Lifandi hreyfing 13. október 2005 14:31 Sjónarmið - Guðmundur Magnússon Þótt það hljómi kannski ótrúlega í eyrum einhverra var sú tíð að ýmsir núverandi forystumenn þjóðarinnar voru reiðir ungir menn og hneykslaðar ungar konur; fannst umbætur í þjóðfélaginu ganga of seint fyrir sig, kvörtuðu yfir stöðnun og hugmyndaleysi, deildu á þáverandi valdhafa og létu jafnvel ögrandi orð falla. Fyrir því eru traustar sögulegar heimildir að í hópi ungs fólks sem lét að sér kveða með slíkum hætti í þjóðmálaumræðunni á áttunda áratugnum hafi verið Davíð Oddsson núverandi forsætisráðherra og ýmsir samstarfsmenn hans, svo sem Geir Haarde, Björn Bjarnason, Kjartan Gunnarsson, Jón Steinar Gunnlaugsson og Hannes Hólmsteinn Gissurarson. Þáverandi leiðtogar Sjálfstæðisflokksins höfðu áhyggjur af því að "uppreisn frjálshyggjunnar" í flokknum, eins og hreyfingin var gjarnan nefnd, gæti haft vandræði í för með sér. Þeir voru líklega búnir að gleyma því að einu sinni voru þeir sjálfir ungir og vígreifir; að átök kynslóða og togstreita um hugmyndir, áherslur og vinnubrögð eru eðlilegur og óhjákvæmilegur þáttur í stjórnmálahreyfingu sem ætlar ekki að daga uppi. Fylkingin, sem vann glæsilegan sigur í stjórnarkjöri í Heimdalli, félagi ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík, á laugardaginn, er skipuð ungu fólki sem haft hefur efasemdir um ýmislegt sem forystumenn Sjálfstæðisflokksins hafa staðið fyrir á undanförnum mánuðum, þar á meðal fjölmiðlafrumvarpið. Það er tímanna tákn að viðhorf þess hafa ekki síst birst á netinu og hefur eitt fjörlegasta pólitíska vefritið, Deiglan, verið vettvangur þess. Þetta er nútímafólk sem vill að Sjálfstæðisflokkurinn haldi í heiðri hugsjónir sínar og fyrirheit en láti valdapólitík ekki stýra för meira en eðlilegt er. Hópurinn, sem beið lægri hlut í Heimdallarkosningunni, er í sjálfu sér ekki á öndverðum meiði við sigurvegarana í neinu sem getur talist grundvallaratriði en liggur undir ámæli fyrir að hafa dregið taum flokksforystunnar um of og ekki tekist að skapa nægilega sterka stemningu úti í þjóðfélaginu í kringum unglingahreyfinguna og hugsjónir sjálfstæðisstefnunnar. Sumum finnst einkennilegt að fréttir af stjórnarkjöri í stjórnmálafélagi ungs fólks í Reykjavík skuli rata með áberandi hætti í fréttir fjölmiðla. En þá horfa menn fram hjá því að félagið sem um ræðir hefur um árabil verið ein öflugustu og virkustu stjórnmálasamtök landsins. Það má jafnvel tala um það sem hreyfilinn í flokksvél sjálfstæðismanna í höfuðborginni. Það kýs fjölda fulltrúa á landsfund Sjálfstæðisflokksins og getur þannig ráðið miklu um það hvaða einstaklingar eru kjörnir í forystustörf í flokknum. Og það getur haft mikil áhrif á það hverjir veljast til þingmennsku. Margir ímynda sér að átök um menn og málefni í stjórnmálaflokki séu vísbending um að flokkurinn eigi í vanda og sé jafnvel í hættu staddur. Þetta er mikill misskilningur. Átök eru vottur um lifandi stjórnmálastarf, hugmyndir í deiglu, merki um þrótt og sóknarhug. Enginn er ánægður með að tapa kosningum en ekki er ástæða til að ætla að úrslit stjórnarkjörsins í Heimdalli eigi eftir að veikja Sjálfstæðisflokkinn og skapa gjá á milli hópa ungs fólks innan hans. Miklu líklegra er að niðurstaðan eigi eftir að styrkja flokkinn og bæta hann og skapa honum ný sóknarfæri meðal kjósenda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Magnússon Mest lesið Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon Skoðun Halldór 03.05.2025 Halldór Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun Skoðun Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Sjá meira
Sjónarmið - Guðmundur Magnússon Þótt það hljómi kannski ótrúlega í eyrum einhverra var sú tíð að ýmsir núverandi forystumenn þjóðarinnar voru reiðir ungir menn og hneykslaðar ungar konur; fannst umbætur í þjóðfélaginu ganga of seint fyrir sig, kvörtuðu yfir stöðnun og hugmyndaleysi, deildu á þáverandi valdhafa og létu jafnvel ögrandi orð falla. Fyrir því eru traustar sögulegar heimildir að í hópi ungs fólks sem lét að sér kveða með slíkum hætti í þjóðmálaumræðunni á áttunda áratugnum hafi verið Davíð Oddsson núverandi forsætisráðherra og ýmsir samstarfsmenn hans, svo sem Geir Haarde, Björn Bjarnason, Kjartan Gunnarsson, Jón Steinar Gunnlaugsson og Hannes Hólmsteinn Gissurarson. Þáverandi leiðtogar Sjálfstæðisflokksins höfðu áhyggjur af því að "uppreisn frjálshyggjunnar" í flokknum, eins og hreyfingin var gjarnan nefnd, gæti haft vandræði í för með sér. Þeir voru líklega búnir að gleyma því að einu sinni voru þeir sjálfir ungir og vígreifir; að átök kynslóða og togstreita um hugmyndir, áherslur og vinnubrögð eru eðlilegur og óhjákvæmilegur þáttur í stjórnmálahreyfingu sem ætlar ekki að daga uppi. Fylkingin, sem vann glæsilegan sigur í stjórnarkjöri í Heimdalli, félagi ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík, á laugardaginn, er skipuð ungu fólki sem haft hefur efasemdir um ýmislegt sem forystumenn Sjálfstæðisflokksins hafa staðið fyrir á undanförnum mánuðum, þar á meðal fjölmiðlafrumvarpið. Það er tímanna tákn að viðhorf þess hafa ekki síst birst á netinu og hefur eitt fjörlegasta pólitíska vefritið, Deiglan, verið vettvangur þess. Þetta er nútímafólk sem vill að Sjálfstæðisflokkurinn haldi í heiðri hugsjónir sínar og fyrirheit en láti valdapólitík ekki stýra för meira en eðlilegt er. Hópurinn, sem beið lægri hlut í Heimdallarkosningunni, er í sjálfu sér ekki á öndverðum meiði við sigurvegarana í neinu sem getur talist grundvallaratriði en liggur undir ámæli fyrir að hafa dregið taum flokksforystunnar um of og ekki tekist að skapa nægilega sterka stemningu úti í þjóðfélaginu í kringum unglingahreyfinguna og hugsjónir sjálfstæðisstefnunnar. Sumum finnst einkennilegt að fréttir af stjórnarkjöri í stjórnmálafélagi ungs fólks í Reykjavík skuli rata með áberandi hætti í fréttir fjölmiðla. En þá horfa menn fram hjá því að félagið sem um ræðir hefur um árabil verið ein öflugustu og virkustu stjórnmálasamtök landsins. Það má jafnvel tala um það sem hreyfilinn í flokksvél sjálfstæðismanna í höfuðborginni. Það kýs fjölda fulltrúa á landsfund Sjálfstæðisflokksins og getur þannig ráðið miklu um það hvaða einstaklingar eru kjörnir í forystustörf í flokknum. Og það getur haft mikil áhrif á það hverjir veljast til þingmennsku. Margir ímynda sér að átök um menn og málefni í stjórnmálaflokki séu vísbending um að flokkurinn eigi í vanda og sé jafnvel í hættu staddur. Þetta er mikill misskilningur. Átök eru vottur um lifandi stjórnmálastarf, hugmyndir í deiglu, merki um þrótt og sóknarhug. Enginn er ánægður með að tapa kosningum en ekki er ástæða til að ætla að úrslit stjórnarkjörsins í Heimdalli eigi eftir að veikja Sjálfstæðisflokkinn og skapa gjá á milli hópa ungs fólks innan hans. Miklu líklegra er að niðurstaðan eigi eftir að styrkja flokkinn og bæta hann og skapa honum ný sóknarfæri meðal kjósenda.
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar