Geðheilbrigði barna Guðbjörg Björnsdóttir og Halldór S. Guðmundsson skrifar 29. mars 2016 06:00 Geðheilbrigði barna hefur verið í umræðunni að undanförnu eftir að skýrsla Ríkisendurskoðunar um geðheilbrigðisþjónustu við börn og unglinga var birt í febrúar 2016. Í skýrslunni kemur fram að langir biðlistar geti haft langvarandi afleiðingar og jafnvel leitt til örorku síðar meir. Sálfélagslegur vandi barna er algengari en ætla mætti og slíkir erfiðleikar geta haft mikil áhrif á einstakling, leitt til skertrar virkni hans innan fjölskyldunnar, í námi og síðar á vinnumarkaði. Alþjóðaheilbrigðisstofnun hefur t.a.m. spáð því að þunglyndi verði eitt af þeim vandkvæðum sem helst leiði til örorku árið 2020. Erfiðleikar af þessu tagi hafa töluvert verið rannsakaðir meðal grunnskólabarna og unglinga og hafa þær rannsóknir, ásamt rannsóknum á fullorðnum, bent til að erfiðleikarnir hefjist á leikskólaárum. Fyrir Alþingi liggur nú aðgerðaráætlun í geðheilbrigðismálum til fjögurra ára. Meginmarkmið slíkrar áætlunar er m.a. að auka forvarnir, auðvelda aðgengi að hópa- og einstaklingsmeðferð og auka stuðning við fjölskyldur. Auk þess er lagt til að tekin verði upp reglubundin skimun vegna kvíða, þunglyndis og annars konar vanda barna og unglinga í grunn- og framhaldsskólum landsins. Athygli vekur að þó upphaf hegðunar- og tilfinningavanda barna megi rekja til leikskólaaldurs er ekki fjallað um þann aldurshóp í fyrrgreindri aðgerðaráætlun. Skimun hefjist á leikskólaaldriHalldór S. Guðmundsson dósent við félagsráðgjafardeild HÍNýlegar niðurstöður rannsókna meðal leikskólabarna á Íslandi leiddu í ljós að rúmlega 20% leikskólabarna eiga við sálfélagslegan vanda að stríða að mati foreldra og leikskólakennara. Sálfélagslegur vandi getur verið bæði tilfinningalegir erfiðleikar og hegðunarvandi. Alls voru 12% barna metin með kvíðavanda sem þyrfti að fylgjast sérstaklega með eða jafnvel þarfnaðist meðhöndlunar. Ef miðað er við fjölda leikskólabarna á Íslandi benda þessar niðurstöður til að um sé að ræða 4.000 börn sem glíma við erfiðleika sem þarfnist eftirlits eða meðhöndlunar. Í aðgerðaráætluninni sem liggur fyrir Alþingi er meðal annars lagt til að framkvæmd verði reglubundin skimun á kvíða og þunglyndi meðal barna í grunn- og framhaldsskólum landsins. Rökin fyrir slíkri skimun skv. aðgerðaráætluninni er há tíðni slíkra raskana (15-20%). Miðað við fyrrgreinda rannsókn á íslenskum leikskólabörnum mælist tíðni þessara raskana lítið lægri en sú sem getið er í um aðgerðaráætluninni. Með það í huga, ásamt því að rannsóknir benda til að upphaf geðraskana megi rekja til leikskólaaldurs, telja greinarhöfundar mikilvægt að hefja reglubundna skimun á sálfélagslegri líðan barna á leikskólaaldri. Slíkt myndi gefa tækifæri til snemmtækrar íhlutunar og þar með minnka líkur á vaxandi og viðvarandi erfiðleikum síðar á ævinni.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 29. mars. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Skoðun Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Sjá meira
Geðheilbrigði barna hefur verið í umræðunni að undanförnu eftir að skýrsla Ríkisendurskoðunar um geðheilbrigðisþjónustu við börn og unglinga var birt í febrúar 2016. Í skýrslunni kemur fram að langir biðlistar geti haft langvarandi afleiðingar og jafnvel leitt til örorku síðar meir. Sálfélagslegur vandi barna er algengari en ætla mætti og slíkir erfiðleikar geta haft mikil áhrif á einstakling, leitt til skertrar virkni hans innan fjölskyldunnar, í námi og síðar á vinnumarkaði. Alþjóðaheilbrigðisstofnun hefur t.a.m. spáð því að þunglyndi verði eitt af þeim vandkvæðum sem helst leiði til örorku árið 2020. Erfiðleikar af þessu tagi hafa töluvert verið rannsakaðir meðal grunnskólabarna og unglinga og hafa þær rannsóknir, ásamt rannsóknum á fullorðnum, bent til að erfiðleikarnir hefjist á leikskólaárum. Fyrir Alþingi liggur nú aðgerðaráætlun í geðheilbrigðismálum til fjögurra ára. Meginmarkmið slíkrar áætlunar er m.a. að auka forvarnir, auðvelda aðgengi að hópa- og einstaklingsmeðferð og auka stuðning við fjölskyldur. Auk þess er lagt til að tekin verði upp reglubundin skimun vegna kvíða, þunglyndis og annars konar vanda barna og unglinga í grunn- og framhaldsskólum landsins. Athygli vekur að þó upphaf hegðunar- og tilfinningavanda barna megi rekja til leikskólaaldurs er ekki fjallað um þann aldurshóp í fyrrgreindri aðgerðaráætlun. Skimun hefjist á leikskólaaldriHalldór S. Guðmundsson dósent við félagsráðgjafardeild HÍNýlegar niðurstöður rannsókna meðal leikskólabarna á Íslandi leiddu í ljós að rúmlega 20% leikskólabarna eiga við sálfélagslegan vanda að stríða að mati foreldra og leikskólakennara. Sálfélagslegur vandi getur verið bæði tilfinningalegir erfiðleikar og hegðunarvandi. Alls voru 12% barna metin með kvíðavanda sem þyrfti að fylgjast sérstaklega með eða jafnvel þarfnaðist meðhöndlunar. Ef miðað er við fjölda leikskólabarna á Íslandi benda þessar niðurstöður til að um sé að ræða 4.000 börn sem glíma við erfiðleika sem þarfnist eftirlits eða meðhöndlunar. Í aðgerðaráætluninni sem liggur fyrir Alþingi er meðal annars lagt til að framkvæmd verði reglubundin skimun á kvíða og þunglyndi meðal barna í grunn- og framhaldsskólum landsins. Rökin fyrir slíkri skimun skv. aðgerðaráætluninni er há tíðni slíkra raskana (15-20%). Miðað við fyrrgreinda rannsókn á íslenskum leikskólabörnum mælist tíðni þessara raskana lítið lægri en sú sem getið er í um aðgerðaráætluninni. Með það í huga, ásamt því að rannsóknir benda til að upphaf geðraskana megi rekja til leikskólaaldurs, telja greinarhöfundar mikilvægt að hefja reglubundna skimun á sálfélagslegri líðan barna á leikskólaaldri. Slíkt myndi gefa tækifæri til snemmtækrar íhlutunar og þar með minnka líkur á vaxandi og viðvarandi erfiðleikum síðar á ævinni.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 29. mars.
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar