Veiðiréttarhafar reyna laxarækt í Lagarfljóti Garðar Örn Úlfarsson skrifar 4. júní 2016 07:00 Í Lagarfljóti er Lagarfossvirkjun nokkur farartálmi laxfiska sem þó geta komist upp fiskistiga við virkjunina. Mynd/Jóhannes Sturlaugsson „Það á að gera athugun á því hvort lífslíkur laxins eru nægar þarna á svæðinu,“ segir Jóhannes Sturlaugsson hjá fyrirtækinu Laxfiskum sem tekið hefur að sér tilraunverkefni með laxarækt í Lagarfljóti. Laxaverkefnið er á vegum Veiðifélags Lagarfljóts með aðkomu Landsvirkjunar, að sögn Jóhannesar. Gerð verður sleppitjörn í Uppsalaá sem rennur út í Eyvindará til móts við Egilsstaði.Nú í júní á að sleppa um 30 þúsund seiðum úr klaki í Jöklu og Lagarfljóti sumarið 2014. Áætlað er að sumarið 2017 verði 50 þúsund seiðum sleppt til sjávar. Jóhannes varar við of mikilli bjartsýni. „Eins og þeir vita og ég sagði í upphafi við heimanmenn er á brattann að sækja. Gruggið er orðið svo mikið að það er spurning hvernig laxinum gengur að ganga upp og endurheimtur á þessu landsvæði eru miklu lakari en það sem þekkist best hér við land,“ útskýrir hann. Í gegnum tíðina hefur seiðum stundum verði sleppt við Lagarfljót. „En það hefur alltaf verið svo laust í reipunum og það vantaði að það væri marktækt. Nú vilja menn fá í eitt skipti fyrir öll á hreint hvort þetta sé mögulegt,“ segir Jóhannes.Ein af hindrunum er fiskistiginn við Lagarfossvirkjun. „Hann er líklega sá stigi á landinu sem menn hafa klórað sér mest í hausnum yfir og gert mestu breytingarnar á,“ segir Jóhannes. Meira að segja áður en Fljótsdalsvirkjun var tekin í gagnið hafi ekki verið um auðugan garð að gresja fyrir laxinn í vatnakerfi Lagarfljóts. „Núna er verulega búið að bæta í gruggið. Þeir hafa svo sem verið að drattast upp stigann, þessir eftirlifendur laxanna síðustu árin, en við erum að tala um örfá stykki á hverju sumri,“ segir Jóhannes sem kveður alla vera spennta fyrir að sjá heimturnar næsta sumar og svo áfram. Ef allt fari á besta veg sé stefnan að koma upp sleppitjörnum í fleiri hliðarám Lagarfljóts og nýta þær til stangveiði. „Eins og staðan er þarna væru allir ánægðir ef það væri hægt að láta þetta ganga á núlli. Þetta er ekkert gróðabrall,“ undirstrikar Jóhannes Sturlaugsson.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 4. júní. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Fleiri fréttir Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Sjá meira
„Það á að gera athugun á því hvort lífslíkur laxins eru nægar þarna á svæðinu,“ segir Jóhannes Sturlaugsson hjá fyrirtækinu Laxfiskum sem tekið hefur að sér tilraunverkefni með laxarækt í Lagarfljóti. Laxaverkefnið er á vegum Veiðifélags Lagarfljóts með aðkomu Landsvirkjunar, að sögn Jóhannesar. Gerð verður sleppitjörn í Uppsalaá sem rennur út í Eyvindará til móts við Egilsstaði.Nú í júní á að sleppa um 30 þúsund seiðum úr klaki í Jöklu og Lagarfljóti sumarið 2014. Áætlað er að sumarið 2017 verði 50 þúsund seiðum sleppt til sjávar. Jóhannes varar við of mikilli bjartsýni. „Eins og þeir vita og ég sagði í upphafi við heimanmenn er á brattann að sækja. Gruggið er orðið svo mikið að það er spurning hvernig laxinum gengur að ganga upp og endurheimtur á þessu landsvæði eru miklu lakari en það sem þekkist best hér við land,“ útskýrir hann. Í gegnum tíðina hefur seiðum stundum verði sleppt við Lagarfljót. „En það hefur alltaf verið svo laust í reipunum og það vantaði að það væri marktækt. Nú vilja menn fá í eitt skipti fyrir öll á hreint hvort þetta sé mögulegt,“ segir Jóhannes.Ein af hindrunum er fiskistiginn við Lagarfossvirkjun. „Hann er líklega sá stigi á landinu sem menn hafa klórað sér mest í hausnum yfir og gert mestu breytingarnar á,“ segir Jóhannes. Meira að segja áður en Fljótsdalsvirkjun var tekin í gagnið hafi ekki verið um auðugan garð að gresja fyrir laxinn í vatnakerfi Lagarfljóts. „Núna er verulega búið að bæta í gruggið. Þeir hafa svo sem verið að drattast upp stigann, þessir eftirlifendur laxanna síðustu árin, en við erum að tala um örfá stykki á hverju sumri,“ segir Jóhannes sem kveður alla vera spennta fyrir að sjá heimturnar næsta sumar og svo áfram. Ef allt fari á besta veg sé stefnan að koma upp sleppitjörnum í fleiri hliðarám Lagarfljóts og nýta þær til stangveiði. „Eins og staðan er þarna væru allir ánægðir ef það væri hægt að láta þetta ganga á núlli. Þetta er ekkert gróðabrall,“ undirstrikar Jóhannes Sturlaugsson.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 4. júní.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Fleiri fréttir Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Sjá meira