Innlent

Ölgerðin kærir

Ölgerð Egils Skallagrímssonar hefur kært úrskurð Umhverfis- og heilbrigðisstofu Reykjavíkur vegna banns við dreifingu á drykknum Kristal Plús. Fram kemur í kærunni ekki sé séð að tugir innfluttra vítamínbættra drykkja hafi fengið leyfi. Þá kemur fram að Umhverfis- og heilbrigðisstofa hafi ekki verið falið að veita leyfi til notkunar bætiefna, né grípa til aðgerða sé ekki sótt um slíkt leyfi. Þá nái reglugerðin sem vísað er til vegna umsóknarinnar ekki yfir þau aukaefni sem er að finna í Kristal Plús. Því sé bannið brot á jafnræðisreglu og áskilur Ölgerðin sér rétt til að krefja Reykjavíkurborg um skaðabætur vegna banns á dreifingu drykksins.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×