Umfjöllun, viðtöl og myndir: ÍR - ÍBV 26-29 | Vandræði ÍR halda áfram Elvar Geir Magnússon í Austurbergi skrifar 27. mars 2014 21:30 Róbert Aron Hostert sækir að marki ÍR í kvöld. Vísir/Valli Eyjamenn sóttu bæði stigin í Breiðholtið í kvöld. ÍBV festi sig í sessi í öðri sæti Olís-deildarinnar með sigrinum og ÍR á ekki lengur möguleika á því að komast í úrslitakeppnina að þessu sinni. Reyndar eiga ÍR-ingar á hættu að enda í sjöunda sæti og fara þar með í umspil fyrir lífi sínu í efstu deild en 26-29 urðu lokatölurnar eftir að ÍBV hafði leitt með tveimur mörkum í hálfleik. ÍR hefur heldur betur gefið eftir síðustu vikur og ráðið illa við að missa sterka menn í meiðsli. Liðið átti þó mjög flottan kafla í seinni hálfleiknum og náði að komast yfir en þá virtust menn ætla að fara að skora tvö mörk í hverri sókn, voru of ákafir og gestirnir refsuðu. Eyjamenn voru mun öflugri á lokasprettinum meðan heimamenn gerðu kjánaleg mistök og sanngjarn útisigur staðreynd.Róbert Aron Hostert: Heyrðist mest í okkar fólki„Þetta var ekkert stórkostlegur handbolti. Varnarleikurinn var ekki nægilega öflugur," sagði Róbert Aron Hostert, leikmaður ÍBV. „Það var meðbyr með ÍR þarna í seinni hálfleik og þeir sýndu seiglu enda að berjast fyrir lífi sínu en svo gáfum við aftur í. Við vorum ákveðnir í að tryggja okkur þetta annað sætið. Við förum í alla leiki til að vinna og það gekk eftir í dag." „Það var vont að missa Magga (Magnús Stefánsson) í meiðsli. Hann er algjört akkeri. Það var erfitt að missa fyrirliðann en þá komu aðrir og stigu upp." Róbert var afskaplega ánægður með stuðningsmenn ÍBV í stúkunni. „Klassa stemning. Það heyrðist mest í okkar áhorfendum. Það er góður mórall í liðinu og það er gaman þegar vel gengur," sagði Róbert.Bjarki: Sýndum ekki skynsemi„Við fórum að flýta okkur of mikið. Það fór náttúrulega mikil orka í að vinna þetta forskot ÍBV upp," sagði Bjarki Sigurðsson, þjálfari ÍR eftir leikinn. „Ég veit ekki hvað maður á að segja þegar staðan er orðin þessi... þegar við náðum að komast yfir með einu marki þá fórum við að flýta okkur of mikið í stað þess að róa tempóið og vera skynsamir." „Ég er með verulega laskað lið. Hver á fætur öðrum er að detta út úr þessu. Við börðumst en uppskárum ekki eins og við ætluðum okkur. Við verðum að halda áfram." Það stefnir í þriggja liða baráttu milli ÍR, FH og Akureyrar að forðast sjöunda sætið. „Nákvæmlega, það gerir það. Við ætlum okkur að forðast það sætið. Það kemur núna kærkomin pása og vonandi náum við að safna kröftum fyrir síðustu leikina." Hér að neðan má lesa leiklýsingu leiksins og tölfræði. Olís-deild karla Mest lesið Þurfti að ýta þjálfarum af sér þegar hún kom í mark Sport Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Stjarnan - Breiðablik 1-3 │Aron breytti gangi mála Íslenski boltinn Bæting á öllum áhöldum skilaði blandaða liðinu bronsverðlaunum Sport Cloé Lacasse ekki valin í íslenska landsliðið en sextán ára markvörður er í hópnum Fótbolti Gunnar Nelson tapaði fyrir Burns Sport Clippers vann Los Angeles-slaginn | Fyrsti sigur Boston í Toronto síðan 2015 Körfubolti Umfjöllun og viðtöl: Valur - Grindavík 68-90 | Annar sigur Grindvíkinga í röð Körfubolti Umfjöllun og viðtöl: Afturelding - ÍBV 26-32 | Eyjamenn virðast vera að toppa á réttum tíma Handbolti Elfar Freyr tók rauða spjaldið af Þorvaldi eftir að hann var rekinn út af | Myndband Íslenski boltinn Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: ÍA - Fylkir 2-0 │Skagamenn upp í þriðja sætið Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Þetta lítur verr út en þetta var“ Orri var flottur í Íslendingaslagnum Gott kvöld fyrir Norðurlandaþjóðirnar á HM í handbolta Umfjöllun: Afturelding-Haukar 31-22 | Mosfellingar léku sér að toppliðinu KA-menn búnir að byggja vígi í KA-heimilinu Valsmenn með fimmta sigurleikinn í röð Haukur kom að tíu mörkum og Ljónin með fyrsta sigurinn síðan í október Viktor gat ekki spilað í Meistaradeildinni í kvöld „Hún lamdi aðeins á mér“ Elísa er klár í slaginn gegn Serbíu: „Ég er alveg þyrst í að komast út á gólf“ „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Magdeburg áfram með fullt hús í Meistaradeildinni Serbarnir unnu með tólf mörkum „Ágætt að byrja á þessu og blóðga liðið“ Sturluð upplifun og skjálftinn farinn „Náðum að stríða þeim og það var markmiðið“ Nýtti pirringin á réttan hátt Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Alfreð Gísla keyrði í rúma sex tíma til að sjá íslensku stelpurnar spila Helmingur hópsins að spila á HM í fyrsta sinn Elísa ekki með og Andrea utan hóps „Þeirra helsti veikleiki“ „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus „Mun reyna meira á okkur en við erum vanar“ Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Sjá meira
Eyjamenn sóttu bæði stigin í Breiðholtið í kvöld. ÍBV festi sig í sessi í öðri sæti Olís-deildarinnar með sigrinum og ÍR á ekki lengur möguleika á því að komast í úrslitakeppnina að þessu sinni. Reyndar eiga ÍR-ingar á hættu að enda í sjöunda sæti og fara þar með í umspil fyrir lífi sínu í efstu deild en 26-29 urðu lokatölurnar eftir að ÍBV hafði leitt með tveimur mörkum í hálfleik. ÍR hefur heldur betur gefið eftir síðustu vikur og ráðið illa við að missa sterka menn í meiðsli. Liðið átti þó mjög flottan kafla í seinni hálfleiknum og náði að komast yfir en þá virtust menn ætla að fara að skora tvö mörk í hverri sókn, voru of ákafir og gestirnir refsuðu. Eyjamenn voru mun öflugri á lokasprettinum meðan heimamenn gerðu kjánaleg mistök og sanngjarn útisigur staðreynd.Róbert Aron Hostert: Heyrðist mest í okkar fólki„Þetta var ekkert stórkostlegur handbolti. Varnarleikurinn var ekki nægilega öflugur," sagði Róbert Aron Hostert, leikmaður ÍBV. „Það var meðbyr með ÍR þarna í seinni hálfleik og þeir sýndu seiglu enda að berjast fyrir lífi sínu en svo gáfum við aftur í. Við vorum ákveðnir í að tryggja okkur þetta annað sætið. Við förum í alla leiki til að vinna og það gekk eftir í dag." „Það var vont að missa Magga (Magnús Stefánsson) í meiðsli. Hann er algjört akkeri. Það var erfitt að missa fyrirliðann en þá komu aðrir og stigu upp." Róbert var afskaplega ánægður með stuðningsmenn ÍBV í stúkunni. „Klassa stemning. Það heyrðist mest í okkar áhorfendum. Það er góður mórall í liðinu og það er gaman þegar vel gengur," sagði Róbert.Bjarki: Sýndum ekki skynsemi„Við fórum að flýta okkur of mikið. Það fór náttúrulega mikil orka í að vinna þetta forskot ÍBV upp," sagði Bjarki Sigurðsson, þjálfari ÍR eftir leikinn. „Ég veit ekki hvað maður á að segja þegar staðan er orðin þessi... þegar við náðum að komast yfir með einu marki þá fórum við að flýta okkur of mikið í stað þess að róa tempóið og vera skynsamir." „Ég er með verulega laskað lið. Hver á fætur öðrum er að detta út úr þessu. Við börðumst en uppskárum ekki eins og við ætluðum okkur. Við verðum að halda áfram." Það stefnir í þriggja liða baráttu milli ÍR, FH og Akureyrar að forðast sjöunda sætið. „Nákvæmlega, það gerir það. Við ætlum okkur að forðast það sætið. Það kemur núna kærkomin pása og vonandi náum við að safna kröftum fyrir síðustu leikina." Hér að neðan má lesa leiklýsingu leiksins og tölfræði.
Olís-deild karla Mest lesið Þurfti að ýta þjálfarum af sér þegar hún kom í mark Sport Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Stjarnan - Breiðablik 1-3 │Aron breytti gangi mála Íslenski boltinn Bæting á öllum áhöldum skilaði blandaða liðinu bronsverðlaunum Sport Cloé Lacasse ekki valin í íslenska landsliðið en sextán ára markvörður er í hópnum Fótbolti Gunnar Nelson tapaði fyrir Burns Sport Clippers vann Los Angeles-slaginn | Fyrsti sigur Boston í Toronto síðan 2015 Körfubolti Umfjöllun og viðtöl: Valur - Grindavík 68-90 | Annar sigur Grindvíkinga í röð Körfubolti Umfjöllun og viðtöl: Afturelding - ÍBV 26-32 | Eyjamenn virðast vera að toppa á réttum tíma Handbolti Elfar Freyr tók rauða spjaldið af Þorvaldi eftir að hann var rekinn út af | Myndband Íslenski boltinn Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: ÍA - Fylkir 2-0 │Skagamenn upp í þriðja sætið Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Þetta lítur verr út en þetta var“ Orri var flottur í Íslendingaslagnum Gott kvöld fyrir Norðurlandaþjóðirnar á HM í handbolta Umfjöllun: Afturelding-Haukar 31-22 | Mosfellingar léku sér að toppliðinu KA-menn búnir að byggja vígi í KA-heimilinu Valsmenn með fimmta sigurleikinn í röð Haukur kom að tíu mörkum og Ljónin með fyrsta sigurinn síðan í október Viktor gat ekki spilað í Meistaradeildinni í kvöld „Hún lamdi aðeins á mér“ Elísa er klár í slaginn gegn Serbíu: „Ég er alveg þyrst í að komast út á gólf“ „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Magdeburg áfram með fullt hús í Meistaradeildinni Serbarnir unnu með tólf mörkum „Ágætt að byrja á þessu og blóðga liðið“ Sturluð upplifun og skjálftinn farinn „Náðum að stríða þeim og það var markmiðið“ Nýtti pirringin á réttan hátt Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Alfreð Gísla keyrði í rúma sex tíma til að sjá íslensku stelpurnar spila Helmingur hópsins að spila á HM í fyrsta sinn Elísa ekki með og Andrea utan hóps „Þeirra helsti veikleiki“ „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus „Mun reyna meira á okkur en við erum vanar“ Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Afturelding - ÍBV 26-32 | Eyjamenn virðast vera að toppa á réttum tíma Handbolti
Elfar Freyr tók rauða spjaldið af Þorvaldi eftir að hann var rekinn út af | Myndband Íslenski boltinn
Umfjöllun og viðtöl: Afturelding - ÍBV 26-32 | Eyjamenn virðast vera að toppa á réttum tíma Handbolti
Elfar Freyr tók rauða spjaldið af Þorvaldi eftir að hann var rekinn út af | Myndband Íslenski boltinn