Mikilvægi leikskólans á umbrotatímum Sverrir Sverrisson skrifar 8. desember 2008 06:00 Umræðan Leikskólar Það er fátt sem virðist ganga með eðlilegum hætti þessa dagana. Bankar fallnir, fyrirtæki riða til falls og atvinnuleysi og fjöldagjaldþrot blasa við. Hver höndin upp á móti annarri og ásakanir og dylgjur fljúga um allt. Þau verða ófá fórnalömb þessara hamfara sem nú ríða yfir. Ef ekkert verður að gert er allt eins víst að þjóðin verði mörg ár að jafna sig eftir fjármálakreppuna miklu veturinn 2008-09. Ég vil með þessari grein beina sjónum að þeim sem óneitanlega eiga eftir að finna fyrir kreppunni, þótt á annan hátt verði - nefnilega börnin okkar. Því á erfiðum tímum er mikilvægast að huga að þeim sem eru berskjölduðust fyrir áhrifum þessara óvissu tíma. Það er skylda okkar að tryggja að börnin okkar verði ekki fórnarlömb þess darraðardans sem nú ríkir. Á undanförnum árum hafa leikskólarnir í landinu tekið stórtækum breytingum. Þeir hafa þróast úr gæsluvöllum þar sem börnin dvöldu að jafnaði í fjóra tíma á dag, oftast ekki lengur en einn til tvo vetur. Þar var eini fagmenntaði kennarinn oftast forstöðukonan. Nú er hins vegar algengt að börn byrji á leikskóla um átján mánaða gömul og að þau séu þar í nær tíu tíma á dag í allt að fjögur ár. Þetta þýðir í raun að leikskólinn hefur tekið að sér að gæta barnanna okkar lungann úr mikilvægasta mótunartíma ævi þeirra. Þar starfar nú orðið fjöldi velmenntaðra kennara sem kenna börnunum m.a. félagsfærni og samvinnu og efla með því ýmsa þroskaþætti þeirra, s.s. mál-, hreyfi- og félagsþroska, svo eitthvað sé nefnt. Til þess að tryggja gott skólastarf í leikskólanum þurfum við á öllu okkar hæfasta fólki að halda. Það þarf að búa svo vel um hnútana að tryggt sé að sem bestur aðbúnaður sé ávallt fyrir hendi. Að þessu hefur verið unnið ötullega undanfarin ár. Með aukinni menntun leikskólakennara og endurskoðun á lögum um leikskóla hefur mikilvægi leikskólans sem fyrsta skólastigs verið viðurkennt og fest í sessi. Árangri uppbyggingar undanfarinna ára má ekki fórna í augnabliks glundroða og fljótfærni. Nú er lag að styðja vel við leikskólann og huga að mikilvægi hans sem skjóli barna okkar fyrir áhrifum þeirra hremminga sem þjóðin gengur nú í gegnum. Við þurfum á leikskólanum að halda þegar fólk missir vinnuna og áhyggjur af peningamálum hrannast upp. Þá er mikilvægt að fólk finni að það geti átt skjól fyrir börnin sín í leikskólanum. Skjól, þar sem börnin geta komið og dvalið í umhverfi þar sem hugað er að tilfinningalegu öryggi þeirra, skjól þar sem þau fá tækifæri til að vera börn í friði fyrir krepputali hinna fullorðnu, þar sem ríkir friður fyrir börnin til að læra, örugg í umhverfi sínu. Leikskólinn á að vera staður þar sem börnin læra að umgangast félagana af umburðalyndi og virðingu. Leikskólinn á að vera staður þar sem allir eru jafnir óháð uppruna eða efnahag. Það verður aðeins tryggt með hæfum kennurum sem starfa í þeirri fullvissu og stolti að þeirra mikilvæga starf sé metið að verðleikum, ekki aðeins í orði heldur einnig á borði. Aldrei hefur verið mikilvægara en nú að standa saman um laun kennara. Hvar í skólakerfinu sem þeir starfa og tryggja að launin séu með þeim hætti að í kennslustörfin raðist okkar hæfasta fólk. Fólk sem er tilbúið að gera kennslu og umönnun barna að ævistarfi sínu. Höfundur er leikskólakennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Sjá meira
Umræðan Leikskólar Það er fátt sem virðist ganga með eðlilegum hætti þessa dagana. Bankar fallnir, fyrirtæki riða til falls og atvinnuleysi og fjöldagjaldþrot blasa við. Hver höndin upp á móti annarri og ásakanir og dylgjur fljúga um allt. Þau verða ófá fórnalömb þessara hamfara sem nú ríða yfir. Ef ekkert verður að gert er allt eins víst að þjóðin verði mörg ár að jafna sig eftir fjármálakreppuna miklu veturinn 2008-09. Ég vil með þessari grein beina sjónum að þeim sem óneitanlega eiga eftir að finna fyrir kreppunni, þótt á annan hátt verði - nefnilega börnin okkar. Því á erfiðum tímum er mikilvægast að huga að þeim sem eru berskjölduðust fyrir áhrifum þessara óvissu tíma. Það er skylda okkar að tryggja að börnin okkar verði ekki fórnarlömb þess darraðardans sem nú ríkir. Á undanförnum árum hafa leikskólarnir í landinu tekið stórtækum breytingum. Þeir hafa þróast úr gæsluvöllum þar sem börnin dvöldu að jafnaði í fjóra tíma á dag, oftast ekki lengur en einn til tvo vetur. Þar var eini fagmenntaði kennarinn oftast forstöðukonan. Nú er hins vegar algengt að börn byrji á leikskóla um átján mánaða gömul og að þau séu þar í nær tíu tíma á dag í allt að fjögur ár. Þetta þýðir í raun að leikskólinn hefur tekið að sér að gæta barnanna okkar lungann úr mikilvægasta mótunartíma ævi þeirra. Þar starfar nú orðið fjöldi velmenntaðra kennara sem kenna börnunum m.a. félagsfærni og samvinnu og efla með því ýmsa þroskaþætti þeirra, s.s. mál-, hreyfi- og félagsþroska, svo eitthvað sé nefnt. Til þess að tryggja gott skólastarf í leikskólanum þurfum við á öllu okkar hæfasta fólki að halda. Það þarf að búa svo vel um hnútana að tryggt sé að sem bestur aðbúnaður sé ávallt fyrir hendi. Að þessu hefur verið unnið ötullega undanfarin ár. Með aukinni menntun leikskólakennara og endurskoðun á lögum um leikskóla hefur mikilvægi leikskólans sem fyrsta skólastigs verið viðurkennt og fest í sessi. Árangri uppbyggingar undanfarinna ára má ekki fórna í augnabliks glundroða og fljótfærni. Nú er lag að styðja vel við leikskólann og huga að mikilvægi hans sem skjóli barna okkar fyrir áhrifum þeirra hremminga sem þjóðin gengur nú í gegnum. Við þurfum á leikskólanum að halda þegar fólk missir vinnuna og áhyggjur af peningamálum hrannast upp. Þá er mikilvægt að fólk finni að það geti átt skjól fyrir börnin sín í leikskólanum. Skjól, þar sem börnin geta komið og dvalið í umhverfi þar sem hugað er að tilfinningalegu öryggi þeirra, skjól þar sem þau fá tækifæri til að vera börn í friði fyrir krepputali hinna fullorðnu, þar sem ríkir friður fyrir börnin til að læra, örugg í umhverfi sínu. Leikskólinn á að vera staður þar sem börnin læra að umgangast félagana af umburðalyndi og virðingu. Leikskólinn á að vera staður þar sem allir eru jafnir óháð uppruna eða efnahag. Það verður aðeins tryggt með hæfum kennurum sem starfa í þeirri fullvissu og stolti að þeirra mikilvæga starf sé metið að verðleikum, ekki aðeins í orði heldur einnig á borði. Aldrei hefur verið mikilvægara en nú að standa saman um laun kennara. Hvar í skólakerfinu sem þeir starfa og tryggja að launin séu með þeim hætti að í kennslustörfin raðist okkar hæfasta fólk. Fólk sem er tilbúið að gera kennslu og umönnun barna að ævistarfi sínu. Höfundur er leikskólakennari.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun