Við búum í ofbeldisfullum heimi Óttar Norðfjörð skrifar 27. júlí 2013 00:45 Við búum í ofbeldisfullum heimi. Við búum í heimi sem ég skil ekki alltaf. Fólk gerir hluti sem ég skil ekki og heilu samfélögin sömuleiðis. Við búum í ofbeldisfullum heimi en á morgun ætlum við að sameinast til að mótmæla því. En hvernig mótmælir maður ofbeldi? Einfaldlega með því að láta í sér heyra. Því fleiri sem láta sig málið skipta, því meiri er samstaðan og því minna pláss fá ofbeldismennirnir. Menn sem beita ofbeldi eru sjúkdómur á samfélagi okkar sem við þurfum að lækna í sameiningu. Það er einlæg trú mín að það sé hægt að útrýma ofbeldi úr samfélagi okkar. Við eigum enn langt í land, því ofbeldið liggur djúpt í menningu okkar, en það er hægt. Við þurfum öll að hjálpast að, vakna, opna augun, stoppa og hugsa. Á morgun ætlum við að hittast og sýna samstöðu og mótmæla einni útbreiddustu tegund ofbeldis sem fyrirfinnst og það er ofbeldi karla gegn konum; því ofbeldi sem hefur verið normalíserað í öllum heimshornum. Viðbjóðslegu ofbeldi sem þrífst daglega og við álítum einhverra hluta vegna sjálfsagt. Ofbeldi sem við Íslendingar munu að öllum líkindum lesa um eftir einungis nokkra daga þegar Verslunarmannahelgin gengur í garð. Einhver spekingur sagði einu sinni: „Það vilja allir breyta heiminum, en það vill enginn breyta sjálfum sér.“ Það er kannski málið. Á meðan við látum eins og ofbeldi karla gegn konum sé ekki til heldur það áfram að þrífast. Við þurfum að breyta sjálfum okkur og hugsunarhætti okkar og viðurkenna og mótmæla ofbeldinu gegn konum alls staðar í kringum okkur. Þá fyrst getur heimurinn breyst og orðið betri. Það er einlæg trú mín. Óttar Norðfjörð, rithöfundurDruslugangan verður farin í þriðja sinn þann 27. júlí, nk.Með Druslugöngunni viljum við færa ábyrgð kynferðisglæpa frá fórnarlömbunm og yfir á gerendur. Við viljum ekki einblína á klæðnað, hegðun eða fas þolenda sem mögulega afsökun fyrir glæpamenn. Við viljum einfaldlega að menn hætti að nauðga.Gangan verður farin frá Hallgrímskirkju klukkan 14:00, niður Skólavörðustíg, Bankastræti og mun enda á Austurvelli þar sem við taka fundarhöld og tónleikar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Sjá meira
Við búum í ofbeldisfullum heimi. Við búum í heimi sem ég skil ekki alltaf. Fólk gerir hluti sem ég skil ekki og heilu samfélögin sömuleiðis. Við búum í ofbeldisfullum heimi en á morgun ætlum við að sameinast til að mótmæla því. En hvernig mótmælir maður ofbeldi? Einfaldlega með því að láta í sér heyra. Því fleiri sem láta sig málið skipta, því meiri er samstaðan og því minna pláss fá ofbeldismennirnir. Menn sem beita ofbeldi eru sjúkdómur á samfélagi okkar sem við þurfum að lækna í sameiningu. Það er einlæg trú mín að það sé hægt að útrýma ofbeldi úr samfélagi okkar. Við eigum enn langt í land, því ofbeldið liggur djúpt í menningu okkar, en það er hægt. Við þurfum öll að hjálpast að, vakna, opna augun, stoppa og hugsa. Á morgun ætlum við að hittast og sýna samstöðu og mótmæla einni útbreiddustu tegund ofbeldis sem fyrirfinnst og það er ofbeldi karla gegn konum; því ofbeldi sem hefur verið normalíserað í öllum heimshornum. Viðbjóðslegu ofbeldi sem þrífst daglega og við álítum einhverra hluta vegna sjálfsagt. Ofbeldi sem við Íslendingar munu að öllum líkindum lesa um eftir einungis nokkra daga þegar Verslunarmannahelgin gengur í garð. Einhver spekingur sagði einu sinni: „Það vilja allir breyta heiminum, en það vill enginn breyta sjálfum sér.“ Það er kannski málið. Á meðan við látum eins og ofbeldi karla gegn konum sé ekki til heldur það áfram að þrífast. Við þurfum að breyta sjálfum okkur og hugsunarhætti okkar og viðurkenna og mótmæla ofbeldinu gegn konum alls staðar í kringum okkur. Þá fyrst getur heimurinn breyst og orðið betri. Það er einlæg trú mín. Óttar Norðfjörð, rithöfundurDruslugangan verður farin í þriðja sinn þann 27. júlí, nk.Með Druslugöngunni viljum við færa ábyrgð kynferðisglæpa frá fórnarlömbunm og yfir á gerendur. Við viljum ekki einblína á klæðnað, hegðun eða fas þolenda sem mögulega afsökun fyrir glæpamenn. Við viljum einfaldlega að menn hætti að nauðga.Gangan verður farin frá Hallgrímskirkju klukkan 14:00, niður Skólavörðustíg, Bankastræti og mun enda á Austurvelli þar sem við taka fundarhöld og tónleikar.
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar