Háðuleg útreið Real Madrid 13. október 2005 14:44 Þess var ekki lengi að bíða að hálaunaðar stórstjörnur hins konunglega Real Madrid settu met af einhverju tagi. Nú er það staðfest að aldrei áður í 104 ára sögu félagsins hefur liðið skorað færri mörk eftir sex umferðir en félagið tapaði 0 - 1 fyrir Deportivo á heimavelli. Aðeins hafa fjórir boltar ratað í net andstæðinga liðsins það sem af er eða 0.6 mörk að meðaltali í leik á þessari leiktíð. Síðustu sex leiktíðir hefur liðið að meðaltali skorað tæplega 14 mörk í fyrstu sex umferðum sínum. Tíunda sætið er hlutskipti Real Madrid eftir tapið um helgina, sem jafnframt var fyrsta tap liðsins fyrir Depor á heimavelli í hálfa öld, og þeir eru margir sem telja liðið heppið að vera svo ofarlega. Tvö af þeim fjórum mörkum sem liðið hefur skorað hafa komið úr aukaspyrnum David Beckham og liðið slefaði 1 - 0 sigur í bæði skiptin. Það sem gerir þessa döpru stöðu liðsins enn daprari fyrir aðdáendur er að á sama tíma gengur erkifjendunum í Barcelona allt í haginn og hefur þeir ekki byrjað betur í mörg ár. Barca er sem stendur í efsta sæti, sjö stigum á undan Real, og tveimur stigum á undan Valencia. Þessi tvö lið eru með áberandi sterka stöðu í deildinni þrátt fyrir að aðeins sex umferðir hafi verið leiknar. Þrátt fyrir að spænskir gárungar bendi nú hver af öðrum á þá staðreynd að aðeins nýliðarnir í Numancia og Racing Santander, sem bæði eru í neðstu sætum, hafi skorað færri mörk en Real má ekki taka af þeim að aðeins þrjú mörk hafa verið skoruð hjá liðinu. Sökin liggur því hjá sóknarmönnum liðsins sem hingað til hafa allir tilheyrt útvöldum hópi heimsklassaleikmanna. Ronaldo, Morientes, Raúl og Owen hafa sýnt og margsannað að fáir standa þeim á sporði fyrir framan mark andstæðinga. Aðeins Ronaldo og Raúl hafa hins vegar enn náð að skora. Jorge Valdano, sem nýlega hætti störfum fyrir Real sem framkvæmdastjóri knattspyrnumála, fullyrðir að gengið muni batna fljótlega. "Þetta er hefðbundið ferli hjá þeim liðum sem í eru margar stjörnur og ekkert til að hafa áhyggjur af til langframa. Raúl er að fara í gegnum erfiðasta tímabil sitt frá upphafi og hann þarf að taka á því. Owen er nýr og það má ekki gleyma því að það er erfitt að spila fyrir Real. Pressan er mikil og ekki allir sem þola slíkt." Íþróttir Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Sport Yankees heiðruðu Charlie Kirk Sport Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Golf Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Fótbolti Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fótbolti Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Fótbolti Fleiri fréttir Fékk tveggja vikna bann og sekt fyrir að hrinda starfsmanni lyfjaeftirlits Dagleg mótmæli trufla Spánarhjólreiðarnar Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Vann Ólympíusilfur en ætlar núna að keppa á Steraleikunum Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Yankees heiðruðu Charlie Kirk Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Dagskráin í dag: Úrslitastund fyrir ÍA Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Ómar Ingi fór áfram hamförum Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Álftanes mætir stórliði Benfica „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ Sjá meira
Þess var ekki lengi að bíða að hálaunaðar stórstjörnur hins konunglega Real Madrid settu met af einhverju tagi. Nú er það staðfest að aldrei áður í 104 ára sögu félagsins hefur liðið skorað færri mörk eftir sex umferðir en félagið tapaði 0 - 1 fyrir Deportivo á heimavelli. Aðeins hafa fjórir boltar ratað í net andstæðinga liðsins það sem af er eða 0.6 mörk að meðaltali í leik á þessari leiktíð. Síðustu sex leiktíðir hefur liðið að meðaltali skorað tæplega 14 mörk í fyrstu sex umferðum sínum. Tíunda sætið er hlutskipti Real Madrid eftir tapið um helgina, sem jafnframt var fyrsta tap liðsins fyrir Depor á heimavelli í hálfa öld, og þeir eru margir sem telja liðið heppið að vera svo ofarlega. Tvö af þeim fjórum mörkum sem liðið hefur skorað hafa komið úr aukaspyrnum David Beckham og liðið slefaði 1 - 0 sigur í bæði skiptin. Það sem gerir þessa döpru stöðu liðsins enn daprari fyrir aðdáendur er að á sama tíma gengur erkifjendunum í Barcelona allt í haginn og hefur þeir ekki byrjað betur í mörg ár. Barca er sem stendur í efsta sæti, sjö stigum á undan Real, og tveimur stigum á undan Valencia. Þessi tvö lið eru með áberandi sterka stöðu í deildinni þrátt fyrir að aðeins sex umferðir hafi verið leiknar. Þrátt fyrir að spænskir gárungar bendi nú hver af öðrum á þá staðreynd að aðeins nýliðarnir í Numancia og Racing Santander, sem bæði eru í neðstu sætum, hafi skorað færri mörk en Real má ekki taka af þeim að aðeins þrjú mörk hafa verið skoruð hjá liðinu. Sökin liggur því hjá sóknarmönnum liðsins sem hingað til hafa allir tilheyrt útvöldum hópi heimsklassaleikmanna. Ronaldo, Morientes, Raúl og Owen hafa sýnt og margsannað að fáir standa þeim á sporði fyrir framan mark andstæðinga. Aðeins Ronaldo og Raúl hafa hins vegar enn náð að skora. Jorge Valdano, sem nýlega hætti störfum fyrir Real sem framkvæmdastjóri knattspyrnumála, fullyrðir að gengið muni batna fljótlega. "Þetta er hefðbundið ferli hjá þeim liðum sem í eru margar stjörnur og ekkert til að hafa áhyggjur af til langframa. Raúl er að fara í gegnum erfiðasta tímabil sitt frá upphafi og hann þarf að taka á því. Owen er nýr og það má ekki gleyma því að það er erfitt að spila fyrir Real. Pressan er mikil og ekki allir sem þola slíkt."
Íþróttir Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Sport Yankees heiðruðu Charlie Kirk Sport Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Golf Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Fótbolti Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fótbolti Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Fótbolti Fleiri fréttir Fékk tveggja vikna bann og sekt fyrir að hrinda starfsmanni lyfjaeftirlits Dagleg mótmæli trufla Spánarhjólreiðarnar Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Vann Ólympíusilfur en ætlar núna að keppa á Steraleikunum Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Yankees heiðruðu Charlie Kirk Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Dagskráin í dag: Úrslitastund fyrir ÍA Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Ómar Ingi fór áfram hamförum Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Álftanes mætir stórliði Benfica „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ Sjá meira