn örfárra þingmanna repúblikana sem hafa gagnrýnt Trump. Líkti hann forsetanum meðal annars við Jósef Stalín, fyrrverandi leiðtoga Sovétríkjanna sálugu, í þingræðu í janúar. „Ég vona að einhver bjóði sig fram í forvali repúblikana, einhver sem skorar forsetann á hólm. Ég held að repúblikanar vilji láta minna sig á hvað það þýðir að vera hefðbundinn, sómakær repúblikani,“ sagði Flake, að því er segir í frétt AP-fréttastofunnar. Útilokaði hann ekki að bjóða sig fram sjálfur. Flake sagði þó við AP að hann gerði sér grein fyrir að Trump væri líklega of vinsæll hjá grasrót repúblikana til að mótframbjóðandi gæti lagt hann að velli í forvali. Almennt þykir nær ómögulegt að skáka sitjandi forseta í forvali í Bandaríkjunum.Afhroð í þingkosningunum gæti breytt stöðunniÝmislegt gæti þó breyst þangað til forvalið hefst. Ef repúblikanar gjalda afhroð í þingkosningunum í nóvember gætu viðhorf þeirra til forsetans breyst. Aðeins um og undir 40% Bandaríkjamanna hafa lýst ánægju með störf Trump í skoðanakönnunum undanfarna mánuði. Breytist stemmingin innan raða repúblikana ekki með vaxandi óvinsældum Trump útilokar Flake ekki að bjóða sig fram sem óháður frambjóðandi. Þrátt fyrir að Flake hafi í flestum tilfellum greitt atkvæði með Trump í þinginu hefur honum mislíkað framkoma forsetans og glannaskapur. Hann lýsti því yfir í fyrra að hann ætlaði ekki að sækjast eftir endurkjöri í Arizona í þingkosningunum í haust. „Þetta hefur verið flokkurinn minn allt mitt líf. Ég er ekki tilbúinn að sætta mig við að þetta sé varanlegt. Við munum komast í gegnum þetta,“ sagði Flake við repúblikana í New Hampshire. Tengdar fréttir Hættir þar sem hann vill ekki vera samsekur Trump Öldungardeildarþingmaður Repúblikana, Jeff Flake, hyggst ekki sækjast eftir endurkjöri sökum Trump. 24. október 2017 23:50 Líkir árásum Trump á fjölmiðla við Stalín Öldungadeildarþingmaður repúblikana segir að frekar ætti að tortryggja Donald Trump en fjölmiðlana sem hann gagnrýnir. 15. janúar 2018 13:45 Líkti Trump við Stalín Þingmaðurinn Jeff Flake sagði árásir Trump á fjölmiðla vera skömmustulegar. 17. janúar 2018 16:52 Mest lesið Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Innlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Innlent Icelandair aflýsir flugferðum Innlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Fleiri fréttir Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ Sjá meira
Jeff Flake, öldungadeildarþingmaður Repúblikanaflokksins, sem hefur verið gagnrýninn á framferði Donalds Trump Bandaríkjaforseta, segir að flokkssystkini sín verði að stöðva Trump. Hann muni jafnvel bjóða sig fram gegn Trump fyrir forsetakosningarnar árið 2020 ef enginn annar gerir það. Ummælin lét Flake falla á viðburði í New Hampshire-ríki í dag en þar er búist við því að forval repúblikana fyrir forsetakosningarnar árið 2020 hefjist. Hann hefur verið einn örfárra þingmanna repúblikana sem hafa gagnrýnt Trump. Líkti hann forsetanum meðal annars við Jósef Stalín, fyrrverandi leiðtoga Sovétríkjanna sálugu, í þingræðu í janúar. „Ég vona að einhver bjóði sig fram í forvali repúblikana, einhver sem skorar forsetann á hólm. Ég held að repúblikanar vilji láta minna sig á hvað það þýðir að vera hefðbundinn, sómakær repúblikani,“ sagði Flake, að því er segir í frétt AP-fréttastofunnar. Útilokaði hann ekki að bjóða sig fram sjálfur. Flake sagði þó við AP að hann gerði sér grein fyrir að Trump væri líklega of vinsæll hjá grasrót repúblikana til að mótframbjóðandi gæti lagt hann að velli í forvali. Almennt þykir nær ómögulegt að skáka sitjandi forseta í forvali í Bandaríkjunum.Afhroð í þingkosningunum gæti breytt stöðunniÝmislegt gæti þó breyst þangað til forvalið hefst. Ef repúblikanar gjalda afhroð í þingkosningunum í nóvember gætu viðhorf þeirra til forsetans breyst. Aðeins um og undir 40% Bandaríkjamanna hafa lýst ánægju með störf Trump í skoðanakönnunum undanfarna mánuði. Breytist stemmingin innan raða repúblikana ekki með vaxandi óvinsældum Trump útilokar Flake ekki að bjóða sig fram sem óháður frambjóðandi. Þrátt fyrir að Flake hafi í flestum tilfellum greitt atkvæði með Trump í þinginu hefur honum mislíkað framkoma forsetans og glannaskapur. Hann lýsti því yfir í fyrra að hann ætlaði ekki að sækjast eftir endurkjöri í Arizona í þingkosningunum í haust. „Þetta hefur verið flokkurinn minn allt mitt líf. Ég er ekki tilbúinn að sætta mig við að þetta sé varanlegt. Við munum komast í gegnum þetta,“ sagði Flake við repúblikana í New Hampshire.
Tengdar fréttir Hættir þar sem hann vill ekki vera samsekur Trump Öldungardeildarþingmaður Repúblikana, Jeff Flake, hyggst ekki sækjast eftir endurkjöri sökum Trump. 24. október 2017 23:50 Líkir árásum Trump á fjölmiðla við Stalín Öldungadeildarþingmaður repúblikana segir að frekar ætti að tortryggja Donald Trump en fjölmiðlana sem hann gagnrýnir. 15. janúar 2018 13:45 Líkti Trump við Stalín Þingmaðurinn Jeff Flake sagði árásir Trump á fjölmiðla vera skömmustulegar. 17. janúar 2018 16:52 Mest lesið Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Innlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Innlent Icelandair aflýsir flugferðum Innlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Fleiri fréttir Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ Sjá meira
Hættir þar sem hann vill ekki vera samsekur Trump Öldungardeildarþingmaður Repúblikana, Jeff Flake, hyggst ekki sækjast eftir endurkjöri sökum Trump. 24. október 2017 23:50
Líkir árásum Trump á fjölmiðla við Stalín Öldungadeildarþingmaður repúblikana segir að frekar ætti að tortryggja Donald Trump en fjölmiðlana sem hann gagnrýnir. 15. janúar 2018 13:45
Líkti Trump við Stalín Þingmaðurinn Jeff Flake sagði árásir Trump á fjölmiðla vera skömmustulegar. 17. janúar 2018 16:52