Veiðigjöld og landbúnaður Sigmar Vilhjálmsson skrifar 20. nóvember 2019 15:30 Það á að lækka veiðigjöld hér á landi til að styðja við íslenskan sjávarútveg. Ein af rökunum fyrir því og kemur fram í „Frumvarpi til laga um veiðigjald. Eru svo hljóðandi: „Við mat á áhrifum veiðigjalda verður að athuga að íslensk sjávarútvegsfyrirtæki eru í samkeppni við sjávarútveg í öðrum ríkjum sem og fiskafurðir úr eldi, m.a. lax og tilapíu, auk þess sem verðsamkeppni getur verið við staðgönguvörur. Takmarkaðir möguleikar eru til þess að sækja auknar tekjur við sölu sjávarafurða.” Í þessu samhengi má benda á að íslensk sjávarútvegsfyrirtæki greiddu eigendum sínum arð uppá 12,3 milljarða króna í fyrra. Tillaga Ríkisstjórnarinnar er því að lækka veiðigjöld til að sjávarútvegsfyrirtækin haldi samkeppnisstöðu sinni á erlendri grundu og um leið halda velli þegar kemur af afkomu til eigenda. Á sama tíma býr íslenskur landbúnaður við tollasamninga við Evrópusambandið sem felur í sér stóraukinn innflutning á landbúnaðarvörum. Evrópskur landbúnaður nýtur gríðarlegra styrkja og nýtur niðurgreiðslu á sinni framleiðslu og uppbyggingu. Eggjabændur, svínabændur og kjúklingabændur njóta engra ríkisstyrkja hér á landi. Þetta eru þær landbúnaðagreinar sem standa algjörlega á eigin fótum í sinni ræktun. Þegar tollasamningar við Evrópusambandið eru skoðaðir þá er um 63% af öllum umsömdum innflutningi svínakjöt, kjúklingakjöt eða unnar kjötvörur úr þeim afurðum. Á sama tíma hafa verið innleiddar reglugerðir frá Evrópusambandinu um aðbúnað og ferla sem krefst þess að bændur þurfa að fjárfesta í endurbótum húsakostum, tækjum og tólum. Það er því vel við hæfi að heimfæra rök Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra til lækkunar á veiðigjöldum á landbúnaðinn og skipta út orðinu veiðigjöld fyrir tollkvóta. Þá myndu rök ráðherra til varnar íslenskum landbúnaði hljóma svo: „Við mat á áhrifum tollkvóta verður að athuga að íslenskur landbúnaður er í samkeppni við landbúnaðí öðrum ríkjum sem og landbúnaðarafurðum frá risafyrirtækjum, auk þess sem verðsamkeppni getur verið við staðgönguvörur. Takmarkaðir möguleikar eru til þess að sækja auknar tekjur við sölu landbúnaðarvara.” Í stjórnarsáttmálanum segir: „Megin markmiðið er að landbúnaður á Íslandi sé sjálfbær og vernd búfjárstofna sé tryggð“. Það er því áhugavert að sjá hvernig nýtt frumvarp Sjávarútvegs- og Landbúnaðarráðherra lítur út í samræmi við gefin loforð og sjálfan stjórnarsáttmálann. Eitt af því sem Kristján Þór leggur til er að auka innfluttning á svínasíðum um 400 tonn. Sem er í raun aðför að íslenskri svínarækt. Meira um það síðar.Höfundur er talsmaður FESK, Félags eggjabænda, svínabænda og kjúklingabænda á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landbúnaður Sigmar Vilhjálmsson Sjávarútvegur Mest lesið Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson Skoðun Hvar eiga krakkarnir að vera á nýju ári? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Er áramótaheitið árið 2026 betri skjávenjur? Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Loftgæði mæld í Breiðholti - í fyrsta sinn í 12 ár Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Veiðiráðgjöf byggð á ágiskunum Sigurjón Þórðarson Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Borg á heimsmælikvarða! Skúli Helgason Skoðun Halldór 27.12.2025 Halldór Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Borg á heimsmælikvarða! Skúli Helgason skrifar Skoðun Veiðiráðgjöf byggð á ágiskunum Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Loftgæði mæld í Breiðholti - í fyrsta sinn í 12 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Er áramótaheitið árið 2026 betri skjávenjur? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvar eiga krakkarnir að vera á nýju ári? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason skrifar Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Sjá meira
Það á að lækka veiðigjöld hér á landi til að styðja við íslenskan sjávarútveg. Ein af rökunum fyrir því og kemur fram í „Frumvarpi til laga um veiðigjald. Eru svo hljóðandi: „Við mat á áhrifum veiðigjalda verður að athuga að íslensk sjávarútvegsfyrirtæki eru í samkeppni við sjávarútveg í öðrum ríkjum sem og fiskafurðir úr eldi, m.a. lax og tilapíu, auk þess sem verðsamkeppni getur verið við staðgönguvörur. Takmarkaðir möguleikar eru til þess að sækja auknar tekjur við sölu sjávarafurða.” Í þessu samhengi má benda á að íslensk sjávarútvegsfyrirtæki greiddu eigendum sínum arð uppá 12,3 milljarða króna í fyrra. Tillaga Ríkisstjórnarinnar er því að lækka veiðigjöld til að sjávarútvegsfyrirtækin haldi samkeppnisstöðu sinni á erlendri grundu og um leið halda velli þegar kemur af afkomu til eigenda. Á sama tíma býr íslenskur landbúnaður við tollasamninga við Evrópusambandið sem felur í sér stóraukinn innflutning á landbúnaðarvörum. Evrópskur landbúnaður nýtur gríðarlegra styrkja og nýtur niðurgreiðslu á sinni framleiðslu og uppbyggingu. Eggjabændur, svínabændur og kjúklingabændur njóta engra ríkisstyrkja hér á landi. Þetta eru þær landbúnaðagreinar sem standa algjörlega á eigin fótum í sinni ræktun. Þegar tollasamningar við Evrópusambandið eru skoðaðir þá er um 63% af öllum umsömdum innflutningi svínakjöt, kjúklingakjöt eða unnar kjötvörur úr þeim afurðum. Á sama tíma hafa verið innleiddar reglugerðir frá Evrópusambandinu um aðbúnað og ferla sem krefst þess að bændur þurfa að fjárfesta í endurbótum húsakostum, tækjum og tólum. Það er því vel við hæfi að heimfæra rök Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra til lækkunar á veiðigjöldum á landbúnaðinn og skipta út orðinu veiðigjöld fyrir tollkvóta. Þá myndu rök ráðherra til varnar íslenskum landbúnaði hljóma svo: „Við mat á áhrifum tollkvóta verður að athuga að íslenskur landbúnaður er í samkeppni við landbúnaðí öðrum ríkjum sem og landbúnaðarafurðum frá risafyrirtækjum, auk þess sem verðsamkeppni getur verið við staðgönguvörur. Takmarkaðir möguleikar eru til þess að sækja auknar tekjur við sölu landbúnaðarvara.” Í stjórnarsáttmálanum segir: „Megin markmiðið er að landbúnaður á Íslandi sé sjálfbær og vernd búfjárstofna sé tryggð“. Það er því áhugavert að sjá hvernig nýtt frumvarp Sjávarútvegs- og Landbúnaðarráðherra lítur út í samræmi við gefin loforð og sjálfan stjórnarsáttmálann. Eitt af því sem Kristján Þór leggur til er að auka innfluttning á svínasíðum um 400 tonn. Sem er í raun aðför að íslenskri svínarækt. Meira um það síðar.Höfundur er talsmaður FESK, Félags eggjabænda, svínabænda og kjúklingabænda á Íslandi.
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar