Mikil uppbygging í þágu fatlaðs fólks í Reykjavík Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar 24. febrúar 2020 12:00 Húsnæðismál eru brýn velferðarmál. Mikið hefur áunnist í réttindabaráttu fatlaðs fólks síðustu ár. En ljóst var strax árið 2011, þegar sveitarfélög tóku yfir málaflokkinn, að þörf var á gríðarlegri uppbyggingu í búsetuúrræðum fatlaðs fólks, enda hafði málaflokkurinn verði vanræktur um langt skeið. Þegar ég tók tímabundið við formennsku í velferðarráði í upphafi árs 2014 lagði ég áherslu á að framkvæma fyrstu heildstæðu þarfagreininguna á húsnæðisþörf fatlaðs fólks í Reykjavík. Árið 2016 var síðan samþykkt ákveðin neyðaruppbyggingaráætlun til að bregðast við þeim bráðavanda sem uppi varð. Sú áætlun gilti til 2018 og komst að fullu til framkvæmda. Árið 2017 var síðan samþykkt samhljóma uppbyggingaráætlun í húsnæðismálum fatlaðra sem gildir til ársins 2030. Ljóst er að vandinn var mikill og uppsafnaður, en þó að verkefnin séu ærin og umfangsmikil dugar ekki að leggja árar í bát. Vinstri græn í borginni höfðu kjark til að setja búsetumál fatlaðra á oddinn og tryggja fullt fjármagn til að fylgja eftir metnaðarfullri uppbyggingaráætlun í málaflokknum allt til ársins 2030. Á árunum 2016-2019 hefur sértækum búsetuúrræðum fjölgað um 71 í Reykjavík. Á rúmlega tveimur árum bíða 48 færri eftir sértæku húsnæði auk þess sem 38 einstaklingar hafa fengið milliflutning í nýtt og betra húsnæði. Meðal annars samhliða innleiðingu áætlunar um niðurlagningu herbergjasambýla. Til stendur að fjölga íbúðum fyrir fatlað fólk í Reykjavík um allt að 183 til ársins 2030. Við Vinstri græn munum áfram vinna að því að tryggja öllum viðeigandi húsnæði óháð fötlun eða félagslegri stöðu. Samhliða mikilli uppbyggingu í húsnæðismálum fatlaðs fólks hefur orðið mikil breyting á allri þjónustu við fatlað fólk, m.a vegna nýrra laga. Unnið er að því að auka val fatlaðs fólks þegar kemur að búsetu og þjónustu og tryggja fólki þjónustu óháð búsetuformi. Þjónusta út frá kjarna, færanleg búsetuteymi, NPA og öflug stuðningsþjónusta eru nú í mikilli framþróun til að mæta kröfum nútímans um að allir geti lifað með reisn í okkar samfélagi. Elín Oddný Sigurðardóttir, varaborgarfulltrúi Vinstri grænna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Elín Oddný Sigurðardóttir Félagsmál Reykjavík Mest lesið Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 25.10.2025 Halldór Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks Skoðun Skoðun Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Sjá meira
Húsnæðismál eru brýn velferðarmál. Mikið hefur áunnist í réttindabaráttu fatlaðs fólks síðustu ár. En ljóst var strax árið 2011, þegar sveitarfélög tóku yfir málaflokkinn, að þörf var á gríðarlegri uppbyggingu í búsetuúrræðum fatlaðs fólks, enda hafði málaflokkurinn verði vanræktur um langt skeið. Þegar ég tók tímabundið við formennsku í velferðarráði í upphafi árs 2014 lagði ég áherslu á að framkvæma fyrstu heildstæðu þarfagreininguna á húsnæðisþörf fatlaðs fólks í Reykjavík. Árið 2016 var síðan samþykkt ákveðin neyðaruppbyggingaráætlun til að bregðast við þeim bráðavanda sem uppi varð. Sú áætlun gilti til 2018 og komst að fullu til framkvæmda. Árið 2017 var síðan samþykkt samhljóma uppbyggingaráætlun í húsnæðismálum fatlaðra sem gildir til ársins 2030. Ljóst er að vandinn var mikill og uppsafnaður, en þó að verkefnin séu ærin og umfangsmikil dugar ekki að leggja árar í bát. Vinstri græn í borginni höfðu kjark til að setja búsetumál fatlaðra á oddinn og tryggja fullt fjármagn til að fylgja eftir metnaðarfullri uppbyggingaráætlun í málaflokknum allt til ársins 2030. Á árunum 2016-2019 hefur sértækum búsetuúrræðum fjölgað um 71 í Reykjavík. Á rúmlega tveimur árum bíða 48 færri eftir sértæku húsnæði auk þess sem 38 einstaklingar hafa fengið milliflutning í nýtt og betra húsnæði. Meðal annars samhliða innleiðingu áætlunar um niðurlagningu herbergjasambýla. Til stendur að fjölga íbúðum fyrir fatlað fólk í Reykjavík um allt að 183 til ársins 2030. Við Vinstri græn munum áfram vinna að því að tryggja öllum viðeigandi húsnæði óháð fötlun eða félagslegri stöðu. Samhliða mikilli uppbyggingu í húsnæðismálum fatlaðs fólks hefur orðið mikil breyting á allri þjónustu við fatlað fólk, m.a vegna nýrra laga. Unnið er að því að auka val fatlaðs fólks þegar kemur að búsetu og þjónustu og tryggja fólki þjónustu óháð búsetuformi. Þjónusta út frá kjarna, færanleg búsetuteymi, NPA og öflug stuðningsþjónusta eru nú í mikilli framþróun til að mæta kröfum nútímans um að allir geti lifað með reisn í okkar samfélagi. Elín Oddný Sigurðardóttir, varaborgarfulltrúi Vinstri grænna.
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar