Þekkingarverksmiðjan – Afleiðingar nýfrjálshyggjuvæðingar háskóla á Íslandi Lawrence D. Berg og Edward H. Huijbens og Henrik Gutzon Larsen skrifa 15. júní 2016 07:00 Nýlega komu fréttir af því að Háskóli Íslands hefði færst upp í 222. sæti á alþjóðlegum samanburðarlista háskóla í heiminum (The Times Higher Education World University Rankings). Rektor Háskóla Íslands fagnaði þessu sérstaklega og sagði: „Niðurstaðan er mikil viðurkenning fyrir alla þá sem starfa hér?…“ Færslan frá sætum 251 til 275 þótti fréttnæm og sérstakt fagnaðarefni. Sambærilegan metnað má finna í háskólum um víða veröld. Í háskólanum í Bresku-Kólumbíu lýsti nýráðinn rektor því yfir að hann ætlaði sér að skólinn yrði meðal tíu efstu í heiminum á slíkum samanburðarlista. Stjórnvöld í Danmörku settu sér nýlega það markmið að hafa í það minnsta einn háskóla í landinu á meðal tíu bestu í heiminum. Líkt og orð rektors bera með sér byggja samanburðarlistarnir á mælingum á frammistöðu starfsfólks skólanna, nokkuð sem hér á landi er kallað vinnumatskerfi og allir opinberir háskólar hafa sammælst um. Greinar sem háskólakennarar birta, fyrirlestrar sem þeir halda, bækur sem eru skrifaðar og önnur „framleiðsla“ þeirra er þannig talin til stiga. Þetta vinnumatskerfi við íslenska háskóla á sér hliðstæðu í háskólum Norður-Evrópu og víðar. Vinnumatskerfið íslenska á rætur í kjarasamningum kennara við ríkið en er nú að verða birtingarmynd samkeppnisvæðingar háskóla. Þessi samkeppnisvæðing er ein þriggja meiriháttar breytinga sem eru að eiga sér stað í háskólum í Norður-Evrópu í það minnsta. Hinar snúa að ójöfnuði og breyttum skilningi á háskólafólki. Forsenda samkeppni er ójöfnuður og þannig verður nú að skilgreina einn háskóla sem verri og annan sem betri, byggt á samræmdu mati þeirra í millum. Sama gildir um starfsfólk háskólanna. Það er svo lagt á sömu mælistiku og verður ekki fólk í öllum sínum fjölbreytileika, heldur mannauður sem annaðhvort leggur til markmiða kerfisins eða ekki. Mælanlegur mannauður háskóla keppir þannig á alþjóðlegu markaðstorgi háskóla á heimsvísu. Þessi samkeppnisvæðing er birtingarmynd tiltekinnar rökvísi sem kennd er við nýfrjálshyggju í seinni tíð. Vinnumatskerfið er að verða grunnur að markaði þar sem háskólar keppa og á sama tíma er kerfið tækið til að skilja markaðinn. Afleiðingar þessa eru hins vegar mun víðtækari en bara einhver stigakeppni milli háskóla.Kvíði meðal starfsfólks Hinum mælanlega mannauði háskóla er ráðstafað til að mæta markmiðum þess kerfis sem myndar skilyrði markaðarins. Þannig leggur vinnumatskerfið grunn að samkeppni milli starfsfólks háskóla, þar sem þeim er hyglað sem þjóna markmiðum kerfisins en aðrir standa stöðugt verr að vígi. Markmið um birtingar í tilteknum ritum, markmið um fé úr samkeppnissjóðum og markmið um stöðu skóla í samanburði við aðra stýra vinnu háskólafólks í sífellt meiri mæli, en ofan í kaupið bætist að þessi markmið reynast stöðugt færanleg. Það er þegar fleiri ná að mæta markinu er það fært hærra eða lengra. Almennt þýðir þetta vaxandi kvíða meðal starfsfólks. Kvíða sem birtist sérstaklega hjá þeim sem yngri eru í kerfinu og eru að reyna að skapa sér starfsvettvang. Það sem meira er, þá skapar þessi samkeppnisvæðing starfsmenningu sem snýst um stundarhag. Markmiðin eru mæld árlega og háskólafólk leitar eftir farvegi fyrir sem flest stig til að leggja til eigin stigastöðu og síns háskóla. Þar sem sú mæling þarf að vera alþjóðleg tapast t.d. þekking sem snýr að íslensku samfélagi eða henni er ævinlega speglað í viðmiðum annarra þjóða, þó umfram allt enskum. Þekking sem þannig hefur alþjóðlegt skiptagildi grefur því undan háskóla sem samfélagi þekkingarsköpunar. Umhyggja fyrir nemendum og samstarfsfólki, gæði vinnuumhverfis og annað sem snýr að því að rækta gott samfélag innan veggja háskóla er ekki metið og þeim hampað helst sem hugsa um eigin frama. Háskólinn, sem grundvöllur þekkingarsamfélags framtíðar, er því að verða þekkingarverksmiðja sem grefur undan gæðum þekkingarsköpunar. Hér á landi höfum við enn færi á að sporna við þessari þróun. Höfundar eru landfræðingar. Þessi grein er samantekt lengri greinar í þemahefti Canadian Geographer, 60(2) um siðferði umhyggju í háskólum.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 15. júní. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Halldór 06.09.2025 Halldór Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen Skoðun Skoðun Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason skrifar Sjá meira
Nýlega komu fréttir af því að Háskóli Íslands hefði færst upp í 222. sæti á alþjóðlegum samanburðarlista háskóla í heiminum (The Times Higher Education World University Rankings). Rektor Háskóla Íslands fagnaði þessu sérstaklega og sagði: „Niðurstaðan er mikil viðurkenning fyrir alla þá sem starfa hér?…“ Færslan frá sætum 251 til 275 þótti fréttnæm og sérstakt fagnaðarefni. Sambærilegan metnað má finna í háskólum um víða veröld. Í háskólanum í Bresku-Kólumbíu lýsti nýráðinn rektor því yfir að hann ætlaði sér að skólinn yrði meðal tíu efstu í heiminum á slíkum samanburðarlista. Stjórnvöld í Danmörku settu sér nýlega það markmið að hafa í það minnsta einn háskóla í landinu á meðal tíu bestu í heiminum. Líkt og orð rektors bera með sér byggja samanburðarlistarnir á mælingum á frammistöðu starfsfólks skólanna, nokkuð sem hér á landi er kallað vinnumatskerfi og allir opinberir háskólar hafa sammælst um. Greinar sem háskólakennarar birta, fyrirlestrar sem þeir halda, bækur sem eru skrifaðar og önnur „framleiðsla“ þeirra er þannig talin til stiga. Þetta vinnumatskerfi við íslenska háskóla á sér hliðstæðu í háskólum Norður-Evrópu og víðar. Vinnumatskerfið íslenska á rætur í kjarasamningum kennara við ríkið en er nú að verða birtingarmynd samkeppnisvæðingar háskóla. Þessi samkeppnisvæðing er ein þriggja meiriháttar breytinga sem eru að eiga sér stað í háskólum í Norður-Evrópu í það minnsta. Hinar snúa að ójöfnuði og breyttum skilningi á háskólafólki. Forsenda samkeppni er ójöfnuður og þannig verður nú að skilgreina einn háskóla sem verri og annan sem betri, byggt á samræmdu mati þeirra í millum. Sama gildir um starfsfólk háskólanna. Það er svo lagt á sömu mælistiku og verður ekki fólk í öllum sínum fjölbreytileika, heldur mannauður sem annaðhvort leggur til markmiða kerfisins eða ekki. Mælanlegur mannauður háskóla keppir þannig á alþjóðlegu markaðstorgi háskóla á heimsvísu. Þessi samkeppnisvæðing er birtingarmynd tiltekinnar rökvísi sem kennd er við nýfrjálshyggju í seinni tíð. Vinnumatskerfið er að verða grunnur að markaði þar sem háskólar keppa og á sama tíma er kerfið tækið til að skilja markaðinn. Afleiðingar þessa eru hins vegar mun víðtækari en bara einhver stigakeppni milli háskóla.Kvíði meðal starfsfólks Hinum mælanlega mannauði háskóla er ráðstafað til að mæta markmiðum þess kerfis sem myndar skilyrði markaðarins. Þannig leggur vinnumatskerfið grunn að samkeppni milli starfsfólks háskóla, þar sem þeim er hyglað sem þjóna markmiðum kerfisins en aðrir standa stöðugt verr að vígi. Markmið um birtingar í tilteknum ritum, markmið um fé úr samkeppnissjóðum og markmið um stöðu skóla í samanburði við aðra stýra vinnu háskólafólks í sífellt meiri mæli, en ofan í kaupið bætist að þessi markmið reynast stöðugt færanleg. Það er þegar fleiri ná að mæta markinu er það fært hærra eða lengra. Almennt þýðir þetta vaxandi kvíða meðal starfsfólks. Kvíða sem birtist sérstaklega hjá þeim sem yngri eru í kerfinu og eru að reyna að skapa sér starfsvettvang. Það sem meira er, þá skapar þessi samkeppnisvæðing starfsmenningu sem snýst um stundarhag. Markmiðin eru mæld árlega og háskólafólk leitar eftir farvegi fyrir sem flest stig til að leggja til eigin stigastöðu og síns háskóla. Þar sem sú mæling þarf að vera alþjóðleg tapast t.d. þekking sem snýr að íslensku samfélagi eða henni er ævinlega speglað í viðmiðum annarra þjóða, þó umfram allt enskum. Þekking sem þannig hefur alþjóðlegt skiptagildi grefur því undan háskóla sem samfélagi þekkingarsköpunar. Umhyggja fyrir nemendum og samstarfsfólki, gæði vinnuumhverfis og annað sem snýr að því að rækta gott samfélag innan veggja háskóla er ekki metið og þeim hampað helst sem hugsa um eigin frama. Háskólinn, sem grundvöllur þekkingarsamfélags framtíðar, er því að verða þekkingarverksmiðja sem grefur undan gæðum þekkingarsköpunar. Hér á landi höfum við enn færi á að sporna við þessari þróun. Höfundar eru landfræðingar. Þessi grein er samantekt lengri greinar í þemahefti Canadian Geographer, 60(2) um siðferði umhyggju í háskólum.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 15. júní.
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun