Veiðiréttarhafar reyna laxarækt í Lagarfljóti Garðar Örn Úlfarsson skrifar 4. júní 2016 07:00 Í Lagarfljóti er Lagarfossvirkjun nokkur farartálmi laxfiska sem þó geta komist upp fiskistiga við virkjunina. Mynd/Jóhannes Sturlaugsson „Það á að gera athugun á því hvort lífslíkur laxins eru nægar þarna á svæðinu,“ segir Jóhannes Sturlaugsson hjá fyrirtækinu Laxfiskum sem tekið hefur að sér tilraunverkefni með laxarækt í Lagarfljóti. Laxaverkefnið er á vegum Veiðifélags Lagarfljóts með aðkomu Landsvirkjunar, að sögn Jóhannesar. Gerð verður sleppitjörn í Uppsalaá sem rennur út í Eyvindará til móts við Egilsstaði.Nú í júní á að sleppa um 30 þúsund seiðum úr klaki í Jöklu og Lagarfljóti sumarið 2014. Áætlað er að sumarið 2017 verði 50 þúsund seiðum sleppt til sjávar. Jóhannes varar við of mikilli bjartsýni. „Eins og þeir vita og ég sagði í upphafi við heimanmenn er á brattann að sækja. Gruggið er orðið svo mikið að það er spurning hvernig laxinum gengur að ganga upp og endurheimtur á þessu landsvæði eru miklu lakari en það sem þekkist best hér við land,“ útskýrir hann. Í gegnum tíðina hefur seiðum stundum verði sleppt við Lagarfljót. „En það hefur alltaf verið svo laust í reipunum og það vantaði að það væri marktækt. Nú vilja menn fá í eitt skipti fyrir öll á hreint hvort þetta sé mögulegt,“ segir Jóhannes.Ein af hindrunum er fiskistiginn við Lagarfossvirkjun. „Hann er líklega sá stigi á landinu sem menn hafa klórað sér mest í hausnum yfir og gert mestu breytingarnar á,“ segir Jóhannes. Meira að segja áður en Fljótsdalsvirkjun var tekin í gagnið hafi ekki verið um auðugan garð að gresja fyrir laxinn í vatnakerfi Lagarfljóts. „Núna er verulega búið að bæta í gruggið. Þeir hafa svo sem verið að drattast upp stigann, þessir eftirlifendur laxanna síðustu árin, en við erum að tala um örfá stykki á hverju sumri,“ segir Jóhannes sem kveður alla vera spennta fyrir að sjá heimturnar næsta sumar og svo áfram. Ef allt fari á besta veg sé stefnan að koma upp sleppitjörnum í fleiri hliðarám Lagarfljóts og nýta þær til stangveiði. „Eins og staðan er þarna væru allir ánægðir ef það væri hægt að láta þetta ganga á núlli. Þetta er ekkert gróðabrall,“ undirstrikar Jóhannes Sturlaugsson.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 4. júní. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Erlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Fleiri fréttir Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Sjá meira
„Það á að gera athugun á því hvort lífslíkur laxins eru nægar þarna á svæðinu,“ segir Jóhannes Sturlaugsson hjá fyrirtækinu Laxfiskum sem tekið hefur að sér tilraunverkefni með laxarækt í Lagarfljóti. Laxaverkefnið er á vegum Veiðifélags Lagarfljóts með aðkomu Landsvirkjunar, að sögn Jóhannesar. Gerð verður sleppitjörn í Uppsalaá sem rennur út í Eyvindará til móts við Egilsstaði.Nú í júní á að sleppa um 30 þúsund seiðum úr klaki í Jöklu og Lagarfljóti sumarið 2014. Áætlað er að sumarið 2017 verði 50 þúsund seiðum sleppt til sjávar. Jóhannes varar við of mikilli bjartsýni. „Eins og þeir vita og ég sagði í upphafi við heimanmenn er á brattann að sækja. Gruggið er orðið svo mikið að það er spurning hvernig laxinum gengur að ganga upp og endurheimtur á þessu landsvæði eru miklu lakari en það sem þekkist best hér við land,“ útskýrir hann. Í gegnum tíðina hefur seiðum stundum verði sleppt við Lagarfljót. „En það hefur alltaf verið svo laust í reipunum og það vantaði að það væri marktækt. Nú vilja menn fá í eitt skipti fyrir öll á hreint hvort þetta sé mögulegt,“ segir Jóhannes.Ein af hindrunum er fiskistiginn við Lagarfossvirkjun. „Hann er líklega sá stigi á landinu sem menn hafa klórað sér mest í hausnum yfir og gert mestu breytingarnar á,“ segir Jóhannes. Meira að segja áður en Fljótsdalsvirkjun var tekin í gagnið hafi ekki verið um auðugan garð að gresja fyrir laxinn í vatnakerfi Lagarfljóts. „Núna er verulega búið að bæta í gruggið. Þeir hafa svo sem verið að drattast upp stigann, þessir eftirlifendur laxanna síðustu árin, en við erum að tala um örfá stykki á hverju sumri,“ segir Jóhannes sem kveður alla vera spennta fyrir að sjá heimturnar næsta sumar og svo áfram. Ef allt fari á besta veg sé stefnan að koma upp sleppitjörnum í fleiri hliðarám Lagarfljóts og nýta þær til stangveiði. „Eins og staðan er þarna væru allir ánægðir ef það væri hægt að láta þetta ganga á núlli. Þetta er ekkert gróðabrall,“ undirstrikar Jóhannes Sturlaugsson.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 4. júní.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Erlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Fleiri fréttir Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Sjá meira