Borgin sendir ferðaþjónustunni fingurinn Egill Þór Jónsson skrifar 8. maí 2020 09:00 Í útsendri dagskrá borgarstjórnar þann 5. febrúar, síðastliðinn, ætlaði meirihluti borgarstjórnar að leggja fram Ferðamálastefnu Reykjavíkurborgar 2020-2025. Þess í stað tók meirihlutinn ákvörðun um að fresta afgreiðslu stefnunnar, enda enginn stuðningur við stefnuna þar sem allar forsendur eru brostnar, mælanleg markmið furðulega sett fram og tölulegar upplýsingar borgarinnar á atvinnugreininni ekki á rökum reistar. Vanáætlaðar tekjur Á meðan á vinnunni við stefnuna stóð hafði minnisblað Reykjavíkurborgar um að borgin hafi tekið á sig 6-9 milljarða halla árlega, árin 2015-2018 vegna ferðaþjónustunnar vakið mikla athygli. Það er óþarfi að fjölyrða um hve fjarstæðukennd framsetning á áhrifum ferðaþjónustunnar á fjárhag Reykjavíkurborg er. Í minnisblaðinu eru settar fram upplýsingar um beinar og óbeinar tekjur og kostnaður af völdum ferðaþjónustunnar. Beinar tekjur ferðaþjónustunnar koma frá fasteignagjöldum fyrirtækja, aðgangseyris í sund og söfn og þjónustu og rekstrartekjur Höfuðborgarstofu. Undir óbeinum tekjum flokkast útsvar starfsmanna ferðaþjónustunnar og fasteignagjöld starfsmanna í ferðaþjónustu. Þá má ekki gleyma því að fjölgun ferðamanna hefur leitt til hækkunar húsnæðisverðs í Reykjavík um tugi prósenta. Það eitt og sér hefur stóraukið tekjur borgarinnar af fasteignagjöldum. Þar að auki voru ótal afleiddar tekjur sem hljótast af komu ferðamanna til borgarinnar ekki teknar með í reikninginn. Má nefna auglýsingar og ýmis konar afþreyingu, akstur, mat og drykk svo eitthvað sé nefnt. Fólkið í þessum störfum borgar að sjálfsögðu einnig útsvar til borgarinnar og fyrirtækin fasteignagjöld. Erum við öll byrði á borginni? Árið 2018 nam beinn kostnaður borgarsjóðs af ferðamönnum 2,3 milljörðum króna. Þar vógu þyngst heimsóknir ferðamanna til safna og sundlauga en þessi afþreying er niðurgreidd, auk reksturs Höfuðborgarstofu. Enn fremur tekst borginni með einhverjum ótrúlegum hætti að reikna út að óbeinn kostnaður vegna útgjalda á lögskyldri þjónustu við starfsmenn ferðaþjónustunnar hafi verið um 15 milljarðar króna á árinu 2018. Undir lögskylda þjónustu flokkast til að mynda grunn- og leikskólaþjónusta. Með sömu rökum væri hægt að reikna út gríðarlegt óbeint tap af öllum einstaklingum innan sveitarfélagsins. Eru þá allir einstaklingar og atvinnugreinar byrði á borginni? Sú aðferð að skilgreina lögskylda þjónustu borgarinnar við starfsmenn í ferðaþjónustu sem kostnað vegna atvinnugreinarinnar er galin. Sé sveitarfélaginu svo íþyngjandi að sinna lögskyldri þjónustu væri réttara að skoða leiðir til að forgangsraða fjármunum. Í stað þess tekur borgin eina atvinnugrein fyrir og gerir hana sökudólgi. Það er ekki nema von að traust á Borgarstjórn Reykjavíkur mælist lægst af öllum stofnunum á Íslandi samkvæmt þjóðarpúlsi Gallups eða rétt um 17%. Metnaðarlítil markmið Ferðamálastefna borgarinnar er úrelt. Þau mælanlegu markmið sem fram koma í stefnunni að „allt að 90% gesta borgarinnar mæli með áfangastaðnum Reykjavík og telji íbúa gestrisna og vinsamlega og borgina spennandi og friðsæla“ fremur taktlaus. Tölur í stefnunni sýna að 92% gesta myndu mæla með áfangastaðnum Reykjavík árið 2018. Afhverju ætti borgin að setja sér markmiðin sem eru slakari en núverandi mælingar á ánægju sýna? Hins vegar þarf að hafa í huga að ef þessi markmið eiga að viðhaldast er ekki rétt að gera atvinnugreinina að blóraböggli. Borgin þarf að vinna með greininni, ekki gegn henni. Pólitískur leikþáttur Það er mikilvægt að stjórnvöld sýni vilja til að byggja upp öflugar atvinnugreinar í stað þess að tala þær niður. Samstarf og samráð á uppbyggingu greinarinnar ætti að vera öllum til bóta, samfélaginu, íbúum svæðisins og borginni. Því er þessi pólitíski leikþáttur sem virðist snúast um það að þrýsta á ríkið um hlutdeild í gistináttargjaldinu, í besta falli vandræðalegur og ekki til þess fallinn að auka traust ferðaþjónustunnar í garð borgarinnar. Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Þessi grein er birt í samstarfi við Róm. Rómur er vettvangur fyrir ungt frjálslynt fólk til þess að láta að sér kveða í samfélagsumræðunni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rómur Egill Þór Jónsson Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson Skoðun Skoðun Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic skrifar Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir skrifar Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir skrifar Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason skrifar Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Sjá meira
Í útsendri dagskrá borgarstjórnar þann 5. febrúar, síðastliðinn, ætlaði meirihluti borgarstjórnar að leggja fram Ferðamálastefnu Reykjavíkurborgar 2020-2025. Þess í stað tók meirihlutinn ákvörðun um að fresta afgreiðslu stefnunnar, enda enginn stuðningur við stefnuna þar sem allar forsendur eru brostnar, mælanleg markmið furðulega sett fram og tölulegar upplýsingar borgarinnar á atvinnugreininni ekki á rökum reistar. Vanáætlaðar tekjur Á meðan á vinnunni við stefnuna stóð hafði minnisblað Reykjavíkurborgar um að borgin hafi tekið á sig 6-9 milljarða halla árlega, árin 2015-2018 vegna ferðaþjónustunnar vakið mikla athygli. Það er óþarfi að fjölyrða um hve fjarstæðukennd framsetning á áhrifum ferðaþjónustunnar á fjárhag Reykjavíkurborg er. Í minnisblaðinu eru settar fram upplýsingar um beinar og óbeinar tekjur og kostnaður af völdum ferðaþjónustunnar. Beinar tekjur ferðaþjónustunnar koma frá fasteignagjöldum fyrirtækja, aðgangseyris í sund og söfn og þjónustu og rekstrartekjur Höfuðborgarstofu. Undir óbeinum tekjum flokkast útsvar starfsmanna ferðaþjónustunnar og fasteignagjöld starfsmanna í ferðaþjónustu. Þá má ekki gleyma því að fjölgun ferðamanna hefur leitt til hækkunar húsnæðisverðs í Reykjavík um tugi prósenta. Það eitt og sér hefur stóraukið tekjur borgarinnar af fasteignagjöldum. Þar að auki voru ótal afleiddar tekjur sem hljótast af komu ferðamanna til borgarinnar ekki teknar með í reikninginn. Má nefna auglýsingar og ýmis konar afþreyingu, akstur, mat og drykk svo eitthvað sé nefnt. Fólkið í þessum störfum borgar að sjálfsögðu einnig útsvar til borgarinnar og fyrirtækin fasteignagjöld. Erum við öll byrði á borginni? Árið 2018 nam beinn kostnaður borgarsjóðs af ferðamönnum 2,3 milljörðum króna. Þar vógu þyngst heimsóknir ferðamanna til safna og sundlauga en þessi afþreying er niðurgreidd, auk reksturs Höfuðborgarstofu. Enn fremur tekst borginni með einhverjum ótrúlegum hætti að reikna út að óbeinn kostnaður vegna útgjalda á lögskyldri þjónustu við starfsmenn ferðaþjónustunnar hafi verið um 15 milljarðar króna á árinu 2018. Undir lögskylda þjónustu flokkast til að mynda grunn- og leikskólaþjónusta. Með sömu rökum væri hægt að reikna út gríðarlegt óbeint tap af öllum einstaklingum innan sveitarfélagsins. Eru þá allir einstaklingar og atvinnugreinar byrði á borginni? Sú aðferð að skilgreina lögskylda þjónustu borgarinnar við starfsmenn í ferðaþjónustu sem kostnað vegna atvinnugreinarinnar er galin. Sé sveitarfélaginu svo íþyngjandi að sinna lögskyldri þjónustu væri réttara að skoða leiðir til að forgangsraða fjármunum. Í stað þess tekur borgin eina atvinnugrein fyrir og gerir hana sökudólgi. Það er ekki nema von að traust á Borgarstjórn Reykjavíkur mælist lægst af öllum stofnunum á Íslandi samkvæmt þjóðarpúlsi Gallups eða rétt um 17%. Metnaðarlítil markmið Ferðamálastefna borgarinnar er úrelt. Þau mælanlegu markmið sem fram koma í stefnunni að „allt að 90% gesta borgarinnar mæli með áfangastaðnum Reykjavík og telji íbúa gestrisna og vinsamlega og borgina spennandi og friðsæla“ fremur taktlaus. Tölur í stefnunni sýna að 92% gesta myndu mæla með áfangastaðnum Reykjavík árið 2018. Afhverju ætti borgin að setja sér markmiðin sem eru slakari en núverandi mælingar á ánægju sýna? Hins vegar þarf að hafa í huga að ef þessi markmið eiga að viðhaldast er ekki rétt að gera atvinnugreinina að blóraböggli. Borgin þarf að vinna með greininni, ekki gegn henni. Pólitískur leikþáttur Það er mikilvægt að stjórnvöld sýni vilja til að byggja upp öflugar atvinnugreinar í stað þess að tala þær niður. Samstarf og samráð á uppbyggingu greinarinnar ætti að vera öllum til bóta, samfélaginu, íbúum svæðisins og borginni. Því er þessi pólitíski leikþáttur sem virðist snúast um það að þrýsta á ríkið um hlutdeild í gistináttargjaldinu, í besta falli vandræðalegur og ekki til þess fallinn að auka traust ferðaþjónustunnar í garð borgarinnar. Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Þessi grein er birt í samstarfi við Róm. Rómur er vettvangur fyrir ungt frjálslynt fólk til þess að láta að sér kveða í samfélagsumræðunni.
Þessi grein er birt í samstarfi við Róm. Rómur er vettvangur fyrir ungt frjálslynt fólk til þess að láta að sér kveða í samfélagsumræðunni.
Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson Skoðun
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson Skoðun