Viðskipti innlent

Tap Nýsis hf. nam 2,3 milljörðum á síðasta ári

Tap varð á rekstri Nýsis hf. og dótturfélaga þess á síðasta ári. Nam tapið samtals 2.343 milljónum kr.

Rekstrarhagnaður Nýsis hf og dótturfélaga fyrir afskriftir, fjármagnsliði og skatta á síðasta ári var 942 milljónir kr. en að teknu tilliti til afskrifta, fjármagnsliða og skatta var tap samstæðunnar 2.343 milljónir kr.

Í tilkynningu um ársuppgjörið segir að orsök tapsins séu fjárfestingar í stórum verkefnum sem ekki gefa tekjur fyrr en á árunum 2008-2010.

Þar eru stærst uppbygging tónlistar- og ráðstefnuhúss og fleiri bygginga við austurhöfnina í Reykjavík, einkaframkvæmd í 10 skólum í Aberdeen, bygging íbúða fyrir aldraða við Mörkina í Reykjavík, stækkun Egilshallar og kaup á togurum til fiskveiða við Marokkó.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×