Innlent

Neyðarhjálp úr norðri hefst í dag

Landssöfnunin „Neyðarhjálp úr norðri“ fyrir þá sem lifðu af hamfarirnar í Asíu hófst í dag. Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands, er verndari söfnunarinnar. Auk almennings leggja þrjár sjónvarpsstöðvar, þrjár verslunarmiðstöðvar, níu útvarpsstöðvar, þrjú dagblöð, listamenn og fyrirtæki sitt af mörkum til að styðja neyðarstarfið og það mikla uppbyggingarstarf sem er fyrir höndum. Landsmönnum gefst kostur á að hringja í söfnunarsíma alla næstu viku. Framlög eru skuldfærð á símreikninga: - 1000 krónur sé hringt í símann 901 1000 - 3000 krónur sé hringt í símann 901 3000  - 5000 krónur sé hringt í símann 901 5000 Um helgina verður safnað jafnhliða skemmtidagskrá í Kringlunni, Smáralind og Glerártorgi á Akureyri. Á laugardag taka þekktir einstaklingar við hærri framlögum í síma 755 5000, auk þess sem fyrirtæki eru hvött til að láta fé af hendi rakna. Hápunktur söfnunarinnar verður svo 90 mínútna sjónvarpsþáttur í beinni útsendingu á Skjá einum, Stöð 2 og Ríkissjónvarpinu á laugardagskvöld.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×