Erlent

Segir föður sinn hafa verið tifandi tímasprengju

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Wayne Anthony Hawes er grunaður um ódæðið
Wayne Anthony Hawes er grunaður um ódæðið Twitter
Dóttir Wayne Anthony Hawes, sem grunaður er um að hafa skotið fimm til bana í Georgíu-ríki Bandaríkjanna í nótt, segir föður sinn hafa verið „tifandi tímasprengju.“

Hún talaði við fjölmiðlamenn vestanhafs í dag en eins og Vísir greindi frá fengu lögreglumenn í bænum Appling í austurhluta Georgíu tilkynningu um skothvelli laust fyrir miðnætti að staðartíma. Þegar lögregla kom á vettvang fundust þar lík tveggja kvenna og eins karlmanns.

Sjá einnig: Skaut fimm til bana áður en hann svipti sig lífi

Skömmu síðar hafi borist tilkynning um skothvelli í um eins kílómetra fjarlægð. Þar höfðu karl og kona einnig verið skotin til bana.

Grunur beindist fljótlega að Hawes og fannst hann látinn á heimili sínu. Hann hafði gert árangurslausa tilraun til að kveikja í húsi sínu áður en fyrirfór sér.

Heimildir New York Daily News herma að fjöldamorðið megi rekja til bræði Hawes út í eiginkonu sína sem hafði farið fram á skilnað fyrr um kvöldið.

Eiginkona hans var ekki á meðal hinna látnu en talið er að skyldmenni hennar hafi verið í hópi þeirra sem létu lífið í árásunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×