Mercedes-Benz GLE fær AMG 53 kraftaútgáfu 5. september 2019 07:45 Mercedes-Benz AMG GLE 53. Mercedes-Benz GLE sem leysti af M-Class jeppann hefur verið á markaði síðan árið 2016 og nú fær hann kraftaútgáfu í formi 429 hestafla AMG 53 bíls. Hann verður vopnaður 3,0 lítra bensínvél með tveimur öflugum forþjöppum og 48V mild-hybrid kerfi sem færir bílnum auka 22 hestöfl til skamms tíma. Bíllinn er því snöggur á sprettinum og kemst í 100 km hraða á 5,3 sekúndum. Bíllinn er engu að síður sparneytinn og uppgefin eyðsla í blönduðum akstri er 9,4 lítrar á hverja ekna 100 km. Bíllinn verður á loftpúðafjöðrun og fær risastóra 400 mm bremsudiska til að hemja allan kraftinn.Loftpúðafjöðrun lækkar bílinn GLE AMG 53 bíllinn stendur 15 mm lægra á vegi en hefðbundinn GLE-jeppi þegar hann er stilltur á Sport eða Sport+ akstursstillingu og lækkar sig sjálfur í hvaða stillingu sem er þegar farið er yfir 120 km hraða. Velja má milli sex mismunandi gerða álfelga á bílinn, frá 20 til 22 tommu. Bíllinn er að auki með 60 mm styttra hjólhaf en hefðbundinn GLE til að auka á aksturshæfni hans. Stuðarar bílsins eru öðruvísi en í hinum hefðbundna og með stærra loftinntaki að framan, fjögur púströr eru að aftan, fótstig bílsins eru úr ryðfríu stáli og stöguð AMG-framsæti eru í bílnum. Birtist í Fréttablaðinu Bílar Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Innlent Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Erlent „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Innlent Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Innlent
Mercedes-Benz GLE sem leysti af M-Class jeppann hefur verið á markaði síðan árið 2016 og nú fær hann kraftaútgáfu í formi 429 hestafla AMG 53 bíls. Hann verður vopnaður 3,0 lítra bensínvél með tveimur öflugum forþjöppum og 48V mild-hybrid kerfi sem færir bílnum auka 22 hestöfl til skamms tíma. Bíllinn er því snöggur á sprettinum og kemst í 100 km hraða á 5,3 sekúndum. Bíllinn er engu að síður sparneytinn og uppgefin eyðsla í blönduðum akstri er 9,4 lítrar á hverja ekna 100 km. Bíllinn verður á loftpúðafjöðrun og fær risastóra 400 mm bremsudiska til að hemja allan kraftinn.Loftpúðafjöðrun lækkar bílinn GLE AMG 53 bíllinn stendur 15 mm lægra á vegi en hefðbundinn GLE-jeppi þegar hann er stilltur á Sport eða Sport+ akstursstillingu og lækkar sig sjálfur í hvaða stillingu sem er þegar farið er yfir 120 km hraða. Velja má milli sex mismunandi gerða álfelga á bílinn, frá 20 til 22 tommu. Bíllinn er að auki með 60 mm styttra hjólhaf en hefðbundinn GLE til að auka á aksturshæfni hans. Stuðarar bílsins eru öðruvísi en í hinum hefðbundna og með stærra loftinntaki að framan, fjögur púströr eru að aftan, fótstig bílsins eru úr ryðfríu stáli og stöguð AMG-framsæti eru í bílnum.
Birtist í Fréttablaðinu Bílar Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Innlent Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Erlent „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Innlent Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Innlent