Innlent

Kjaraviðræðum ÍJ frestað

Ákveðið hefur verið að fresta kjaraviðræðum samninganefnda eigenda og starfsmanna Íslenska járnblendifélagsins á Grundartanga í nokkra daga. Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness sem um 90 prósent starfsmanna eiga hlut að, segir örfá atriði standa út á borðinu: "Það er einlæg von mín að það takist að leysa þetta farsællega sem fyrst." Samninganefndirnar hafa fundað stíft frá októberbyrjun. Búist er við að ríkissáttasemjari boði samninganefndirnar á fund síðar í vikunni.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×