Viðskipti innlent

Engar fjöldauppsagnir þótt fólki fækki

Svali Hrannar Björgvinsson, framkvæmdastjóri starfsmannasviðs Kaupþings á ekki von á fjöldauppsögnum.
Svali Hrannar Björgvinsson, framkvæmdastjóri starfsmannasviðs Kaupþings á ekki von á fjöldauppsögnum. Mynd/ EOL

Svali Björgvinsson, framkvæmdastjóri starfsmannasvið Kaupþings, segir að bankinn hafi ekki gripið til neinna fjöldauppsagna og ekki sé búist við að farið verði í svoleiðis aðgerðir. Hann segist ekki kannast við að bankinn hafi sagt upp hátt í þrjátíu manns eins og fullyrt var í fjölmiðlum í gær.

„Fólki er að fækka hérna. Sem betur fer er það mest vegna eðlilegrar starfsmannaveltu í 1200 manna fyrirtæki, en það hafa líka verið einhverjar uppsagnir. Hins vegar kannast ég ekki við þessa tölu sem var nefnd," segir Svali í samtali við Vísi. Svali segist þó ekki geta tjáð sig um það nákvæmlega hversu mörgum hafi verið sagt upp störfum.

 

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×