Sport

Dómarinn bað leikmenn afsökunar

Norski fótboltadómarinn Tom Henning Övrebo sá ástæðu til þess að biðja þálfara og leikmenn Brann afsökunar eftir leik Brann og Tromsö í norska fótboltanum í gær. Brann vann leikinn 1-0 en Övrebo dæmdi vítaspyrnu á Ólaf Örn Bjarnason, varnarmann Brann, í leiknum og þótti sá dómur umdeildur í meira lagi. Morten Pedersen skaut í þverslá. Dómarinn sá atvikið í sjónvarpinu eftir leikinn og sannfærðist þá um að hann hefði gert mistök. Hann sagði þjálfara Brann að sem betur fer hefðu Tromsö-menn ekki nýtt spyrnuna. Þetta er sami dómarinn og dæmdi leik Ungverja og Íslendinga í undankeppni HM í Búdapest í síðasta mánuði. Íslendingum þótti frammistaða hans í þeim leik varla útflutningshæf. Rosenborg tapaði á útivelli fyrir Ham Kam 0-2 en Árni Gautur Arason og félagar í Voleringa unnu Odd Grenland 4-2 á útivelli. Rosenberg hefur 42 stig í deildinni, Voleringa 41 og Tromsö 37.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×