Innlent

Forsendur bresta í haust

Halldór Grönvold, aðstoðarframkvæmdastjóri ASÍ, telur að forsendur kjarasamninga bresti í haust þó að vísitala hafi lækkað upp á síðkastið. Húsnæðisverð hafi haldið áfram að hækka, verðstríð hafi geisað og gengið lækkað. "Það er ekkert í spilunum sem segir að það mat okkar sem var til staðar fyrir mánuði standi ekki í öllum aðalatriðum þrátt fyrir þessa einstöku mælingu. Við teljum að það séu allar líkur á að forsendur kjarasamninga bresti í haust," segir hann. "Húsnæðisverð hefur verið að hækka þó að breyting hafi verið gerð á útreikningi á húsnæðiskostnaði. Það er bara tæknileg breyting og því kemur vaxtabreytingin frá því ´i haust inn með meiri þunga en áður," segir hann. "Matvara heldur áfram að lækka, fyrst og fremst vegna þess verðstríð hefur geisað, sérstaklega milli lágvöruverðsverslana. Við höfum ekki trú á því að þetta ástand geti varað nema í takmarkaðan tíma. Hvenær sú bóla springur vitum við ekki. Gengi krónunnar er líka að lækka."



Fleiri fréttir

Sjá meira


×