Lifandi hreyfing 13. október 2005 14:31 Sjónarmið - Guðmundur Magnússon Þótt það hljómi kannski ótrúlega í eyrum einhverra var sú tíð að ýmsir núverandi forystumenn þjóðarinnar voru reiðir ungir menn og hneykslaðar ungar konur; fannst umbætur í þjóðfélaginu ganga of seint fyrir sig, kvörtuðu yfir stöðnun og hugmyndaleysi, deildu á þáverandi valdhafa og létu jafnvel ögrandi orð falla. Fyrir því eru traustar sögulegar heimildir að í hópi ungs fólks sem lét að sér kveða með slíkum hætti í þjóðmálaumræðunni á áttunda áratugnum hafi verið Davíð Oddsson núverandi forsætisráðherra og ýmsir samstarfsmenn hans, svo sem Geir Haarde, Björn Bjarnason, Kjartan Gunnarsson, Jón Steinar Gunnlaugsson og Hannes Hólmsteinn Gissurarson. Þáverandi leiðtogar Sjálfstæðisflokksins höfðu áhyggjur af því að "uppreisn frjálshyggjunnar" í flokknum, eins og hreyfingin var gjarnan nefnd, gæti haft vandræði í för með sér. Þeir voru líklega búnir að gleyma því að einu sinni voru þeir sjálfir ungir og vígreifir; að átök kynslóða og togstreita um hugmyndir, áherslur og vinnubrögð eru eðlilegur og óhjákvæmilegur þáttur í stjórnmálahreyfingu sem ætlar ekki að daga uppi. Fylkingin, sem vann glæsilegan sigur í stjórnarkjöri í Heimdalli, félagi ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík, á laugardaginn, er skipuð ungu fólki sem haft hefur efasemdir um ýmislegt sem forystumenn Sjálfstæðisflokksins hafa staðið fyrir á undanförnum mánuðum, þar á meðal fjölmiðlafrumvarpið. Það er tímanna tákn að viðhorf þess hafa ekki síst birst á netinu og hefur eitt fjörlegasta pólitíska vefritið, Deiglan, verið vettvangur þess. Þetta er nútímafólk sem vill að Sjálfstæðisflokkurinn haldi í heiðri hugsjónir sínar og fyrirheit en láti valdapólitík ekki stýra för meira en eðlilegt er. Hópurinn, sem beið lægri hlut í Heimdallarkosningunni, er í sjálfu sér ekki á öndverðum meiði við sigurvegarana í neinu sem getur talist grundvallaratriði en liggur undir ámæli fyrir að hafa dregið taum flokksforystunnar um of og ekki tekist að skapa nægilega sterka stemningu úti í þjóðfélaginu í kringum unglingahreyfinguna og hugsjónir sjálfstæðisstefnunnar. Sumum finnst einkennilegt að fréttir af stjórnarkjöri í stjórnmálafélagi ungs fólks í Reykjavík skuli rata með áberandi hætti í fréttir fjölmiðla. En þá horfa menn fram hjá því að félagið sem um ræðir hefur um árabil verið ein öflugustu og virkustu stjórnmálasamtök landsins. Það má jafnvel tala um það sem hreyfilinn í flokksvél sjálfstæðismanna í höfuðborginni. Það kýs fjölda fulltrúa á landsfund Sjálfstæðisflokksins og getur þannig ráðið miklu um það hvaða einstaklingar eru kjörnir í forystustörf í flokknum. Og það getur haft mikil áhrif á það hverjir veljast til þingmennsku. Margir ímynda sér að átök um menn og málefni í stjórnmálaflokki séu vísbending um að flokkurinn eigi í vanda og sé jafnvel í hættu staddur. Þetta er mikill misskilningur. Átök eru vottur um lifandi stjórnmálastarf, hugmyndir í deiglu, merki um þrótt og sóknarhug. Enginn er ánægður með að tapa kosningum en ekki er ástæða til að ætla að úrslit stjórnarkjörsins í Heimdalli eigi eftir að veikja Sjálfstæðisflokkinn og skapa gjá á milli hópa ungs fólks innan hans. Miklu líklegra er að niðurstaðan eigi eftir að styrkja flokkinn og bæta hann og skapa honum ný sóknarfæri meðal kjósenda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Magnússon Mest lesið „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun Vér erum úr sömu sveit Steinþór Logi Arnarsson Skoðun Heiðmörk: Gaddavír og girðingar Auður Kjartansdóttir Skoðun Réttlát leiðrétting veiðigjalda Elín Íris Fanndal Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun Sósíalistaflokkurinn kaus breytingar Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Halldór 24.05.2025 Halldór Skoðun Skoðun Sósíalistaflokkurinn kaus breytingar Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vér erum úr sömu sveit Steinþór Logi Arnarsson skrifar Skoðun „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Réttlát leiðrétting veiðigjalda Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir skrifar Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Heiðmörk: Gaddavír og girðingar Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun #blessmeta - önnur grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar máltíðir fyrir leikskólabörn Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Huglæg réttlætiskennd og skattar á verðmætasköpun Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Loksins fær þyrlan heimili fyrir norðan Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir skrifar Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Sjónarmið - Guðmundur Magnússon Þótt það hljómi kannski ótrúlega í eyrum einhverra var sú tíð að ýmsir núverandi forystumenn þjóðarinnar voru reiðir ungir menn og hneykslaðar ungar konur; fannst umbætur í þjóðfélaginu ganga of seint fyrir sig, kvörtuðu yfir stöðnun og hugmyndaleysi, deildu á þáverandi valdhafa og létu jafnvel ögrandi orð falla. Fyrir því eru traustar sögulegar heimildir að í hópi ungs fólks sem lét að sér kveða með slíkum hætti í þjóðmálaumræðunni á áttunda áratugnum hafi verið Davíð Oddsson núverandi forsætisráðherra og ýmsir samstarfsmenn hans, svo sem Geir Haarde, Björn Bjarnason, Kjartan Gunnarsson, Jón Steinar Gunnlaugsson og Hannes Hólmsteinn Gissurarson. Þáverandi leiðtogar Sjálfstæðisflokksins höfðu áhyggjur af því að "uppreisn frjálshyggjunnar" í flokknum, eins og hreyfingin var gjarnan nefnd, gæti haft vandræði í för með sér. Þeir voru líklega búnir að gleyma því að einu sinni voru þeir sjálfir ungir og vígreifir; að átök kynslóða og togstreita um hugmyndir, áherslur og vinnubrögð eru eðlilegur og óhjákvæmilegur þáttur í stjórnmálahreyfingu sem ætlar ekki að daga uppi. Fylkingin, sem vann glæsilegan sigur í stjórnarkjöri í Heimdalli, félagi ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík, á laugardaginn, er skipuð ungu fólki sem haft hefur efasemdir um ýmislegt sem forystumenn Sjálfstæðisflokksins hafa staðið fyrir á undanförnum mánuðum, þar á meðal fjölmiðlafrumvarpið. Það er tímanna tákn að viðhorf þess hafa ekki síst birst á netinu og hefur eitt fjörlegasta pólitíska vefritið, Deiglan, verið vettvangur þess. Þetta er nútímafólk sem vill að Sjálfstæðisflokkurinn haldi í heiðri hugsjónir sínar og fyrirheit en láti valdapólitík ekki stýra för meira en eðlilegt er. Hópurinn, sem beið lægri hlut í Heimdallarkosningunni, er í sjálfu sér ekki á öndverðum meiði við sigurvegarana í neinu sem getur talist grundvallaratriði en liggur undir ámæli fyrir að hafa dregið taum flokksforystunnar um of og ekki tekist að skapa nægilega sterka stemningu úti í þjóðfélaginu í kringum unglingahreyfinguna og hugsjónir sjálfstæðisstefnunnar. Sumum finnst einkennilegt að fréttir af stjórnarkjöri í stjórnmálafélagi ungs fólks í Reykjavík skuli rata með áberandi hætti í fréttir fjölmiðla. En þá horfa menn fram hjá því að félagið sem um ræðir hefur um árabil verið ein öflugustu og virkustu stjórnmálasamtök landsins. Það má jafnvel tala um það sem hreyfilinn í flokksvél sjálfstæðismanna í höfuðborginni. Það kýs fjölda fulltrúa á landsfund Sjálfstæðisflokksins og getur þannig ráðið miklu um það hvaða einstaklingar eru kjörnir í forystustörf í flokknum. Og það getur haft mikil áhrif á það hverjir veljast til þingmennsku. Margir ímynda sér að átök um menn og málefni í stjórnmálaflokki séu vísbending um að flokkurinn eigi í vanda og sé jafnvel í hættu staddur. Þetta er mikill misskilningur. Átök eru vottur um lifandi stjórnmálastarf, hugmyndir í deiglu, merki um þrótt og sóknarhug. Enginn er ánægður með að tapa kosningum en ekki er ástæða til að ætla að úrslit stjórnarkjörsins í Heimdalli eigi eftir að veikja Sjálfstæðisflokkinn og skapa gjá á milli hópa ungs fólks innan hans. Miklu líklegra er að niðurstaðan eigi eftir að styrkja flokkinn og bæta hann og skapa honum ný sóknarfæri meðal kjósenda.
„Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun
Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun
Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun
Skoðun „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir skrifar
Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar
Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar
Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar
Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
„Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun
Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun
Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun