Jaguar rafmagnsjepplingur árið 2018 Finnur Thorlacius skrifar 29. mars 2016 11:15 Svona gæti Jaguar E-Pace jepplingurinn litið út. Fáir bílaframleiðendur hafa ekki uppi áform um smíði bíla sem eingöngu ganga fyrir rafmagni. Breski bílasmiðurinn Jaguar er engin undantekning þar á. Jaguar virðist raunar komið langt í þróun slíks bíls því þar á bæ hefur verið haft eftir forsvarsmönnum að von sé á rafmagnsbíl strax eftir tvö ár, eða 2018. Framleiðsla á honum mun reyndar hefjast seint á næsta ári. Líklega verður þessi bíll nefndur Jaguar E-Pace, er jepplingur og verður smíðaður hjá Magna Steyr í Austurríki. Hann á að hafa drægni uppá 500 kílómetra og með því slá við drægni Tesla Model X jepplingsins, en verða á pari við Audi Q6 e-tron, sem einnig mun líta dagsljósið árið 2018. Þessi rafmagnsbíll Jaguar verður þó ekki sá eini því Jaguar hefur einnig uppi áform um að bjóða XE, XF og F-Type fólksbíla sína með rafmagnsdrifrás. Það er því rafmögnuð veröld framundan hjá Jaguar, líkt og hjá mörgum öðrum bílaframleiðaandanum. Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent
Fáir bílaframleiðendur hafa ekki uppi áform um smíði bíla sem eingöngu ganga fyrir rafmagni. Breski bílasmiðurinn Jaguar er engin undantekning þar á. Jaguar virðist raunar komið langt í þróun slíks bíls því þar á bæ hefur verið haft eftir forsvarsmönnum að von sé á rafmagnsbíl strax eftir tvö ár, eða 2018. Framleiðsla á honum mun reyndar hefjast seint á næsta ári. Líklega verður þessi bíll nefndur Jaguar E-Pace, er jepplingur og verður smíðaður hjá Magna Steyr í Austurríki. Hann á að hafa drægni uppá 500 kílómetra og með því slá við drægni Tesla Model X jepplingsins, en verða á pari við Audi Q6 e-tron, sem einnig mun líta dagsljósið árið 2018. Þessi rafmagnsbíll Jaguar verður þó ekki sá eini því Jaguar hefur einnig uppi áform um að bjóða XE, XF og F-Type fólksbíla sína með rafmagnsdrifrás. Það er því rafmögnuð veröld framundan hjá Jaguar, líkt og hjá mörgum öðrum bílaframleiðaandanum.
Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent