Viðskipti innlent

Iceland Express fjölgar ferðum til London

Iceland Express mun fjölga ferðum í áætlunarflugi sínu milli Íslands og London frá 26. febrúar næstkomandi. Frá þeim tíma mun félagið fljúga ellefu sinnum á viku á þessari flugleið, sem er aukning um tvö flug á viku.

 

 

London hefur verið einn af vinsælustu áfangastöðum Iceland Express frá stofnun félagsins, en borgin var annar tveggja fyrstu áfangastaðanna sem Iceland Express hóf flug til árið 2003. Sala á þessum nýju dagsetningum er hafin og verð er frá 7.995 krónum.

 

 

„Þetta er liður í að auka þjónustu á flugleiðinni til London, enda er þetta spennandi og vinsæll áfangastaður," segir Matthías Imsland, forstjóri Iceland Express. "Þar spilar einnig inn í stöðug fjölgun fólks í viðskiptaerindum til borgarinnar og nú geta farþegar farið fram og til baka samdægurs með Iceland Express, sem eykur sveigjanleika fólks í viðskiptaerindum til mikilla muna."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×