Geðheilbrigði barna Guðbjörg Björnsdóttir og Halldór S. Guðmundsson skrifar 29. mars 2016 06:00 Geðheilbrigði barna hefur verið í umræðunni að undanförnu eftir að skýrsla Ríkisendurskoðunar um geðheilbrigðisþjónustu við börn og unglinga var birt í febrúar 2016. Í skýrslunni kemur fram að langir biðlistar geti haft langvarandi afleiðingar og jafnvel leitt til örorku síðar meir. Sálfélagslegur vandi barna er algengari en ætla mætti og slíkir erfiðleikar geta haft mikil áhrif á einstakling, leitt til skertrar virkni hans innan fjölskyldunnar, í námi og síðar á vinnumarkaði. Alþjóðaheilbrigðisstofnun hefur t.a.m. spáð því að þunglyndi verði eitt af þeim vandkvæðum sem helst leiði til örorku árið 2020. Erfiðleikar af þessu tagi hafa töluvert verið rannsakaðir meðal grunnskólabarna og unglinga og hafa þær rannsóknir, ásamt rannsóknum á fullorðnum, bent til að erfiðleikarnir hefjist á leikskólaárum. Fyrir Alþingi liggur nú aðgerðaráætlun í geðheilbrigðismálum til fjögurra ára. Meginmarkmið slíkrar áætlunar er m.a. að auka forvarnir, auðvelda aðgengi að hópa- og einstaklingsmeðferð og auka stuðning við fjölskyldur. Auk þess er lagt til að tekin verði upp reglubundin skimun vegna kvíða, þunglyndis og annars konar vanda barna og unglinga í grunn- og framhaldsskólum landsins. Athygli vekur að þó upphaf hegðunar- og tilfinningavanda barna megi rekja til leikskólaaldurs er ekki fjallað um þann aldurshóp í fyrrgreindri aðgerðaráætlun. Skimun hefjist á leikskólaaldriHalldór S. Guðmundsson dósent við félagsráðgjafardeild HÍNýlegar niðurstöður rannsókna meðal leikskólabarna á Íslandi leiddu í ljós að rúmlega 20% leikskólabarna eiga við sálfélagslegan vanda að stríða að mati foreldra og leikskólakennara. Sálfélagslegur vandi getur verið bæði tilfinningalegir erfiðleikar og hegðunarvandi. Alls voru 12% barna metin með kvíðavanda sem þyrfti að fylgjast sérstaklega með eða jafnvel þarfnaðist meðhöndlunar. Ef miðað er við fjölda leikskólabarna á Íslandi benda þessar niðurstöður til að um sé að ræða 4.000 börn sem glíma við erfiðleika sem þarfnist eftirlits eða meðhöndlunar. Í aðgerðaráætluninni sem liggur fyrir Alþingi er meðal annars lagt til að framkvæmd verði reglubundin skimun á kvíða og þunglyndi meðal barna í grunn- og framhaldsskólum landsins. Rökin fyrir slíkri skimun skv. aðgerðaráætluninni er há tíðni slíkra raskana (15-20%). Miðað við fyrrgreinda rannsókn á íslenskum leikskólabörnum mælist tíðni þessara raskana lítið lægri en sú sem getið er í um aðgerðaráætluninni. Með það í huga, ásamt því að rannsóknir benda til að upphaf geðraskana megi rekja til leikskólaaldurs, telja greinarhöfundar mikilvægt að hefja reglubundna skimun á sálfélagslegri líðan barna á leikskólaaldri. Slíkt myndi gefa tækifæri til snemmtækrar íhlutunar og þar með minnka líkur á vaxandi og viðvarandi erfiðleikum síðar á ævinni.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 29. mars. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova Skoðun Hinsegin ungmenni í Hafnarfirði mæta afgangi Óskar Steinn Ómarsson Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð Skoðun Af hverju eru Íslendingar svona feitir? Einar Baldvin Árnason Skoðun Samtökin 22 eru ekki í okkar nafni Hópur samkynhneigðra Skoðun Stöndum saman um félagshyggju og frið Hópur félagshyggjufólks Skoðun Framtíð Framsóknar byrjar í grasrótinni Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Hræðilegar aðstæður geta breytt manni til hins betra! Kristján Hafþórsson Skoðun Skoðun Skoðun Ísland fyrst svo…hvað? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hræðilegar aðstæður geta breytt manni til hins betra! Kristján Hafþórsson skrifar Skoðun Hinsegin ungmenni í Hafnarfirði mæta afgangi Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Framtíð Framsóknar byrjar í grasrótinni Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Stöndum saman um félagshyggju og frið Hópur félagshyggjufólks skrifar Skoðun Af hverju eru Íslendingar svona feitir? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova skrifar Skoðun Félagsráðgjafar lykilaðilar í stuðningi við geðheilbrigði Steinunn Bergmann skrifar Skoðun Skemmtilegri borg Skúli Helgason skrifar Skoðun Drögum úr svifryksmengun frá umferð heilsunnar vegna Þröstur Þorsteinsson skrifar Skoðun Að fara í stríð við sjálfan sig Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Þú hengir ekki bakara fyrir smið Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvaða menntakerfi kæri þingmaður? Hermann Austmar skrifar Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar Skoðun Móðurást, skömm og verkjalyf Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Framsókn sem þjónar fólki, ekki kerfum Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Samfélagsmiðlar og ósýnilegu börnin Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ég þori að veðja Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja skrifar Skoðun Munum eftir baráttu kvenna alltaf og alls staðar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Verkfærið sem vantar í fjármálastjórnun sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Að klúðra með stæl í tilefni alþjóðlega Mistakadagsins Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kvartað yfir erlendum aðilum? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Frá torfkofum til tækifæra Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Rétthafar framtíðarinnar Erna Mist skrifar Skoðun Er íslenskt samfélag barnvænt? Salvör Nordal skrifar Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar Skoðun Fálmandi í myrkrinu? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Sjá meira
Geðheilbrigði barna hefur verið í umræðunni að undanförnu eftir að skýrsla Ríkisendurskoðunar um geðheilbrigðisþjónustu við börn og unglinga var birt í febrúar 2016. Í skýrslunni kemur fram að langir biðlistar geti haft langvarandi afleiðingar og jafnvel leitt til örorku síðar meir. Sálfélagslegur vandi barna er algengari en ætla mætti og slíkir erfiðleikar geta haft mikil áhrif á einstakling, leitt til skertrar virkni hans innan fjölskyldunnar, í námi og síðar á vinnumarkaði. Alþjóðaheilbrigðisstofnun hefur t.a.m. spáð því að þunglyndi verði eitt af þeim vandkvæðum sem helst leiði til örorku árið 2020. Erfiðleikar af þessu tagi hafa töluvert verið rannsakaðir meðal grunnskólabarna og unglinga og hafa þær rannsóknir, ásamt rannsóknum á fullorðnum, bent til að erfiðleikarnir hefjist á leikskólaárum. Fyrir Alþingi liggur nú aðgerðaráætlun í geðheilbrigðismálum til fjögurra ára. Meginmarkmið slíkrar áætlunar er m.a. að auka forvarnir, auðvelda aðgengi að hópa- og einstaklingsmeðferð og auka stuðning við fjölskyldur. Auk þess er lagt til að tekin verði upp reglubundin skimun vegna kvíða, þunglyndis og annars konar vanda barna og unglinga í grunn- og framhaldsskólum landsins. Athygli vekur að þó upphaf hegðunar- og tilfinningavanda barna megi rekja til leikskólaaldurs er ekki fjallað um þann aldurshóp í fyrrgreindri aðgerðaráætlun. Skimun hefjist á leikskólaaldriHalldór S. Guðmundsson dósent við félagsráðgjafardeild HÍNýlegar niðurstöður rannsókna meðal leikskólabarna á Íslandi leiddu í ljós að rúmlega 20% leikskólabarna eiga við sálfélagslegan vanda að stríða að mati foreldra og leikskólakennara. Sálfélagslegur vandi getur verið bæði tilfinningalegir erfiðleikar og hegðunarvandi. Alls voru 12% barna metin með kvíðavanda sem þyrfti að fylgjast sérstaklega með eða jafnvel þarfnaðist meðhöndlunar. Ef miðað er við fjölda leikskólabarna á Íslandi benda þessar niðurstöður til að um sé að ræða 4.000 börn sem glíma við erfiðleika sem þarfnist eftirlits eða meðhöndlunar. Í aðgerðaráætluninni sem liggur fyrir Alþingi er meðal annars lagt til að framkvæmd verði reglubundin skimun á kvíða og þunglyndi meðal barna í grunn- og framhaldsskólum landsins. Rökin fyrir slíkri skimun skv. aðgerðaráætluninni er há tíðni slíkra raskana (15-20%). Miðað við fyrrgreinda rannsókn á íslenskum leikskólabörnum mælist tíðni þessara raskana lítið lægri en sú sem getið er í um aðgerðaráætluninni. Með það í huga, ásamt því að rannsóknir benda til að upphaf geðraskana megi rekja til leikskólaaldurs, telja greinarhöfundar mikilvægt að hefja reglubundna skimun á sálfélagslegri líðan barna á leikskólaaldri. Slíkt myndi gefa tækifæri til snemmtækrar íhlutunar og þar með minnka líkur á vaxandi og viðvarandi erfiðleikum síðar á ævinni.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 29. mars.
Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar
Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar
Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar